Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1952, Blaðsíða 4
£iaT
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
r hjara veraldar í allan vetur. Hrak-
r fallabálkur okkar hófst á því, að
eftir að við lentum hér við Rost-
unganes létum við flugvélina reka
undan vindinum, meðan bátarnir
voru blásnir upp, en legufæri átt-
um við engin. Þegar komið var svo
nærri ströndinni, að hætta gat ver-
ið á að vélin tæki niðri, hleyptum
við hjólunum niður til þess að
hemla með þeim, en þegar við ætl-
uðum að færa okkur kom í ljós, að
r hjólin voru orðin föst í sandleðju
f og ákváðum við þá að bíða átekta,
I unz háflæði væri, en lágsjávað
I var þegar við komum. — Við unn-
r um svo við uppskipunina, selflutt-
um allt draslið í bátunum langt
suður með landi og hlóðum því
upp, þar sem hæst bar á nesinu.
Þetta var alls konar varningur, mat
vörur, fatnaður, öl, áfengi, dag-
blöð og ýmis konar pakkar með
ógreinanlegu innihaldi. Við vonum
að ekkert skemmist nema kartöfl-
urnar. Þær frjósa auðvitað og eyði-
leggjast í nótt. — Eftir að þessu
lauk var ekkert að gera annað en
að bíða þess að klukkunni þóknað-
ist að verða 11, en um það leyti
er háflæði í kvöld, og þá — eða
aldrei — munum við losna héðan.
>— Okkur kólnar, strax og við hætt-
um að vinna, því að kuldinn er
mjög bitur, en nokkur andvari er
og hitinn ekki meiri en svo, að
rétt er við fröstmark. Ekki bætir
það úr skák, að við erum næstum
matarlausir, eigum ekki nema
nokkrar dósir af einhverri niður-
suðuvöru, og einhver sagði rétti-
lega áðan, að sá væri svangur, sem
æti þann andskota, en þessu erum
við þó að skipta bróðurlega, svo
enginn skuli annan aféta. Við
skimum upp í hlíðarnar, staðráðn-
ir í að drepa hvert það sauðnaut,
sem þar kunni að finnast, en þar
er ekkert líf að sjá, ekkert nema
þessi nöktu fjölL Hér eru engir
sjófuglar, engir selir, engin lífvera,
nema stelktetur eitt, sem auðsjá-
anlega hefir villzt hingað sunnan af
íslandi. Hann ráfar steinþegjandi
um fjöruna stundarkorn. Auðvitað.
Um hvað ætti þessi aumingja
skepna að skrafa hér alein og yfir-
gefin? Svo hvarf hann okkur,
flögraði suður á bóginn. — Við
sátum allir steinþegjandi stundar-
korn síðan. Allt í einu hrukkum
við saman: „Hverjir eru að skjóta
hér af fallbyssum?" Þetta var
áreiðanlega fallbyssuskot, sem
buldi við utarlega í firðinum, svo
að bergmálaði í fjöllunum. Við
ræðum þetta um stund, en sann-
færumst svo um, að hér geti eng-
inn verið að skjóta. Þetta hafi trú-
lega verið ísjakar að stangast og
þannig bylji í, þegar þessir risar
reka saman hornin. Svo þögnum
við aftur, og eftir það heyrist ekk-
ert, sem raski ró okkar, þar sem
við sitjum í flæðarmálinu, senni-
lega nyrztu íslendingar í heimi
þessa stundina....
DÖPUR JÓL
Klukkan er nú langt gengin 11.
Við skreiddumst inn í flugvélina
þegar kólna tók með kvöldinu og
höfum síðan látið þar fyrirberast.
Ég sofnaði stundarkorn áðan, en
vaknaði svo skjálfandi. Bolli er
eitthvað að braska við loftskeyta-
tækin og segist vera búinn að koma
skilaboðum heim um að við höfum
strandað. Það er þokkaleg saga.
Við verðum ugglaust að reyna að
leggja af stað til Danmerkurhafn-
ar í nótt, ef ekki tekst að komast
héðan í kvöld. Flugvélin frýs nið-
ur og næsta sumar koma fimm síð-
skeggjaðir strandmenn heim til
íslands, ef við drepumst þá ekki
í vetur. Náttúrlega verð ég ekki
lífs í vor. Ég kemst aldrei lifandi
héðan. Það er svo sem alveg auð-
vitað. Annars er ekkert um þetta
talað og allir þykjast vongóðir um
að vel fari, þótt eflaust horfi flest-
ir ekki björtum augum fram á við,
nema Kristinn. Hann virðist alveg
í essinu sínu. „Blessaðir verið þið
ekki að hafa áhyggjur af þessu,
bræður“, segir hann og flissar.
„Þetta er framtíðin. Það verður
ekki óhugnanlegt að halda jólin
hérna. Ekki verður kvennafarið á
okkur í vetur drengir." Svo ekur
hann sér og hlær eins og tröll, milli
þess, sem hann les einhvern guð-
lausan amerískan reyfara.
' k*
DAUÐA KYRRÐ
Sólin skín ekki framar og nepj-
an smýgur í gegn um merg og
bein, þegar við lítum út til þess að
gá hve hátt sé flætt upp eftir vél-
inni. Fjöllin eru að verða bláleit
í fjarskanum, og við sannfærumst
um að sjóinn fari bráðum að leggja.
Við skoðum kortin, til þess að fá
hugmynd um hvaða leið eigi að
fara héðan, ef við þurfum að yfir-
gefa flugvélina. Þar er fá örnefni
að sjá. Þó er augljóst að Danmerk-
urhöfn muni vera á svonefndu
Germaníulandi við Doverfjörð og
að austan okkar sé nes, sem ber
andlegheitum skírara síns fagurt
vitni, því að nafn þess er „Fjöru-
tíukílómetranesið“, og urðum við
sammála um að nefna víkina, þar
sem við erum nú „Dynjanda-
sextándaágúststrandvík" til sam-
ræmis við nafngipt þessa. Hér
er allt kyrrt og hljótt. Jakarnir,
sem byltust um og rákust saman
áðan, dotta nú úti á firðinum, þar
sem þeir mara bláleitir í hinu
daufa skini kvöldsins. Var það ekki
einhvers staðar hérna, sem Græn-
lendingurinn Brönlund lét lífið
fyrir 44 árum, síðastur þeirra
þriggja, sem hér voru á ferð? Var
það ekki hérna, sem hann ritaði
í dagbók sína: „Ég kem hingað í
hverfandi tunglskini og kemst ekki