Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1952, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1952, Qupperneq 13
W LESBÓK MORGUNBEAÐSINS in mikil og vel vöðvuð, og allur var hann hinn þreklegasti og fæt- urnir þurrbyggðir og sterkir. Ekki veit ég, hvaðan Reddi var ættaður, en það skiptir heldur engu. Reddi var mjög latur og beitti sér aldrei, nema hann væri hvattur. Þá hafði hann það til að þráast, ef honum þótti of mikið á sig lagt, og aldrei teymdist hann greiðlega. Ég man enn vel, hversu hægt hánn beygði hnén og ■ lyfti fótunum.' Stundum prjónaði hann, ef farið var annað en hann sjálfur vildi. En þessir hrekkir voru gerðir -með svo mik- illi hægð og hæversku, að engum stóð ógn af. Reddi hlaut alltaf að láta undan og hlýða, og þráinn kom að mestu fram í ólund, sem þó stóð ekki djúpum rótum. Þrátt fyrir alla ókostina sína var Reddi þó mest notaður, af því að hann hafði einn- ig mikla kosti. Hann var t. d. svo gæfur, að alls staðar mátti ganga að honum og taka hann í haganum. Ekki vissu menn, hvort stillingin var sprottin af leti eða þægð. Hann hræddist heldur ekkert, og aldrei skemmdi hann nein verkfæri. Reddi var ekki montinn, og olli montleysi hans mér oftast mestu hugarangri. Hallgrímur sagði eitt sinn, að Reddi væri vel byggður að aftan, en enginn gaf neitt fyrir þessa aftari fegurð hans. Það var lakara með frampartinn, og ósköp var erfitt að toga upp á honum höf- uðið og hálsinn, þegar ókunnugum var mætt á förnum vegi. Hann bar svo leiðinlega utan á sér reiðhests- leysið. Út yfir tók þó, er sporið var greikkað. Brokkið var stutt, hast og óþægilegt. Helzt var að láta hann valhoppa, en því nennti hann aldrei nema fáar hestlengdir, — aumingja Reddi. En aldrei gerði hann neinum mein, ekki sló hann og ekki beit hann, og börnin voru örugg hjá honum, hvort sem þau lágu undir honum eða aftan við hann. Það tók því ekki að stjaka við þeim. Einu sinni sá ég Redda í álögum. Þá ætlaði ég varla að þekkja hann. Hann var á beit með Halldórsstaða hestum og hrossum neðan frá Stöð- um „út og upp“ hjá Tvígörðum. Hann stóð þar í grávíðisbrekku og horfði vestur yfir hálsinn. Þarna reisti hann sig eins og stóðhestur í , fullu frelsi að vordegi. Augun voru starandi,-granirnar þandar, eyrun voru framskotin og tifuðu. Bolur- inn var teygður, spenntur og svo óvenjulega spengilegur, og hann stóð talsvert hærra að aftan. — Var t þetta Reddi? Það var eins og hann væri svangur, — svo var hann kviðdreginn. Þannig stóð hann lengi, og ég horfði á hann undr- andi. En heyið beið bundið á engj- unum, svo að ekki mátti slóra. Ég gekk að honum, tók hendinni traustataki í faxið, eins og venju- lega, og sagði: „Stattu kyrr, Reddi minn“. Þá vaknaði hann, hálsinn féll niður, ólundin kom í augun, maginn þandist út með einum löng- um andardrætti, og Reddi varð sem áður fyrr. — Þetta var skrítið, — já, það er margt skrítið stundum frammi á Þegjandadal. — Síðan reið ég Redda heim og rak hin hrossin. Þau hlupu langt á undan, því að Reddi kaus að fara hægt. Þegar Redda var riðið, var alltaf nógur tími og næði til að skoða hann og hugsa um hann. Meðal annars er það þess vegna, sem hann gleymist ekki. Nú er Reddi löngu dauður og grafinn, því að Þingeyingar éta ekki hesta sína. Redda þekkti ég bezt allra hesta, og ávallt staldra ég við og bið um næði, er ég sé jafningja hans, hvort sem eru menn eða málleysingjar. Gunnar Bjarnason. V ^ I , ■ r 25 - Tileinkað Happdrætti Háskólans og SÍBS. í J " h JÓN SKULDLAUSI KVAÐ ' Að ég leysti öll mín veð ykkur þótti skritið. í happdrættinu fékk ég féS: -: ^ fyrirhafnarlitið. , .. S"1 ' SIGURÐUR GLAÐUR ~ Að mér féll með ógnar gný '.V aura- og krónuskriða. Ég- sé ekki eftir því að ég keypti miða. ■s r ' BJÖRN KVAÐ Að mér sóttu átta og tvær, ^ ei með skapi linu; enda von, því vissu þær ég vann í happdrættinu. ... -»r SVO KVAÐ JÓNAS Ég hef grætt og endiu-bætt alla þætti i f jármálunum. Starfsþrek glætt, og hokri hætt með happadrættisvinningunum. .... i GUDDA AURALAUSA Ég á nú ei sem stendur .... . - ’ ■* aflogu pemnga. Æ, góði bezti Gvendur, gefðu mér hálfmiða. Gvendur, gefðu mér H-miða. ísleifur Gíslasbn. » t-i . • & W W ‘'l'. Seinn til leiks. - _ t - NÝRÍKUM manni var sagt, að þaS væri heldri manna siður að dýrka hljómlist. Hann keypti þegar aðgöngu- miða að hljómleikum, en kom of seint þangað. Hljómleikarnir voru byrjaðir. — Viljið þjer gera svo vel ajð segja mjer hvað hljómsveitin er að leika núna? spurði hann sessunaut sinn. — Níundu symfóníu Beethovehs, svaraði hinn mjög kurteislega. -ii'í.-'j, — Eru þeir komnir aftur í þá ní- undu? Mjer datt ekki í hug að jeg væri svona seinnl

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.