Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1951, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1951, Page 9
U5SBÖK MORGUNBLAÐSINS 197 Lækurinn hjá Zimsens-húsi. Þá var íallesur blómagarður fyrir framan húsið, os oftast lítil gönsubrú á læknum. Stöðlakotslandi nyrst (þar som nú cr lóðin Bankastræti 2) var dálítill hólmi í honum, grasi gróinn. Á austurbakkanum voru grænar ílat- ir mýrarkendar fyrir neðan túnin og höfðu bændur þar slægjur. Upphaflega var Arnarhólstúnið girt með voldugum grjótgarði alla lcið utan frá sjó neðan við Klöpp og náði sá garður upp undir þar sem nú er verslunin Vísir, en beygði þar þvert niður að læknum. Tún Stöðlakots og Skálholtskots voru einnig afgirt með einum grjót- garði, frá Arnarhólsgarðinum um það bil þar sem nú er Bankastræti 7, suður holtið hjer um bil cins og Ihngholtsstræti er nú og beygði þar scm það endar niður að Tjörn, þar sem nú er Fríkirkjuvegur 11. En þar sem garðarnir mættust, myndaðist dálítill kriki. Þar slógu ferðamenn oft tjöldum, því að þar var gott skjól. Þessi kriki hjet Ei- lífskrókur. Nú þætti víst ekki gott að slá tjöldum þarna á vegamótum Bankastrætis og Ingólfsstrætis. Tjörnin var upphaflega miklu littisrri heldur en liún cr nú. JMsð aukinni bygð hefur verið krcpt að henni á allar hliðar. Einu sinni náð; hún alla leið að Alþingishúsinu Vonarstræti, vestan frá Tjarnar- götu og austur undir Lækjargötu. er uppfylling og sum húsin norðsn við það standa á uppfyllingu. Frí- kirkjuvegurinn er uppfylling og vik úr tjörninni náði langt inn á var um miðja tjörn, því að hún náði miklu lengra suður i mýrina heldur en nú gerir hún. Hljóm- skálagarðurinn er að mestu leyti uppfylling og uppgróinn tjarnar- botn. Þá hjet holtið austan við tjörn og læk einu nafni Arnarhólsholt. En í landi Stöðlakots var reist þing- hús fyrir hreppinn og árið 1764 var bvgður lítill toríbær rjett hjá þing- húsinu og kallaður Þingholt. Hann var rifinn aftur árið 1771. En 1774 er bygður annar bær þar rjett fyrir ofan (þar sem nú er Þingholts- stræti 6) og hann var líka nefndur Þingholt. Af þessum bæum íckk svo holtið nafn og var kallað Þing- holt. Bæunum fjölgaði þarna og árið 1805 eru þeir orðnir 3 eða 4 og var þá farið að kalla þá Þing- holtin i fleirtölu. Og svo færðist það nafn á holtið og voru nú kölluð Þingholt alt svæðið fyrir ofan Þingholtsstræti upp þangað sem Klapparstígur kemur nú á Skóla- vörðustíginn, og alt þar fyrir sunn- an. En þegar skólapiltar í Hóla- vallarskóla hlóðu Skólavörðuna á háholtinu, þar sem áður höfðu stað- ið beitarhús Arnarhóls, þá va>' cfsti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.