Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Qupperneq 2
[“110 r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS flæðarmál og skall brimið á norð- urhlið þess í foraðs veðrum og óvenju háflæðum. En svo varð hús- ið að víkja, er Eimskip byggði þar skrifstofuhús sitt, og var þá flutt niður á uppfylhnguna norðan Tryggvagötu og stendur þar enn, eins að ytri sýn og það var. — Þó sjást nú á því þau ellimörk, að þak og mænir er sligað. Þar hefur lengi verið og er enn afgreiðsla Sameinaða og nú ræður þar ríkj- um hinn kunni Reykvíkingur, Er- lendur Ó. Pétursson. Brátt var Guðrún albúin á veið- ar. Var þá látið úr höfn og siglt til Vesturlands, sem venja var að end- [ aðri vetrarvertíð. Fiskur var treg- ur í nokkra daga í Patreksfjarðar- flóanum, en svo bar okkur upp að landi örgrunnt við Breiðavík norð- an Látrabjargs, og þar var allvænn fiskur svo handóður að við fyllt- um skipið á fáum dögum. Þarna reru allmargir opnir bátar á hverj- 1 um morgni og voru allt í kring um okkur; sendu þeir okkur mörg ; háðsyrði fyrir að vera á þilskipi uppi í landsteinum, svo sem, hvort við værum hræddir um að komast út úr kortinu, ef við værum fremur utan við en fyrir innan opnu bát- ana. Aðrir töluðu við okkur af fullri kurteisi. Þessa daga var sólskin og vor- blíða. Ef við litum út fyrir borðið forsælu megin við skipið var torfa af fiski undir síðunni, en enginn þeirra skipti sér af öngli né beitu, en neðar í sjónum var hann svo þéttur að íyrir kom að færið hætti að renna niður, því einn hafði þá krækzt á niðurleið færisins, og einnig kom það fyrir, ef oddur og agnhald stóð út úr fiski, sem dreg- 1 inn var upp, að annar kræktist of- 1 an á. Hvorttveggja þetta kom fyrir mitt færi. rr* a, Það mun hafa verið alveg um mánaðamót maí og júní að það stóð á endum, að saltið var búið og lestin full af söltuðum fiski. Að lokinni síðustu aðgerð fór frívaktin niður, hvíldinni fegin, en dekk- vaktin þvoði dekk og lagaði tiL — Öllum seglum var til tjaldað, þar með slevara og gaffaltoppum, en það var sífellt logn og mátti svo heita, að aldrei sæist gráð á sjór.- um (gráð kölluðum við sjómenn- irnir það, ef lygnan dökknaði fyrir hægum blæ). Þannig var þetta einn sólarhring eftir annan að við kom- umst ekkert fyrir endalausu logni. í öll þau ár (13) sem ég var á skútu sá ég aldrei skipstjóra mína æðrast, nema þegar þeir lágu í logni tímum saman. Það reyndi svo á þolinmæði þessara dugnaðar og áhugamanna, sem þeir voru allir, að þá gátu þeir umhverfzt af grertaju. — Til þess bendir líka vísa ein, sem var hús- gangur á þessum skipum, og oft með farin: „Þá aðrir vara reiða og rá rifuðu seglin þunnu, hclvitis í logni lá lengi Björn á Gunnu.“ Þótt eigi viti ég það, mætti vel vera að vísa þessi hefði orðið til sunnan undir Snæfellsjökli. Þar var oít legið í logni og misvindi, þó hvass- viðri væri báðum megin, og þar horfði ég á eitt sinn að toppurinn fauk af „Kitty“, er snögg og snörp vindhviða kom öfugt í seglin. Hinn 6. júní vorum við • loks komnir inn á forarkant (Akurnes- ingaforir) norður af Rennum, og auðvitað lágum við í logni. Þar brast þohnmasði Guðmundar skip- stjóra. 4 eða 5 enskir togarar voru norðan við hraunið. Verið gat að uppcldis og stallbróðir hans og aldavinur, Sigurður Hafliðason frá Húsatóftum í Garði, sem þá var á enskum togara, væri á einhvcrjum þessara. Það var í byrjun löngu- vaktar kl. 12.30 miðdegis, að hann setti út julluna, valdi 4 menn með sér og reri að nokkrum þessara tog- ara. Hann fann loks Sigurð í ein- um þeirra. — Jullan var lítil, bein á borði og lapti í sig yfir framstefni ef hún var framhlaðin. — Milli fremstu þóftu og framstefnis var lítill þríhyrrtingur, sem einn mað- ur gat aðeins staðið í. — Þeir lögðu að síðunni, Guðmundur hleypur frá stýrinu fram að stefni, réttir upp fangalínuna og hún er sett föst. En af því togarinn hafði trollgang og jullan lá á nösunum, þoldi hún það ekki, en renndi nefinu niður í sjóinn, fylltiat á augabragði og hvolfdi úr sér öllum mönnunum nema einum, sem náði í afsleppt klusgat, sem var þar í lunningunni og bjargaðist með því að í hann var tekið strax og honum hjálpað upp á togarann. Sagt var að allir hinir hafi verið eins og sofandi eða dáleiddir og hreyfðu sig ekki. Guð- mundi, sem stóð við fangalínuna fasta í togaranum, varð ekki einu sinni að taka í hana sér til bjargar. Þeir sukku allir strax og sáust ekki meir, enda lent í straumiðunni frá skrúfunni. Þannig snerist væntan- legur vinafundur á cinu augna- bhki í hörmulegasta sorgaratburð. 4 Aðalaílabrögð opnu skipanna af Akranesi sem annars staðaF við Flóann um þetta árabil, voru í því fólgin að fá fiskinn, sem ensku tog- ararnir vörpuðu útbyrðis, en þeir sjálfir hirtu þá lítið annað en flat- fiskinn. Einstakir formenn áttu oft skipti við sama togarann meðan hann var í túrnum, og ekki var ætíð fiskur til, er komið var að togaranum. Fór þá stundum for- maður bátsins í brúna og togaði á beztu aflamiðunum, sem hann þekkti; til þess að fá þorskinn sem fyrst. Ásmundur Þórðarson á Iíáteig var a skipi sínu við hliö eins tog- arans og beið eftir afla í skip sitt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.