Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1952, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1952, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21 saman sprek og hefja eldamennsku. Veður var afbragðsgott og naum- ast sást ský á himni. Það var því varla von, að auðvelt væri að festa blund, þótt allir vissu, að þeir yrðu rifnir upp um miðja nótt. Jökul- tungumar á fjallinu voru fagur- rauðar í kvöldsólinni og virtust ekki steinsnar frá okkur. í vestrinu teygði St. Helens sig til himins og sneri skuggahliðinni að okkur, ekki ólík Keili í lögun. í norð-norðvestri lyfti Mt. Rainier kollinum hátt yfir skýjaslæður, sem umvöfðu rætur hans. Ég hafði legið lengi í svefnpok- anum og árangurslaust reynt að festa blund. Eitthvert töframagn hafði náð valdi á mér og hélt mér vakandi. Ég fylgdist með því, hvernig rauði blærinn á Adams smábreyttist í kuldabláma, hvernig St. Helens og Rainier urðu að skuggamyndum og hvernig stjörn- ur himinsins komu í ljós ein og ein. Þeir, sem vita hvernig selir sofa, geta vel ímyndað sér, hvernig svefn minn varð þessa nótt. Ég sofnaði nokkrar mínútur, vaknaði og leit í kringum mig, sofnaði o. s. frv. — Himininn varð alstirndur og f jalia- loftið var svo dásamlega hreint, að ég hefði vel getað ímyndað mér að ég væri staddur heima á íslandi, ef Pólstjarnan hefði bara verið svo- lítið hærra á lofti. Klukkan eitt um nóttina var öll- um svefni og svefntilraunum lokið. Fararstjórinn blés af ákafa í flautu sína, og gaf mönnum hálftíma frest til að hafa sig á lappir og næra sig. í MYRKRI Á ÞUNNUM KLETTARÖÐLUM Öllum hópnum, milli 70—80 manns, hafði verið skipt niður í fjögurra manna sveitir og var einn þeirra sveitarstjóri og bar ábyrgð á öryggi sinnar sveitar. Ákveðnar sveitir fengu þau hlutverk að halda fyrst og síðast af stað, en hinar máttu dreifast eins og þær vildu þar á milli. Kolniðamyrkur var, þegar haldið var af stað, svo að allir urðu að hafa vasaljós á lofti. Þegar fór að dreifast úr fylk- ingunni, var hún ekki ósvipuð munkafylkingunni í lok Fantasíu Disneys. Fyrst lá leiðin eftir snjó- fönnum og var stefnt á norðanverð- an klettaranann mikla, sem klýfur norðurhlið fjallsins í tvennt. Þarna niðri var brattinn ekki mikill, en þegar við fórum að klöngrast upp eftir strógrýtisurðum og eggjum „Norðurranans“ (North Cleaver), tók gamanið að grána, sérstaklega meðan ekkert var tekið að birta af degi. Stundum þurftum við að þræða eftir mjóum klettariðum með hengiflugi á báða bóga. Samt er lítill vafi á, að í myrkrinu virtist Náttstaðurinn. Uér sést klettaröðullinn, sem við gengum upp á fjallið. — Uátwdurinn sest ekki. ____

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.