Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Qupperneq 6
114 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS lítið framkvaemd enn, felst í því að undanþiggja eigi tökuorð í neinni reglunni nema nöfn (sérnöfn) eins og Jens, Jerúsalem, Jesús. Reglan 1929: „Rita skal f, en ekki p, á und- an t í sama atkvæði“ o. s. frv. af- nemur orðalag, sem þannig hefst 1918: „Rita skal í alíslenskum orð- ^ um f og g næst á undan t í sömu f samstöfu...“ í þessa átt skyldi r halda samfara þeirri meginreglu, 1 að tökuorð skrifist eftir liprasta ! framburðinum, sem þau fá á sig í ^ alþýðumunni. ? Loks skal tekið fram, að engin* r stjórnartilskipun er finnanleg um það, að y skuli rita samkvæmt hefð fornmálsins. Menn vita, að það er ekki hægt út í æsar né mikilsvert. Stjórnarvöld hafa því haldið sér innan þeifra skinsamlegu takmarka að fyrirskipa reglubundið y, láta svo kennara og almenning'um‘þau y, sem eigi verða bundin í reglur stjórnarráðsauglýsingar frá 1913, sem gildir enn um það efni, og þær hljóða svo, tæmandi: „Stafina y og ý skal rita í stað i og í, þar sem í rót orðsins.er o, u, io, iu (jo, ju) eða ó, ú, ió, íu (jó, jú).“ — „Að öðru leyti en því, sem hjer er tekið fram, skal vísað til stafsetningarreglna bls. 42—51 í Ritreglum eftir Valdimar Ás- 1 mundsson 6. útgáfu, 1907, og ís- ! lenskrar stafsetningarorðabókar f eftir Björn Jónsson, þangað til út r verða gefnar ítarlegri reglur fyrir r hinni fyrirskipuðu stafsetningu og r stafsetningarbók samkværnt henr.i út komin.“ Hér er ekki um það að ræða að lögbinda hvert orð í stafsetningar- orðabók B. J. né annara og sýnilega ætlast til, að málfróðir höfundar slíkra rita hafi úrskurðinn um ein- stök atriði, 'ef eigi eru gagnstæð auglýsingunni. En hin löggilta y- regla Valdimars Ásmundssonar er ekki flóknari en þetta: „y — ý. Þessir stafir, sem nú eru í flestum orðum bornir fram sem i — í, eru hljóðvarpsstafir af o, u, io, iu (jo, ju) og ó, ú, ió, iú (jó, jú), og á því að rita þá þar sem þelr stafir eru í rót orðsins, t. d. syn- ir...“ „ey er hljóðvarpsstafur af au, og á því að rita þenna tvíhljóða þar sem au er í rót orðsins, t. d. eyða...“ Hér stendur ekkert nema um ætt y við einhverja rót, sem er í mál- inu, ekkert um y, sem komin eru af upphaflegu i, né ey af upphaf- legu ei, ai (aiw). Og þannig var y-kennsla „ófullkomin“ fyrstu tugi aldarinnar, hvað þá áður. Ósk um vægð í y-kennslu Eftir ástæðum virðist sanngjarnt að fara fram á þetta án reglubreyt- ingar: Eigi skal á landsprófi né lægri prófum meta stafsetning nemenda neitt eftir þeim yfsilon- um, sem vafi getur verið um eða þar sem tvö samhljóða orð með i:y eru af einni sögn runnin eða sam- tvinnuð í merkingum af öðrum ástæðum, þ. e. svonefnd tvinnuð orð og afleiðsluorð þeirra. Tillagan kann að þykja þess eðlis, að ekki þurfi fræðslumála- stjórn að fyrirskipa um slíkt, held- ur ráði þeir kennarar, sem gera verkefni landsprófs. En bæði þeim, sem verkefnin gera fyrir próf, og kennurum 10—15 ára barna væri mikið öryggi og kennsluléttir að fyrirskipun um þennan sanngjarna hlut. Ef menn kalla, að sú uppá- stunga sé tilræði við y og brjóti skarð í þann varnarmúr þess, sem brothættastur só, óskeikulleikann, mega menn hugleiða áður, hvort það reynist gagnlegur múr til lengdar. Kunnáttuskortur af þessum kennslusparnaði við tvinnuðu orðin yrði að bætast með notkun staf- setningarorðabókar, svo að hefðin í stafsetningu þeirra yrði ekki nema álíka laus í blöðum og bók- um og nú er þrátt fyrir kennslu. Af vafaorðum, sem þarna er átt við, nenni ég ekki að lesa neinn lista, enda fæst mjög algeng eða sett í prófstíla að jafnaði. En ég verð að rökræða tvinnuðu orðin, sem geta fallið undir þennan lið: Af km. so. bjarga — barg — burg- um — borgið er leiddur fjöldi orða, þar á meðal nöfn eins og Bergur, Birgir, Björg, Borghildur, Ingi- björg. Sagnarmerkingin færist í þau orð að meira og minna leiti eftir atvikum, þannig að t. d. að ábirgjast er í nánum hugsana- tengslum við að bjarga og birgja, hins vegar óskyld að merking þeirri ættgrein orðsins, sem fóam kémur í borg eða því birgi, sem er skýli (þar sem fé sé borgið). Bráða- birgðalög miðast við það, að öllu sé borgið í bráð, en stafsetningin má ekki leiðast af borgið, heldur af nafnháttarstofninum án klofning- ar, sbr. Birgir. Þegar merking er þannig tvinnuð, er réttmætt, að þær orðmyndir einar sigri, sem hugsaðar eru nú út frá sameigin- legu rótinni birg-, þótt myndunar- saga orðanna liggi a. n. 1. gegnum hinar kennimyndirnar. Þetta af- nám y-myndanna er meðfram líkt því, hvernig orðið uppfinning hefur rýmt burt uppfynding eða upp- fundning. Sagnirnar geisa og geysa eru svo líkar, að enginn finnur merkinga- mun þeirra í nafnorðum, sem af þeim spretta, geisan, geis, geising- ur, Geisandasund, geisireið (en Geysir kemur beint af gjósa-gaus). Enginn munur er á að fara geist og geisandi ,nema beyging fyrra orðsins sýnir uppruna þess af geysa. Menn hafa í seinni tíð farið að skrifa geys- og geysi- í öllum orðum, sem af báðum sögnunum eru leidd, því að y þykir ekki eins fákunnáttulegur stafur og i. Nú tel ég ráð að söðla um, skrifa 'alstaðar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.