Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1952, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1952, Blaðsíða 3
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Í5 STÓKBIIOTIÐ FAGUKT LAND Tvö timburhús voru sýnileg á ströndinni og ofan þeirra loft- skeytastengur. Önnur mannvirki eru ekki þar. Sunnan okkar er fjörð ur fullur af ís, en fjöllin hér í grennd snjólítil. Kalt var í veðri, rétt við frostmark, en veður kyrrt. Við fljúgum nú í austurátt, því ætl- unin er að skoða sig um við Rost- unganes, sem er allangt austan Danmerkurhafnar, en ákveðið hef- ir verið að við lendum þar, ef Dan- merkurhöfn skyldi lokast. Nú erum við komnir þangað, og það er eins og gert hafði verið ráð íyrir, all- stórt svæði, þar sem engan ís er að sjá. Þar munum við ábyggilega geta lent. — Við beygjum nú suð- ur á við, og eftir tæpa tvo klukku- tíma verðum við aftur komnir um borð í Sjannöy. Það hefði einhvern- tíma verið talin góð bæjarleiö milli þessarra nágranna, sem búa á nyrztu og næst nyrztu byggðu ból- unum hérna á austurströndinni, tæplega tveggja klukkustunda flug. „Grænland er stærsta eyja í heimi“ stendur í landafræðinni, og það lærði ég fyrir löngu í barna- skóla, en það er fyrst nú, að ég er að fá einhverja ofurlitla hug- mynd um hvað þessi orð tákna í raun og veru, og þó hef ég enn aldrei séð neitt af vesturströndinni, þar sem hin eiginlega byggð er, þar sem landið hlýtur að vera afar íagurt, ef marka má af því, sem fyrir augun ber hér. Ég gæti ímyndað mér, að Grænland væri ekki einungis stærsta eyja í heimi, heldur einnig sú fegursta. Ég sé ekki betur en að þar sé öll íegurð og litadýrð íslands, en þar að auki er landið enn stórbrotnara og um margt miklu æfintýralegra... TIL KOSTUNGANESS Klukkan er kortér gengin í 1 fimmtudaginn 16. ágúst..Við i erum enn á leiðinni til Danmerkur- hafnar. Eftir að Dynjandi kom úr annarri för sinni um 8 leytið í morgun var hann fermdur á ný og að því búnu var haldið af stað. Við erum ekki nema 5 um borð að þessu sinni, Magnús, Kristinn, Gunnar, Bolli og ég. Hinir eru um borð í skipinu. Bolli er eini mað- urinn, sem aldrei fær að hvíla sig meðan flugvélin er á lofti, og skilzt okkur að hann muni þurfa að halla sér, eftir að heim er komið. Veðr- ið er, enn sem fyrr, alveg ágætt, blæjalogn og heiðskírt. Skeyti hef- ir nýlega borizt frá Danmerkur- höfn, þar sem l'ullyrt er að engin leið sé til lendingar vegna íss, sem liggi á allri höfninni og sé hann svo samfelldur að engin leið væri að koma út vélbáti, enda við að engu bættari þótt bát; yrði komið þaðan, því að hann yröi ckki kom- inn til Rostunganess i’yrr cn eflir 5 klukkustundir, þótt greiðfært væri alla leið. Við ætlum, svona rétt til öryggis að líta yfir höfn- ina, en gerum ráð fyrir að verða að lenda við Rostunganes og nota gúmmíbátana til þess að selílytja varninginn á land.. S'l HKAKFALLABÁLKUK Klukkan er að verða fjögur. Jæja. Þá er komið að því, sem mest var óttast. Við erum strandaðir. Flugvélin situr hér blýföst í sand- inum rétt framan fjöruborðsins, en við erum búnir að hreiðra um okk- ur og bíðuin þess er verða vill. Bölvaðir óhappaormar getum við annars verið. Það væri þokkalegt ef Dynjandi ætti eftir að brotna hér í spou, og við að huka hér úti á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.