Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Page 14
122 "
r LESBÖK MOKGUNBLAÐSINS
eins og smjör og seldi það út um
öll Bandaríki. Nú er það svo að
jarðolía eyðir fjörefnum og veldur
því næringarefna skorti, sé hennar
neytt. Og þarna var þetta þeim
mun hættulegra, sem þetta var
talin fæða fyrir börn.
Matvælaeftirlitið stendur uppi
ráðþrota gagnvart þessu. Það getur
ekkert gert fyr en áhrif hinna eitr-
uðu matvæla fara að koma í ljós.
Þess vegna er nú róið að því öll-
um árum að fá sett lög, er banni að
nota önnur efni í mat en þau, sem
reynd eru að því að vera óskaðleg.
Að vísu er til sérstök nefnd, sem á
að hafa eftirlit með því hvaða efni
sé notuð í matvæli, en það tekur
langan tíma að fá úr því skorið
hvort hin ýmsu efni geti verið
óholl. Það getur jafnvel átt sér stað
að slæmar afleiðingar þess að hafa
neytt einhverra efna komi ekki
fram í mönnum fyr en eftir allt að
tíu ár. Matvælaeftirlitið hefur skrá
um 704 efni, sem það veit að hafa
vcrið notuð í matvæli að staðaldri.
Af þessum efnum eru 428 talin
óskaðlcg, en hin 276 eru ýmist eitr-
uð cða hafa ekki verið reynd svo
að hægt sé að skera úr því hvort
þau eru skaðleg eða óskaðleg.
Formaður eftirlitsnefndarinnar,
James J. Delancy, hefur í „Ame-
rican Magazine“ ritað grein um
þessar citruðu matartegundir, og
nefnir þar ýmis dæmi, sem fróðleg
cru til athugunar. Fer það hér á
cftir:
Brauð. — Vegna þess að hús-
inæður hafa alltaf lagt kapp á að fá
sern mýkst og hvítust brauð, hefur
um Jangt skeið verið blandað ýms-
um eínum í það til þess að upp-
fvlia Jæssar kröfur þeirra. í'yrir 25
árum var farið að blanda „agene“
(nitrogeu trichloride) í hveitið. —
Fyrir þrcmur árum fann enskur
vísindmnaður að hundar fengu
lpmunarveiki af því aó eta slíkt
hveiti. Ekkert hefur sannazt um að
það hafi slík áhrif á menn, en bak-
arar hættu þá sjálfviljugir að nota
það.
Eftir 1947 fara bakarar svo að
nota ýmis efni til þess að brauðin
haldist mjúk. Og tveimur árum
seinna keyptu 30.000 bakarar af
efnaverksmiðjum 10 milljónir
punda af alls konar efnum til þess
að láta í brauð. Þessi efni komu í
staðinn fyrir mjólk, smjör, egg og
matarolíu. Þótt engar sönnur hafi
verið færðar á að efni þessi sé
mönnum skaðleg, þá er hitt víst,
að brauðin eru svikin — þau hafa
ekki það næringargildi, sem þau
höfðu áður. Frægur vísindamaður
hefur bent á, að eftirsókn hús-
mæðra að sem hvítustum brauðum,
sé ekki annað en endurtekning á
sögunni. Fyrir 2000 árum vildu
auðmennirnir í Rómaborg ekki sjá
annað en hvítt brauð, en fátækling-
ar og þrælar urðu að láta sér lynda
svart brauð, en voru miklu hraust-
ari fyrir vikið.
Alifuglar. — Hænsaeigendur hafa
fyrir nokkru fundið upp á því að
dæla ofurlitlu af tilbúnum hormon
er nefnist „stilbestrol“ í kollinn á
hænuungum til þess áð þeir vaxi
skjótar og verði stærri og feitari.
En jafnframt kemur það í ljós að
þeir missa sitt rétta eðli. Það kom
nú í Ijós, að minkar, sem höfðu
verið aldir á kjöti af þessum hæns-
um, misstu líka eðli sitt og urðu
ófrjóvir. Bændur heimtuðu skaða-
bætur af ríkinu fyrir það að land-
búnaðarráðuneytið hefði ráðlagt
sér að ala minka á þessu kjöti. Og
nú liggur fyrir þinginu frumvarp
um að greiða þcim skaðabætur. í
Kanada hefur verið bannað með
lögum að fita skepnur með „stil-
bestol“, vegna þess áð neyzla kjöts-
ins kunni að gera fólk ófrjótt. Það
eru engar sannanir fyrir að afleið-
íngin geti orðið sú, menn vita ekk-
ert um það, en „stilbestol“ er mikið
notað í Bandaríkjunum til þess að
hraða vexti fugla, kinda, svína og
nauta, og þar liggja engin lög við
því.
Gosdrykkir. — Farið er að nota
brennisteinssýru í gosdrykki, en
það þykir sérfræðingum mjög var-
hugavert. Og það hefur komið í
ljós, að glerungurinn hefur dottið
af tönnum þeirra, er þessara
drykkja hafa neytt og tennurnar
orðið meirar. Tilraun var einnig
gerð á rottum. Þær fengu heilsu-
samlegan mat í sex mánuði en ekk-
ert annað að drekka en þessa gos-
drykki. Eftir þann tíma var svo
komið að tennurnar voru dottnar
úr þeim.
Kjöt. — Sum af eiturefnum ber-
ast í matinn eftir krókaleiðum. Svo
er um ýmis efni, sem notuð eru til
þess að eyða skordýrum og illgresi.
Kunnast þeirra er DDT. Því hefur
á undanförnum árum verið dreift
yfir stór landflæmi og þótt heilla-
ráð gegn skordýraplágu. Því hefur
verið haldið fram, að það væri
óskaðlegt fyrir menn þótt efni þetta
bærist ofan í þá. En nú hefur kom-
ið upp úr kafinu, að DDT sezt að
í fitu og getur með tímanum haft
mjög skaðvænleg áhrif á lifrina.
Það þykir og einkennilegt, að menn
sem veiktust síðastliðinn vetur af
hinum dularfulla X-vírus, höfðu
hin sömu sjúkdómseinkenni og
þeir, sem veikzt hafa af DDT eitri.
Þar sem DDT er stráð yfir akra
og engi berst það með grasi og heyi
í skepnur. Þess vegna lét Texas
Research Foundation rannsaka hve
mikið af því mundi leynast í kjöti,
sem flutt var á markað. Voru tekin
sýnishorn af kjöti upp og oían og
af handahófi og kom þá í ljós að í
því var 69/1.000.000 af DDT, cn mat
vælaeftirlitið heí'ur talið að þetta
eiturefni sé skaðlegt mönnum ef
meira er af því í fæðu en 5 á móti
milljón, og geti þó svo lítill skammt
ur haft slæm áhrif á lifrina í sum-
um tilfellum.