Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1952, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1952, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 23 sem ég datt, en það var um 1000 fetum fyrir ofan mig. I þessum svifum kom einn í við- bót á fleygiferð veltandi niður brekkuna, og baðaði út öllum öng- um með hárbeitta ísöxina dinglandi við annan úlfliðinn. Þeir, sem ekki reyndu að öskra til hans að vara sig á klettunum fyrir neðan, biðu með öndina í hálsinum. Auðvitað lenti hann utan í klettinum og stanzaði þar skammt fyrir neðan, og var ekki útlit fyrir annað en að hann hefði stórslasazt, a. m. k. lá hann kyrr. Þeir, sem næstir voru þustu honum til hjálpar, og jafnframt voru boð látin ganga upp eftir brekkunni, að öll frekari umferð um skaflinn væri bönnuð. Þeir, sem eftir voru, skyldu koma niður sömu leið og við fórum upp. Illt þótti mér myndavélartapið, enda á Zeiss-Ikon vél betra skilið en að grafast í snjó í 9000 feta hæð á Mt. Adams eða hverju öðru fjalli. Vitanlega lagði ég aftur á brattann og staulaðist alla leið þangað, sem ég féll, en því miður varð allt mitt erfiði til einkis. Nokkrar sárabætur voru það þó, að rétt áður en ég tapaði vélinni hafði ég tekið lit- filmuna úr henni og sett venjulega filmu í staðinn. — Blessuð sé minn- ing hinnar göfugu vélar eftir sex ára dygga þjónustu. HINIR SLÖSUÐU BORNIR Á BÖRUM Nú gerðist margt í senn, enda voru sjúklingarnir orðnir þrír. Sá, sem fyrstur skrámaði sig, komst á fætur og gat gengið að mestu óstuddur niður að tjaldstað. Stúlk- an var lögð á skyndibörur, sem bundnar höfðu verið úr tveim lurk- um og nokkrum ísöxum. Sex strák- ar gripu börurnar og héldu af stað, en fjórir lausir fylgdu fast á eftir. Með vissu millibili hrópaði burðar- stjórinn: „Skiptið"! Tveir þeir fremstu slepptu tökum sínum á börunum samtímis því, að hinir fjórir færðu sig fram um eitt sæti og tveir þeirra lausu gripu öftustu handföngin. Þeir, sem verið höfðu fremstir, fóru aftur fyrir röðina og skiptu jafnframt um hlið. Þannig gekk þetta koll af kolli, og áfram- haldið varð stanzlaust þar til kom- ið var í tjaldstað. Erfiðlega gekk með sjúkling nr. 3, sem var mest meiddur, að því er ætlað var. Hann lá alllangt uppi í brekkunni, og þurfti fyrst að búa til sleða handa honum að komast á niður úr mesta brattan- um. Ásamt öðrum lenti ég í því að hlaupa niður í tjaldstað og sækja teppi og fleira, sem að gagni mátti koma við sleða og börugerð. Ég verð að viðurkenna, að minna varð úr hlaupunum á leiðinni upp eftir, enda vorum við í 7—8 þús. feta hæð. Eftir nokkurt þóf tókst að koma honum niður úr brattanum og reyra saman sæmilega sterkar börur. Eftir það gekk allt þolanlega niður í tjaldstað. Þarna var hvílt vel og borðað og öllum hópnum safnað saman. Sjúklingarnir voru orðnir hressari og við gátum litið mun bjartari augum á tilveruna. Stúlkan, sjúk- lingur nr. 2, gat nú gengið, og þá var ekki eftir nema einn sjúkling- ur, sem bera þurfti niður að bíl- unum. Þar beið sjúkrabifreið og læknir, sem sent hafði verið eftir. Niður af hjallanum, sem við höfðum gist á, þurftum við að fara skáhallt eftir bröttum skafli með stórgrýtisurð fyrir neðan. Allar varúðarráðstafanir voru þar við- hafðar. Þrír „akkeris“-kaðlar voru festir í börurnar og aðeins einn þeirra færður í senn. Þótt allir burðarmennirnir hefðu misst fót- anna í einu voru börurnar samt tjóðraðar af tveim köðlum og ör- uggar. Þessi spotti sóttist því seint, en eftir það mátti segja, að allt gengi eins og í sögu. Burðarmennirnir voru yfir 50 talsins, og við gátum haldið fullum gönguhraða alla þessa fimm km leið niður að bíl- unum. Þessi slys höfðu tafið okkur um 4—5 klukkustundir, og voru vissu- lega góð áminning um að gæta alltaf fyllstu varúðar og tefla ekki óvönu eða lítt vönu fólki út í tví- sýnu. 11 Liðið var fram yfir miðnætti, þegar við loks náðum til Seattle, en það sakaði nú minnst af öllu. Seinna fréttist, að sjúklingur nr. 3 væri óbrotinn og hefðu sár hans reynzt smáskrámur einar. Endir- inn varð þá ekki sem verstur! Vígsla Suez- skurðarans (Úr fréttabréfi frá dr. Guðbrandi Vigfússyni 1870). MIKLAR dýrðir voru á ferðum í haust, þegar þetta stórvirki eða jötunvirki var vígt. Þar voru viðstaddir og boðnir margir konungar og drottningar, keis- arinn af Áusturríki, drottningin af Frakklandi (bóndi hennar mátti ekki vera að heiman), krónprinsinn af Preussen, og héðan úr landi, og svo sem í drottningar stað var prinsinn af Wales og hans prinsessa. Enda lærðum mönn- um var boðið, t. d. próf. Max Muller héðan úr Oxford, sem er nafnkunnur Austurlandamálavitringur, en heldur ekki hann gat farið vegna annrikis. Fyrir öllu þessu stóð vici-konungur- inn af Egyptalandi, og eru miklar sögur um risnu hans við þessa mörgu og tignu gesti, og að hér yrði þó nokkur spjöll í, þá varð Soldán reiður, og þótti þessi sinn þegn setjast í þúsbónda sess, þar sem hann upp á sitt eindæmi bauð á sinn garð konungum og keisurum, eins og sínum jafningjum. Risu út af þessu orðadeilur, en sjatnaði þó, enda höfðu flestir í virðingarskyni farið fyrst til Constantinopel, og þaðan fyrst til Egyptalands. .

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.