Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1952, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1952, Blaðsíða 1
SIGURÐUR MAGNÚSSON: 'ÖNNUR GREIN íslenzk flugvél í vöruflutning- um meðfram Grænlandsströnd i Varningurinn kominn á land á Rostunganesi. SIGLT TIL DANMERKUR- HAFNAR Klukkan er rúmlega 11........ Við erum á leiðinni norður til Dan- merkurhafnar og bíðum þess nú allir með eftirvænting að sjá hvernig þar muni vera umhorfs. Ástæðan til þess er sú, að við borð lá að ekki yrði lagt af stað vegna óvissunnar um, hvort komizt yrði á leiðarenda. Um það hafði verið samið, að við fengjum upplýsingar frá Danmerkurhöfn um lendingar- skilyrði þar, strax og við værum komnir norður til Danaborgar, en þaðan hefir enn ekkert lífsmark heyrzt. Danski leiðsögumaðurinn vildi láta okkur bíða, en við töld- um ósennilegt, að nokkur vitneskja hefði enn borizt norður þangað um ferðir okkar og væri það skýring- in á lokun loftskeytastöðvarinnar. Þess vegna ákváðum við að fara og skyggnast sjálfir um. Rétt áðan fengum við skeyti frá Danmerkur- höfn og kom þá í ljós að tilgáta okkar hafði verið rétt. Hins vegar var frá því skýrt, að enda þótt veður væri þar ágætt, þá væri svo mikill ís á höfninni að ólendandi mætti telja. Vildi nú leiðsögumað- ur okkar aftur snúa, en við ákváð- um að sjá með eigin augum hvern- ig umhorfs væri og héldum við því áfram. Líklegt er að einhverj- ir árekstrar kunni að verða milli okkar vegna þessa. Hlutverk leið- sögumannsins er að koma öllum varningnum heilu og höldnu til Danmerkurhafnar, og hvort því verður lokið fyrr eða síðar skiptir hann Mtlu. Á hinn bóginn hefir verið um það samið, að okkur sé heimilt að afferma á hverjum þeim stað, sem íslaus er, næst Danmerk- urhöfn, ef lending er ómöguleg á sjálfri höfninni, en augljóst er að ísrekið við Zackenberg er svo mik- ið að næstum ómögulegt myndi að verja .flugvélina áföllum ef veður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.