Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Qupperneq 1
MAGNÚS ÞÓRARINSSON: Á SKIITI SVO má telja, að skútutímabilið stæði hæst um aldamótin. Skútun- um fjölgaði þá örast á nokkrum ár- um, því margir lögðu þá leið sína til Englands að kaupa kúttera, sem Englendingar voru þá búnir að leggja niður sem trollskip, en tóku upp gufutogara í staðinn. Sýndist mörgum hylla undir nýja framtíð ■ ar möguleika, þar sem skúturnar voru. Skip þessi voru líka miklu stærri og fullkomnari en dekkbát- arnir, sem við áttum áður að venj- ast. Ungir menn, duglegir og fram- sæknir, flykktust á sjómannaskól- ann og hugðu gott til arðs og frama að verða yfirmenn á þessum stóru og glæsilegu skipum, sem því mið- ur urðu þó líkkistur allt of margra. Einn þessara manna var Guð- mundur Sigurðsson frá Bjarg- húsum í Garði (Gerðahreppi). — Hann útskrifaðist af sjómannaskól- anum veturinn 1899. Eigi veit ég á hvaða skipi hann var það ár, en um haustið réðist hann skipstjóri fyrir næsta ár (1900) á Guðrúnu, (sem var þó ekki ein af stærri skip- unum), eign Helga kaupmanns Helgasonar tónskálds, skipasmiðs o. m. fl. Helgi átti 4 þilskip á þess- um árum og 3 af þeim hafði hann sjálfur smíðað, Stíganda, 16 lestir, Guðrúnu, 24 lestir, og Elínu 23 lestir. Fjórða og stærsta skipið var Helga, kútter um 70 lestir, útlend að ætt og uppruna. Varla verður um það sagt, hverj- um flokki skipa Guðrún tilheyrði, skrokkurinn. var líkastur galeas, framstefni bogið, brjóstamikil og flatbotnuð, en stór gafl í afturenda. Sigling var eins og á kútter með lausan klyver, en klyverbóman föst og allreist. Þau skip, sem ekki höfðu nokkurn veginn samræmi í byggingarlagi og seglbúnaði, voru kölluð viðrini. Hún var mjög stirð- ur siglari á beitivindi, en ljúf á lensinu. Er Guðmundur var ráðinn skip- stjóri lagði hann leið sína um Suð- urnes, einkum Garð og Miðnes að afla sér góðra fiskimanna. Man ég nú ekki eftir öðrum úr Garðinum en Gesti bróður hans, en við vorum 3 Miðnesingar, Kjartan Helgason Moshúsum, og við bræður frá Löndum, Pétur og Magnús. ák Til skips vorum við komnir á til- Magnús Þórarinsson. settum tíma (11. maí) og leituðum til búðar Helga Helgasonar um alla fyrirgreiðslu. Hittum við þar fyrir 2 menn, er störfuðu við verzlun- ina, Einar Björnsson, er lengi síðar var starfsmaður við verzlun Björns Kristjánssonar, og unglingspilt, er Kristinn hét Jónsson, bráðfýrugur strákur; hann var Reykvíkingur í húð og hár, síðar alkunnur undir nafninu „Kristinn í Apótekinu“. Þriðji maður var við verzlunina, mig minnir að hann héti Brandur, roskinn orðinn. Hann var utanbúð- armaður, skyldurækinn, trúr og húsbóndahollur. Ekki var hann al- dæla í viðtah, er við strákarnir vor- um að rella, en gerði ætíð það, sem réttast var. Hús þetta stóð vestan við stein- bryggjuna, rétt við stórstraums

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.