Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1951, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1951, Page 16
156 LÆSBÓK MORGUNBLAÐSIN ð Líklegt er talið, að vetrarbraut- irnar sje ekki eingöngu sólir, held- ur sje þar einnig fjöldi sólhverfa, líkt og það, er vjer lifum í. Hoyle telur að í vorri vetrarbraut einni muni vera um miljón slíkra sól- hverfa, og í hverju sólhverfi muni vera jarðstjörnur þar sem lífið get- ur þróast ekki síður en á vorri jörð. Fjölgar nú óðum þeim mönnum, sem trúa því, að lífið sje ekki að- eins bundið við þennan eina hnött, er vjer byggjum. f í í Loftsjón. Þann 6 september (1701) riðu frá Holtastöðum í Langadal Páll Jónsson vicelcgmaður og Guðbrandur Arn- grímsson. Ekki var á samför með þeim nema tveir sveinar Páls. Sem þeir voru komnir undir Reykjanýpu, sáu þeir á norðurloftinu, svo hátt sem svara mætti miðri leið frá horisonte til him- inhvirfils, ljóshvíta og bláa rák; hún var aflöng mjög frá austri til vesturs og sýndist taka yfir alla norðurátt, en endar hennar báðir voru upp bognir nokkuð, viðlíkt að sjá sem stefni á skipum, og þó heldur mun bjúgara, svo sem skipsstefni á útlenskum bat- um plaga að vera. Á miðjunni var til að sjá sem föl ský, þau er undan sólu ganga og vjer köllum gýl. Þau voru tvö og ei alllangt á milli, svo var og á báðum endunum, miðja leið frá þvi er bugtin hófst að neðanverðu og til þess er stafnarnir entust. Svo var þetta nær himninum til að sjá, að þegar hrísluský, sem af vestri og austri gengu hvor í móti öðrum, kvísluðust upp á loftið, skyggðu þau á rákina. En svo var hún ljós, að þar sem skýhríslurn- ar voru þunnar, mátti sjá hana í gegn um þær, en þar sem hríslurnar voru þykkri, skygðu þær á þessa ljósbláu rák. Sáu mennirnir þessa stund þá alla, sem þeir riðu yfir Reykjagötur, til þess alt þeir voru nær komnir að Norð- lingavaði á Giljá; þá hvarf hún, en ÓBILANDI STEINN — Fyrir nokkru frjetti jeg, að Magnús Guðnason leg- steinasmiður hefði einu sinni hitt fyrir svo hart grjót innan við Laugarnes, að honum hefði ekki tekist að kljúfa þa 1. Jeg spurði Magnús um þetta og kvað hann það vera rjett; hann hefði farið hjer víða um fyrir tæpum 70 árum til þess að leita að hentugu grjóti til sm’ða. Norðan við Laugarásinn hefði hann fundið marga fallega steina og byrjað að bora þá. Um þær mundir var grjót klofið með fleygum, en þessir steinar ljetu ekki undan þeim, og varð Magnús að hverfa frá við svo búið. Jeg fór að leita að þessum steinum og fann þá, og hjer er mynd af tveimur þeirra. Sjást hjer glögt holurnar, sem klappaðar voru i þá fyrir 60—70 árum. Einn steininn hefur náttúran sjálf klofið — hefur hann sprungið er holurnar fyltust af klaka. — Gaman væri að vita hvernig á því stendur 'að steinar þessir eru harðari en annað grjót hjer nærlendis. (Á. Ó.) hafði þó litla stund smámsaman ó- skírst. Stje þá Páll af baki og hugöi að dagsmörkum og var allnær miðjum aptni. (Ann. Páls Vídniíns). Sóti Gríms Thomsens. Sóti hjet hinn nafnkunni hestur Gríms. Fjekk Grímur hann austur í Hornafirði og ljet senda sjer til Dan- merkur. Var Sóti 12 vetra, er Grím- ur flutti hann aftur með sjer til ís- lands 1867. Hann var gríðarhár, sót- rauður, höfuðið frítt og neistaði úr augunum. Hann var afar vel reistur, hrygglangur nokkuð, með fallega og sterklega fætur. Hann var styggur nokkuð, en náðist þó með brauði, af einstaka manni. Grímur kaliaði altaf á hann: „Sóti minn, komdu“, og þá kom Sóti hlaupandi. Skap Sóta var mikið og viðkvæmt Haíði hann ást mikla á húsbónda sínum, enda var þvi viðbrugðið hve Grímur gætti þess vand lega að klappa honum og lala vi3 hann áður en hann fór á bak og aður en hann slepti klárnum. Aftur á móti gat klárinn trylst, ef aðrir ætluðu á bak honum. Fjöri og fótum helt Sóti að mestu til hinsta dags, en tennur hans brugðust. Grímur ljet hann því ganga í túninu á Bessastöðum tvö sein- ustu sumrin, sem hann lifði. Sóti varð 27 vetra gamall og feldur haustið 1882. Hjet sá ísak Eyólfsson í Mels- húsum, orðlögð skytta, sem Grímur fjekk til þess. Gröf var tekin í túninu norðaustan við staðinn og Sóti heygð- ur þar með öllum reiðtýjum. Húsbóndi hans sást hvergi, en þegar hestinum hafði verið komið fyrir í gröfinni. kom Grímur, horfði ofan í gröfina um stund, mælti ekki orð af munni, en tárin runnu niður kinnarnar á honum. „Slíkt og þetta var Grími ekki gjarnt hversdagslega“, sagði ísak. — (Úr ,,Sjósókn“.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.