Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Qupperneq 7
K LESBÓK MORGUNBL'AÐSINS ’ 115 geisi (nema í Geysir) og telja geysa hafa fengið svo mikla merkingar- smitun frá geisa, að það sé fræði- leg afsökun þess að rita geisa — geistist. Sögnin girða Var í fyrndinni sterk, og garð höfum við sem leif 2. kennimyndar, og *gurðum, sem 3. km. hefði átt að vera, hefur að afkvæmum fengið so. að gyrða og no. gyrðill (= belti), sem reyndar er lánað úr þýsku (Giirtel). Af því að kennimyndir sömu sagnar eru sömu merkingar, er ekki furðulegt, að allar merkingar so. að gyfða geta í rauninni falist í so. að girða. Þess vegna finnst mér ekki aðeins réttritunarheimska að girða hest og mann með yfsiloni, en tuhnuna án yfsilóns, heldur beinlínis rangritað (sumir vilja þó gyrða með tunnu- girði). Að gyrða hefur löngu runn- ið mestmegnis aftur inn í foreldri sitt, girða, og rithátt ber að festa samkvæmt því. Sbr. so. að birgja. Þegar sagt er, að selur hreifi sig með hreifum er vafalítið um aðra sögn að ræða en þá, sem rituð er í fornmáli hreyfa og norsku rdyva. Orsakarsögn af hrífa — hreif hefur lotið að fornu í lægra haldi fyrir hreyfa, því að merkingar féllu saman. Menn rita ýmist að hugsa til hreifings eða hreyfings. Merk- ingasamruninn hvetur eindregið til að slá þessu öllu í hóp vafaorða og fylgja sömu reglu og um þau, rita þau ekki með yfsiloni. Um orðið leyti segir í stafsetn- ingarorðabók H. H., að uppruni þess er vafasamur, ýmist ritað leiti eða leyti í fornu máli, líklega hafa tvö orð, leiti (um tíma, stund) og hleyti (hlutskipti) runnið í eitt, en ritvenjan með y látin sigra til að- greiningar frá leiti = hæð. Nú er engin þörf þeirrar stafagreiningar, og finnst mér ritvilla (eða því nær) að skrifa ekki samkvæmt vafa- reglu: að ýmsu leiti. (Meðal smá- vægilegra vafaorða, sbr. stafsetn- ingarorðabók, má minna á eik á hnykli, skrítinn, skrítla, kindugur og fjölda tökuorða, sem sjaldnast er vert að skrif a nema eftir íslensk- um framburði með i). Orðið skýr telst vera f-ætt við skyn og merki hvort tveggja í önd- verðu eitthvað bjart og þó nánar skylt rót sagnarinnar að skoða. Þá er hins einnig til gétið (Hellquist), að skýr sé samíæmismyndun við skír, en að vísu af u-rót. Hvað sem nánari upprunaskíringum líður, er skír af sömu rót og skína, en skin og skyn með afleiðsluorðum sínum hafa mjög laðast hvort að Öðru í merkingUm. Hinn mikli frændorða- hópur verður annaðhvort að halda y í sumum merkingum eftir regl- um, sem eru að dálitlu leiti ungar mannasetningar, eða brjóta verður upprunareglu um hópinn í heild og rita þar allt með í og i. Seinni kosturinn er hóti óvísirtdalegri en hinn og þó tækilegri nú orðið að mínum dómi. Enn þarf nokkru rúmi að eyða til að skíra, hví ég freista þeirrar óhæfu að fella y úr skinseminni og orðhópi þessum. Ef menn mótmæla undir því yfir- skini, að í góðu skini sé skírskotað í skíran uppruna merkinganna í fyrndinni, ættu þeir að lesa gotn- esku biflíuna sér t-il' styrktar. Þar eru elstu merkingardæmin, sögnin að skíra (gaskeirjan) þýðir að út- leggja ritningarorð, segja merking- una, og útlegging heitir „skeireins“, sem er náskylt skírn og skírsla á íslensku. Kristur segir þar kenning sína skírum orðum (skeiris wordis = greinilega). Um það verður ekki villst, að íslensku orðin skýr og skýra hafa náð undir sig gervöllum gotrtesku merkingunum í skír og skíra og „skíring“ (sbr. skéireins). Hér er varla laUst við merkinga- samruna og tvímyridir skapaðar við bergmál í milli orðstofna. Elsta dæmið skýr, hjá Haraldi harðráða, er um skírþvegna súð á skipi hans (nema það orð skýr sé dregið af skúr eins og að skýra hjá Agli Skallagrímssyni í vísu, um regn?). í Eddu er skír mjög algengt orð, en síður eftir 1200, þegar skýr tók að blómgast. Skír lifir aðallega á eftirlaunum í hefðbundnum orða- samböndum, t. d. skír málmur, að skíra barn. Lengi var alskírr haft um Krist í helgikvæðum, en breytt- ist í alskýr einnig í þeim kveðskap, með eða án merkingarbreytingar. Hin skíra guðsmóðir kallast lofskír, og var þá skammt hins að bíða, að hún fengi einnig einkunnina lof- skýr í helgikvæði. Enn algerar sigr- ar skýr í samkeppni í óbundna málinu smátt og smátt: Lengi var rödd kölluð skír og skírt ljós (Barlaams saga), og yfir- lýsing hét að gera skírt (Ari fróði: Ólafr enn digri gerði skírt, at hverr maðr skyldi gjalda ...) og skírskota til laga, sbr. skírskotun (yfirlýsing) Guðrúnar Ósvífursd. við Þorgils Hölluson. Síðar hét það að gera skýrt með tilvísun (skýrskotun rita sumir, gegn uppruna). Um skýrleik silfurs (= svikaleysi þess) mun ekki vera ritað nema í réttarbót frá Hákoni gamla um 1220 (á skinn- bréfi í Árnasafni, rituðu 1325), en ý er þar rökrétt framhald á merk- ingarþróun þeirrar aldar í orðinu skýr. Um birtuna yfir ásjónu Orkn- eyadýrlingsins Magnúsar jarls seg- ir, að hann var skýrligr at yfirlit- um, og fer manni um leið að detta í hug, að alskýr og lofskýr um Maríu og Krist sé um bjartleik þeirra haft. Svo tvinnaðar urðu merkingar með skír: skýr, skíra: skýra, að þær verða aldrei greindar allar sundur méð viti. Síðan framburður þeirra allur varð með í, er engin vísinda- leg skiftalína hugsanleg milli í og ý í fjölskyldunni og ekkert rökrétt- ara en það að rita hana með í og afleiðsluorðin öll. En fjarri er mér, að það muni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.