Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1951, Page 15
LESBÖK MORGUNBLAÐSINÖ
155
HEIMSMYNDIN NÝA
NÆR tveimur öldum f. K. kom
Aristachus frá Samos fram með
bá kenningu, að jörðin mundi snú-
ast umhverfis sólina. Það þótti
auðvitað hin mesta fjarstæða, því
að allir vissu það vel, að jörðin
var miðdepill heimsins og sólin
snerist í kring um hana. Mörgum
öldum síðar sagði Galileo að jörðin
snerist um sólina. Þá var tekið
harðar á svona heimsku. Galileo
var dæmdur í fangelsi fyrir þessa
villukenningu. Og Brúnó var brend
-ur fyrir að halda því fram, að
fastastjörnurnar væri sólir.
Mjög hefur skilningur manna og
þekking á himingeimnum aukist
síðan þetta var. — Nú veit hvert
mannsbarn að jörðin er mjög ó-
verulegur hnöttur í sólhverfi, sem
er á útskaga nokkrum í vetrar-
brautinni. Og nýustu rannsóknir
sýna, að í himingeimnum er ótölu-
legur fjöldi slíkra vetrarbrauta. —
Stjörnuskoðendurnir á Palomar
fjalli búast við því að geta ljós-
myndað um 10 miljónir vetrar-
brauta, og þó er þetta aðeins næsta
nágrenni vorrar vetrarbrautar.
Fyrir nokkru flutti prófessor
Fred Hoyle í Cambridge nokkur
útvarpserindi um nýustu rannsókn
-ir á sköpun og eðli alheimsins og
hefur með því hnekt ýmsum eldri
kenningum, svo sem kenningum
þeirra Jeans og Eddingtons, sem
flestir hafa vitnað í á seinni ár-
um. Og nú hefur Hjörtur Hall-
dórsson mentaskólakennari flutt
okkur þessa fyrirlestra í íslenska
útvarpinu. Sennilega koma þeir
síðar út á prenti, en þó er ekki úr
vegi að minna hjer á nokkrar nið-
urstöður Hoyles, cinkum vegna
þess, að ekki munu allir hafa hlust-
að a útvarpserindín.
Það hefur verið ríkjandi skoðun
fram að þessu, að allar jarðstjörn-
urnar í sólhverfi voru væri af-
sprengi sólar. Menn hafa haldið því
fram, að fyrir svo sem 2500 miljón-
um ára hafi einhver geisilega stór
hnöttur farið fram hjá sólinni og
svo nærri henni, að aðdráttarafl
hans hefði hreint og beint togað úr
henni allmikinn hluta, og þetta
magn, sem sólin misti, svo tvístrast
og orðið að fylgihnöttum hennar.
Og er þeir kólnuðu hafi orðið úr
þeim jarðstjörnur.
Þessi skoðun var nú samt sem
áður orðin hæpin, vegna þess, að
ekki eru sömu efni í jarðstjörnun-
um og sólinni. Sólin er gerð af
frumeindum vetnis og helíum, en
af hvoru tveggja er tiltölulega lítið
í jörðinni til dæmis.
Nú kemur Hoyle fram með alveg
nýa skoðun um myndun sólhverfis-
ins. Hann heldur því fram að sólin
hafi upphaflega verið tvístirni —
tvær sólir, sem gengu eftir sömu
braut. En svo hafi stærri sólin
sprungið með svo ógurlegu afli að
hún hafi orðið að mökk, er þeyttist
út fyrir aðdráttarsvið sólarinnar.
Þar tók svo þessi mökkur að þjett-
ast aftur og skifta sjer, og þannig
komu fram jarðstjörnurnar. Menn
vita með vissu að slíkar sprenging-
ar verða í himingeimnum, að stór-
ar sólir tvístrast í smáagnir og með
því hefst sköpun nýs sólkerfis. —
Lögmálin fyrir þessum ógurlegu
hamförum eru og að nokkru leyti
fundin.
Þá var það til skamms tíma álii
ínanna, að á milli vetrarbrautanna
væri tóm, þar væri bókstaflega ekk
-ert efni í neinni mynd. E'n nú
lieldur Hoylé þvi fraru að svo sje
ekki. „Tórnið':, sje íult af frum-
eindum, og sje þar þúsund sinnum
fleiri vetniseindir en aðrar eindir.
Að vísu sje mjög rúmt um þær og
skýrir hann það þannig, að ef mað-
ur taki eina fylli eldspýtustokks úr
tóminu, þá verði þar ekki nema
ein frumeind. Svo mikill ipunur er
á þessu og t. d. þjettleika sólar, að
í einum eldspýtnastokk gæti rúm-
ast miljón miljón miljón miljón
frumeinda af sólarefni.
En frumeindirnar í „tóminu"
safnast saman og mynda mekki og
ský og úr þessum mökkvum skap-
ast nýar sólir. Þetta gengur enda-
laust, því að í „tóminu“ eru altaf
að skapast frumeindir. Heimurinn
er enn. í sköpun. Þessi sköpun er
hægfara, ef miðað er við hug-
myndir manna um tíma og rúm.
En þó er sköpun þessi svo hröð, að
frumeindir þær sem skapast á einni
sekúndu í hinum sýnilega himin-
geim, munu vega sem svarar
hundrað miljónum miljóna miljóna
miljóna miljóna smálesta. Er það
svo gífurleg tala, að menn geta ekki
gert sjer neina grein fyrir mikil-
leik hennar. Hið sama gildir einnig
um fjarlægðirnar í himingeimnum.
Menn hafa orðið að leggja á þær
annan mælikvarða en allar aðrar
vegalengdir og telja þær í ljósár-
um, það er að segja, einingin er sá
spölur, sem ljósið fer á einu ári.
En nú fer Ijósið með nær 300.000
km. hraða á sekúndu hverri. Geti
menn þá reiknað út lengd Ijósárs-
ins með því að margfalda sekúnd-
urnar í einu ári með 300.000, og
vita hvort þeir geta gert sjer greiri
fyrir þeirri vegarlengd, sem er 1003
miljónir Ijósára, en svo langt geta
þeir á Palomar skygnst út í geim-
inn.
Allur hinn xnikli vetrarbrauta-
skari er á hraðflugi um himin-
geiminn. Sumar vetrarbrautirnar,
sem nú eru sýnilegar, fjarlægjast
vora vetrarhraut svo ört, að ba*r
veroa horfnar eftir nokkurn tiniu.