Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1951, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1951, Page 13
LÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS eittlivað að rísla í dóti þeirra. Smið- urinn vjek sjer að honum og mælti: ,Far þú nú að fara heim til þín; drengur minn“. Konan sagði: „Það er ófært að láta drenginn fara einan“. Smiðurinn svaraði: „O, hann er nú svo vanur að skondra hjerna á milli, og þetta er heldur undan veðrinu. Jeg held hann klári sig, strákurinn, ekld mikið hætt við öðru.“ Þórður bauð síðan góða nótt. og fór hann ofan og út. Honum gekk vel heim til sín. Hann var daufur í dálkinn, því að hann þóttist vita, að amma hans væri ekki komin, úr því að hún hafði ekki vitjað hans. Hann hafði heyrt talað um svipi og drauga, og komist hafði hann að því, að amma hans trúði, að slíkar verur væru til. En hann var samt ekkert myrk hræddur. Amma hans hafði kennt honum Faðir vor og Blessunarorð- in og auk þess allmörg vers. Hún hafði sagt honum, að ef hann læsi bænirnar sínar og signdi sig, 'gáéti ekkert illt að honum komist. Hann bar fullt traust til ömmu sinnar, trúði öllu, sem hún sagði hon- um. Þórður kveikti ekki, en hreiðr- aði um sig í rúminu. Yfir það var breitt þykkt salonsofið brekán, og yfirsængin var stór og hlý. Þórður þokaði brekáninu til fóta, skreið síðan ofan undir í öllum fötunum og breiddi vandlega á sig sængina. Rúmið titraði; svo mjög skók stormurinn húsið, en Þórður las bænirnar sínar og signdi sig, og því næst sofnaði hann vært og svaf til morguns. Þegar hann vaknaði, heyrði hann, að sama veðrið var úti. Hann var nú bæði þyrstur og svangur. Hann fann eldspýtnastokk, þann eina, sem til var. í honum voru einungis sex eldspýtur. Þórður kveikti nú á olíuvjelinni til þess að hita upp herbergið. í vjelinni voru tveir kveikir, eh hann kveikti aðeins á öðrum þeirra. Amma hans hafði alt af lagt áherslu á að spara sem mest olíuna. Ekkert vatn var í herberginu, og fór Þórður með pott niður í gang- inn. Hafði fennt allmikið inn með hurðinni, og jós Þórður snjó í pott- inn, uns hann var fullur. Síðan fór hann með hann upp og setti hann á olíuvjelina. Snjórinn bráðn- aði, en vatnið varð furðu lítið. Þórður fór því niður með ullar- hyrnu af ömmu sinni, jós á hana snjó, bar upp og bætti í pottinn. Fór hann tvær ferðir með hyrn- una, og loks var potturinn fullur af vatni. Þcrður tók þá rúgbrauðs- hleifinn, og tókst honum að skipta honum í þrjá hluta með hníf. Síðan borðaði hann einn partinn og drakk vatn með. Þótti honum þetta dýr- leg máltíð. Þegar henni var lokið, fór Þórð- ur enn á ný niður í ganginn. Dúk- arnir, sem verið höfðu á gólfunum á neðri hæð hússins, höfðu verið undnir upp og strangarnir síðan reistir upp á endann í ganginum, milli þilsins og stigans. Samt vár allrúmgott í ganginum, og fór Þórður að leika sjer að snjónum, sem drifið hafði inn með hurðinni. Ekkert salerni var þarna inni, og ekki gat Þórður fundið næturgagn- ið. Hann kastaði svo af sjer vatni út um rifinu milli stafs og hurðar. Enginn maður kom, og þegar orð- ið var undir það fulldimmt, smó Þórður ofan undir yfirsængina. Nú tók hann að hugsa um ömmu sína. Ef hún hefði nú komið inn í Súðavík í gærkvöldi eða í dag og lagt af stað heim í þessu ógnar veðri, þá var ekkert líklegra en að hún væri dáin! Og Þórður fór að gráta, þar sem hann lá aleinn í 153 niðamyrkrinu og heyrði storminn hamast á húsinu og snjóbylinn duna á glugganum. En í rauninni trúði Þórður því ekki, að báturirn hefði komið inn eftir í svona vondu veðri eða amma lagt af stað úr Súðavík, án þess þá að fá sjer fylgd. Loks sofnaði hann út frá hugleiðingum sínum, og svo vakn- aði hann ekki fyrr en orðið var ai bjart af degi. Veðrið var nú ennþá verra en áður. Stormurinn hafði aukist Utan að heyrðist samfelldur ægi- gnýr. Var sem húsið ljeki á þræði. Það gnast og brakaði í viðunum, og rúðurnar buldu án afláts Stundum var sem heyrðust stun- ur og ýlfur gegnum allan véðúr- dyninn. Og nú var ÞÖrður stadd- ur í Ijótum vanda. Nú þurfti hann meira með en daginn áður. Hann tvístje, svipaðist um í ganginum og hugsaði um, hvað gera skyldi Nei, það náði ekki nokkurri átt að óþrífa í ganginum. Hvað skyldi hún amma hans segja, ef hann gerði það? Loks áræddi hánn að opna hurðina. Hún skall’ úpþ, þyí að hún vissi mót vestri, en Þórðúr tók í sig kjark, fór út í bylinn, þreifaði sig fram með gaflinum, uns hann var kominn nokkur skreí frá dyrunum. Þar heyktí hann sjer niður. Svo hraðaði hann sjer að innganginum og smeygði sjer .ijn.n Þegar hann hafði gengíð frá föt- um sínum, fór hann út og greip hurðina. Hann gat komið henni að stafnum, en ekki lokað. Hann fór þá upp á loft og sótti hníf, og þang- að til skóf hann af þröskuldi, hurð og dyrastöfum, að honum tókst ekki aðeins að loka, heldur Ííka að tvílæsa. Enn á ný herti veðrið, cg nú var Þórður orðinn hræddur. Hann hafði ekki rænu á að fá sjt c brauðbita, en hann drakk vatn, sem eftir var í pottinum frá því daginn áður. Þegar farið var að skyggja, lagðist hann á grúfu á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.