Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1952, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1952, Blaðsíða 5
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS rn lengra sökum kals á fótum og myrkurs. Lík hinna eru í miðjum firðinum framan við jökul“? Ég veit það ekki, en það gæti hafa verið hér í þessu ríki þagnarinnar, sem minnir á ró grafarinnar, kyrrð dauðans..... SIGURMERKIÐ Klukkuna vantar 20 mínútur í 11....Við erum búnir að færa verkfærakisturnar og allt annað, sem þungt er, aftur í vélina til þess að létta hana að framan. Magnús er einn í stjórnklefanum, en við hinir höfum troðið okkur aftast í skutinn og þar liggjum við í hnipri. Nú er komið háflæði og nú — eða aldrei — munum við losna héðan. Það hvín í hreyflun- um, og eftir andartak munu þeir gera úrslitaátak til þess að bjarga okkur úr þessarri bölvuðu klípu. „Þumalinn upp“, orgar ein- hver í eyra mér, og ég kreppi hnef- ann og rek stakan þumalputann — sigurmerkið — upp úr kaldri klónni. Allt í einu þruma hreyfl- arnir og vélin rykkist til. Andar- tak stöðvast hún, og þá vitum við að öllu er lokið. í einu augnabliki sjáum við allan ósigurinn, hungr- aða, kalda, þreytta, síðskeggjaða strandmenn, óhappagemlinga. En biðum við. Hvað er nú þetta? Hami mjakast fram á við, og allt í einu brunum við fram fjörðinn. Dynj- andi er laus. Blessaður heillapilt- urinn! Og um leið og hann þýtur upp í loftið skríða fjórir öskrandi menn fram úr skutnum, stökkva írain í íarþegarúmið, æpa og faðm- ast og þegar Dynjandi brunar suð- ur yfir hvíturn jakakollunum í átt- ina til fjallanna, sem áðan voru hulin inóðu en skýrast nú, eftir því sem við komum nær, hallar Kristinn sér afturábak og segir: „Það mætti segja mér, að við yrð- um ekki alveg kvenmannlausir um jólin, bræður“, ___ __________ UM HEILBRIGÐISMÁL Föstudagsmorgun: .... Dynj- andi er kominn úr einni förinni enn. Flogið var yfir staðinn, þar sem við lentum í gærkveldi og var svo mikið ísrek, að ómögulegt var að setjast og gefur það nokkra vís- bending um örlög Dynjanda ef hann hefði ekki komizt á loft í gærkveldi. Danmerkurhöfn var lokuð, en þá var flogið norður til Selvatns, sem er stöðuvatn mikið, eigi alllangt frá Danmerkurhöfn og beðið þar meðan ísinn rak út úr höfninni og gekk lendingin svo að óskum. Unnið er nú við að koma því, sem eftir er af farminum um borð í flugvélina, svo að þetta verður síðasta ferðin. Veðurathuganastöðin Danaborg er hér framarlega við fjörðinn, lík- lega um 10 km norðvestan Zacken- bergs. Tveir menn komu þaðan á báti í heimsókn til okkar í gær- kveldi. Var auuar þeirra einn hinna sárfáu dönsku hermanna, sem eru hér á austurströndinni, en hinn stöðvarstjórinn, miðaldra maður. Hann er gamall í hettunni hér, og segist hvergi fremur vilja vera, ef kona hans fær leyfi til þess að flytja hingað á sumri komanda, en hingað til hefir stjófnin ekki viljað leyfa starfsmönnum sínum á þessum slóðum að fá hingað fjöl- skyldur sínar. Enda þótt ég efist ekki um að þessar upplýsingar hans um konuna séu fremur gefnar af heilindum en fyrir siðasakir, þá virtist mér sennilegast af tilsvör- um hans, að heldur væri honum ami að umstangi því, sem fylgir ferðum sumargestanna, og hann væri því fegnastur er þeir hyrfu á brott. „Maður kann eiginlega aldrei reglulega vel við sig hérna, fyrr en ísbreiðan er búin að þekja fjörðinn og öllu sumarflakki er lokið. Þá er ekkert til þess að glepja mann. Það er svo undarlegt“, bætti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.