Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1951, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1951, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 201 Svertingi íær hin göfugustu heiðurslaun, sem mannkynið veitir FRIÐARVERÐLAUN NOBELS HINN 10. des. s. 1. tók Ralph Bunche við friðarverðlaunum Nobels, 164.303,76 sænskum krónum. Verðlaunin voru afhent í Oslo af formanni Nobelsnefndarinnar, Gunnar John forstjóra. En hver er Ralph Bunche? Hjer verður nokkuð frá honum sagt. RALPH BUNCHE er Svertingi, eða kynblendingur af Svertingja og Indíánaættum. Afi hans va^ þræll. Faðir hans var rakari í fá- tækrahverfinu í Detroit og lifði þai við sult og seyru. Þar fæddist Ralph Bunche. Móðir hans var mjög heilsutæp og þess vegna fluttist fjölskyldan til Albuquerque í Nýu Mexiko, en þar er loftslag ákaflega heilnæmt. Þetta er eina ríkið í Bandaríkjunum þar sem tvö tungu,- mál eru löggilt — spanska og enska. Og þar eru íbúarnir jafnvel enn sundurleitari en í nokkru öðru ríki. Þar eru margir Indíánaþjóð- flokkar, þar er fjöldi Mexikana qg þangað streymdi fjöldi innflytj- enda frá öllum þjóðum um þær mundir er Bunche var þar. En þarna var tiltölulega fátt um Svertingja, og þess vegna gætti ekki mikillar andúðar á þeim og kynþáttahatur var óþekt. Þegar Bunche var 12 ára önd- uðust foreldrar hans og fluttist hann með ömmu sinni til Los Angeles, og þar fekk hann fyrst að kynnast kynþáttahatrinu. Hann það var upphaflega tugthús. — Og hver skyldi svo sem minn- ast þess í ysi og þys nútímans, að þar sem strætisvagnarnir standa nú í röðum á austanverðu Lækjartorgi, var einu sinni djúpur og holbektur lækur, sem maður druknaði í? varð þess fyrst var er hann reynd: að fá sjer atviqnu, til þess að geta hjálpað ömmu sinni. Én hann braust áfram. Hann byrjaði á því að selja blöð. Svo varð hann vika- drengur í prentsmiðju. Svo varð hann „snattsveinn“ hjá kvikmynda leikurum í Hollywood. Þetta voru ekki veglegar stöður og hvítir drengir sóttust ekki eftir þeim — þær voru aðeins fyrir Svertingja- pilta. Einu sinni var hann eldhús- þjónn á skipi, sem var í förum milli Los Angeles og Seattle. Þar var honum ekki hlíft. Hann varð að vinna nótt og dag og kvaldist þó af sjóveiki. í barnaskólanum fekk Bunche einnig að finna til kynþáttahaturs - ins. En hann var svo gáfaður að hann bar af öðrum og kennararnir urðu að viðurkenna það. Eins fór í mentaskólanum og þegar hann hafði lokið prófi þar, fekk hann námgstyrk svo að hann gat fanð í háskólann í Kaliforníu. Þó hrökk þessi styrkur ekki og hann varð að vinna fyrir sjer með náminu. Gerðist hann þá kyndari í kvenná- skóla nokkrum. Hann var snemma hnellinn og liðugur, eins og svo margir Svctt- ingjar. Var hann því einn með fremstu íþróttamönnum í háskól- anum og fyrir það fekk hann styrki, svo að hann gat nú farið í Harvard háskólann. En samt varð hann enn að vinna fyrir sjer með Ralph Bunche. náminu. Gerðist hann nú af- greiðslumaður hjá bóksala nokkr- um, sem var svo nærsýnn, að hann tók ekki eftir því að Bunche var Svertingi. Og það var máske von, því að hann hefir altaf verið miklu ljósari á hörund en Svertingjar eru yfirleitt, og mun það stafa aí Indíánablóðinu, sem rennur í æð- um hans. Hann las fyrst stjórnlagafræði, aðallega með tillití til stjórnarhátta í þeim löndum, er ekki voru sjálf- stæð. Hann hafði lengi verið að velta því fyrir sjer hvernig stæði á því að styrjaldir væri stöðugt í heiminum. Hann leit svo á, að yfirdrotnunarsteínu stórveldanna væri þar um að kenna, og hann vildi því kynna sjer hana sem best. Hann trúði ekki hinum opin- beru tilkynningum. Hann einsetti sjer að rannsaka þetta mál sjálfur og kynnast stjórn þeirra á. nýlend- unum. Fyrsta tækifæri til þessa gafst honum árið 1931. Þá fekk hann styrk til að ferðast til frðnskn Vestur-Afríku. Þar ferðaðist h'ann um Togoland og Dahomey, ekki aðeins til þess að tala við frönsku embættismennina þar, heldur til að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.