Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1952, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1952, Page 8
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Einar Þ. Guðjohnsen Söguleg fjallganga Við nálgumst Mt. Adams að norðan. UM 100 mílna loftlínu suðaustur af Seattle er 12307 feta hár tindur, sem ber nafnið Mt. Adams, og er annar hæsti tindur norðvesturhluta Bandaríkjanna. Á fyrra hluta nítjándu aldar, þeg- ar hvítir menn voru fyrst að kanna þessar slóðir, kom upp sú hugmynd að gera Cascade-fjöllin að forseta- fjöllum landsins. —• Hugmyndin komst þó ekki lengra áleiðis en svo, að aðeins tveir tindar í þessari voldugu fjallakeðju héldu forseta- nöfnunum, sem sagt Adams og Jefferson í Oregonfylki. Indíánar höfðu sínar sagnir tengdar við flesta þessara hærri tinda. Þannig voru t.d. Pahto (Mt. Adams) og Wiyeast (Mt. Hood) hraustir stríðsmenn og keppinautar um hylli hinnar fögru Lawalaclough (Mt. St. Helens). Báðir sýndu þeir hreysti sína og þor í hvívetna og flettu burtu hár- kollunni af margri hauskúpunni. Þegar Pahto fór að verða betur ágengt, fylltist keppinautur hans svo magnaðri reiði, að hann rétti Pahto heljarmikið höfuðhögg. Var höggið svo mikið, að Pahto fékk „Úr því sem komið er, þá held jeg að það sje rjettast að við fáum okkur hressingu.“ Það er nú gleymt hvað Coleman sagði við þessu. Sjálfsagt hefur hann fengið sjer hressingu með forsetanum og fylgdarliði hans. Og svo hefur hann snúið ánægður til káetu sinnar — þessi djarfi maður, sem rændi forseta Bandaríkjanna v og hefndist ekki fyrir það.___ ekki rétt úr sér aftur og náð sínum fyrri mikilleik. Tyce Sahale, ofjarl þeirra allra, fylltist vandlætingu á svo frumstæðu athæfi, og þótti lítilmótlegur stríðsmaður hafa tek- ið sér helzt til mikið vald. Tyce Sahale snart hjúin þrjú sprota sín- um, því hann taldi þau öll meira og minna samsek, breytti þeim í fjallstinda og dæmdi þau til að sitja í hæfilegri fjarlægð hvert frá öðru undir eilífum kuldahjúp. Laugardaginn 7. júlí 1951 safn- aðist fjallafólk frá Seattle að rót- um Adamstinds að norðanverðu. — Flestir höfðu yfirgefið Seattle nokkru fyrir hádegí, enda var leið- in bæði löng og seinfarin. Frá bíl- unum þurftum við líka að ganga nokkurra mílna leið sem öll var held ur á fótinn. Þar sem bílarnir voru skildir eftir, var fremur lágvaxuui og gisinn skógur, og var auðséð, að þar hefur geisað skógareldur fyrir ekki svo ýkjalöngu. Nokkru ofar varð skógurinn þó heldur líflegri og þar hvarf mestallur kjarrgróð- ur. Dávænar engjaspildur mátti víða sjá, og einnig fór að bera nokk- uð á snjóflákum hér og þar. NÁTTSTAÐUR Á BERSVÆÐI Náttstaðurinn hafði verið valinn á hjalla einum í um það bil 7000 feta hæð. Skiptust þar á móar og melar, með runnum af hálfskríð- andi fjallafuru á stangli. Barrvið- urinn var ekki ósvipaður gróður- reitunum á Þingvöllum og gat komið í stað tjalds. Sumir fóru langar leiðir í leit að heppilegum runna að sofa undir og dreifðist hópurinn þannig allmikið. Eitt fyrsta verk flestra, þegar þeir voru búnir að helga sér reit, var að tína

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.