Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Side 3
■ LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 111 Togaði sá í kjölfar hins, er slysið varð við, unz varpan er dregin upp og pokinn hangir yfir dekkinu. Var sagt að hásetar (enskir) hefðu fyrst hrokkið frá er þeir sáu tvo dauða menn í pokanum, en leystu svo frá eftir skýrri skipun skip- stjóra í brúnni. Ekkert vissu þeir, hvernig stóð á þessum nýdrukkn- uðu mönnum, en grunaði að þeir kynni að vera af litlu jullunni, er sást róa frá skútunni. Það var svo, að Ásmundur á Háteig flutti líkia til okkar og vissum við þá fyrst hvað orðið var. Voru þetta lík þeirra Ólafs Ebenezerssonar, gull- smiðs á Eyrarbakka og Sigurðar Sigurðssonar frá Butru í Fljóts- hlíð Ólafssonar, báðir ungir og hin- ir efnilegustu menn. — Rétt á eftir kom til okkar togarinn, sem slysið varð við og hafði Sigurður Hafliða- son orð fyrir þeim. Sagði hann, að skipstjóri sinn og skipshöfn öll harmaði mjög þetta slys, er gerðist með svo skjótum hætti að engri björgun varð við komið nema þeim eina manni, er til náðist. Að loknu samtali kvaddi Sigurður og árnaði löndum sínum allra heilla. Um leið afhentu þeir okkur julluna með því að kasta mjórri línu milli skipanna. Drógum við hana til okkar með manninum, sem af komst, en það var Þorsteinn Kjarval, er nú býr á Kjarvalsstöðum við ísafjarðar- djúp. — Um viku síðar komu lík bræðranna Guðmundar skipstjóra og Gests Sigurðssonar í vörpu ein- hvers togara á þessum slóðum. A Guðmundur skipstjóri Sigurðs- son var þá orðinn búsettur í Reykjavík og nýkvæntur Ragn- heiði Valby. Veit ég ekkert um hana að segja. Gestur Sigurðsson í Bjarghúsum Þorsteinssonar og Lísbetar Jónsdóttur var kvæntur Gróu Bjarný Einarsdóttur frá Endagerði á Miðnesi Jónssonar á Hópi í Grindavík Hafliðasonar og fyrri konu hans Sigríðar ísleifs- dóttur, systur Guðmundar á Há- eyri. Þau áttu einn son ungan Ein- ar, sem nú er búsettur á Miðnesi, dugnaðarmaður og drengur góður, og aðeins ófædda dóttur, er slysið varð. Hún hlaut í skírninni nöfnin: Lísbet Gestína Guðmunda Sig- ríður. Eins og sjá má, eru nöfn beggja bræðranna bundin í heiti hennar. Hún er nú miðaldra mynd- arfrú, gift Albert Bjarnasyni skip- stjóra og framkv.stj. í Keflavík. — Bjarghús var þurrabúð og stóð rétt hjá Gauksstöðum í Garði, en er nú fyrir mörgum árum í eyði komin. Þegar við höfðum veitt hkum Ólafs og Sigurðar nábjargir á lest- arhlerum, stóð ekki á seglvindi; rann þá á vel skörp útræna. Bene- dikt Daníelsson bróðir Daníels ljós- myndara, bónda í Brautarholti o. m. fl. var stýrimaður okkar. Tók hann nú alla stjórn skipsins. Lens- uðum við til Reykjavíkur á stuttri stund með flagg í hálfa stöng. Helgi Helgason var kominn um borð um leið og akkeri var kastað. Allt þótti honum þetta einkenni- legt. Við komum miklu fyrr en önnur þilskip þeirrar tegundar, og hvernig flaggi var hagað hlaut tíð- indum að sæta. Var honum sögð öll sagan í fáum orðum. Gladdist hann við aflann, en harmaði slysið og tók öllu spaklega. Hann gerði ráð- stafanir vegna hinna dánu og svo affermingu skipsins. Fór hún fram í Þerney, þar sem Helgi hafði þá búsetu og öll gögn hennar og gæði. Næst var að fá nýjan skipstjóra, en ekki var um marga að velja, því allir lærðir menn í þeirri grein, voru uti á sjó á öðrum skipum og ekki þeirra von fyrr en um Jóns- mesgu (24. júní). Einn rnaður, ung- ur og efnilegur, Páll Matthíasson frá Baulhúsum í Arnarfirði, ný- útskrifaður af sjómannaskólanum, var þó af sérstökum ástæðum í landi, og er önnur saga til þess. — Páll varð nú skipstjóri okkar á Guðrúnu það sem eftir var útgerð- artímans það ár. En réttar þrjár vikur voru frá því að við hönkuðum upp við Breiðuvík og þar til við renndum færi g ný í næsta túr. 1 J ) Lækning krabbameins FRÁ ÞVÍ var sagt í Lesbók í fyrra, að ítalskur kvenlæknir, Clara Fonti Jolies, hefði fundið það, að krabba- mein væri smitandi og að hún teldi sig hafa fundið öryggt meðal gegn því. Fyrra atriðið sannaði hún með því að sýkja sjálfa sig með krabba- meini. Gerði hún það á þann hátt að vekja sjálfri sér und og leggja benina við krabbamein á brjósti konu, sem komin var að dauða. Nú hefir henni tekizt að finna krabbameinssýkilinn, einangra hann og rækta. Er það virus sem fer í blóðið og legst á rauðu blóðkornin. Þótt kona þessi hafi nú gengið með krabbameinssjúkdóm í rúmt ár, er hún viss um að geta læknað sig. Hún segir að sér haíi tekizt að lækna fjölda manna, sem voru með krabbamein á byrjunarstigi. Segir hún að flestir hafi læknast á mjög skömmum tíma. En þar sem um fylgisjúkdóma haíi verið að ræða, hafi meðal sitt þó komið að góðu gagni, því að það dragi mjög úr þeim þjáningum, sem krabba- meini fylgja. # £ L íW íW ^ ZU1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.