Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1952, Side 15
LESBÓK MOKGUNBLADSINS 123 umin^ju íeit Ég lagði eins og fleiri upp í leit að hamingjunni, er lífs sól fegurst skein. En hafði ekki lag á að hlúa að gæfu minni og hérna sit ég ein. Nú er ég hætt að gráta yfir æskudraumum mínum, en undrazt hef ég þrátt, hvað lííið getur úthlutað óskasteinum sínum á undarlegan hátt. ODDFRÍÐUR SÆMUNDSDÓTTIR. Ávextir og græmneti. — „Chlor- dane“ nefnist efni, sem fyrst var farið að framleiða árið 1947. Síðan hefur það verið notað mjög mikið til þess að verja ávexti og græn- meti fyrir skordýrum. Því er dreift yfir ávaxtatrén og garðana og fyrstu níu mánuðina voru seld milljón pund af þessu efni til þeirra nota. Nú hefur komið upp úr kafjnu að það er fimm sinnum sterkara eitur heldur en DDT, og banvænt hve lítið sem af því kann að loða við ávexti eða grænmeti. Mikið er líka notað af arsenic til þess að dreifa yfip ávaxtatré og garða. Nú hefur dr. Charies S. Cameron, form^ður ameríska krabþameinsfélagsins skorið upp úr með það, að það arsenic, sem menn láta ofan í sig með grænmeti og ávöxtum, geti auðveldlega vald- ið krabbameini. Hefur krabba- meinsfélagið því tekið sér fyrir hendur að rannsaka þetta. Þriðja skordýraeitrið nefnist „selenium“. Það hefur nú komið í ljós að þótt aðeins örlítið af efni þcssu berist ofan í skepnur (3 á móti 1.000.000) þá cr það nóg til þess-að valda lifrarbólgu, sem getur orðið að krabbameini í lifrinni. Margs konar önnur skordýraeit- ur hafa verið notuð og önnur er ráðgert að nota. Engar rannsóknir hafa farið fram á því hve skaðleg þau kunna að vera, en eftir því sem bezt qr vitað hafa þau ekki enn orðið neinum manni að bana. En það er engin sönnun þess að þau geti ekki reynzt hættuleg með tíð og tírna. Höfundurinn getur þegs.að ýmis matvælafirmu sé svo vönd að virð- ingu sinni að þau láti engin efni í matvælategundirnar fvr cn það hefur verið þrautreynt að þau sé óskaðleg. Nefnir liann þar til Swift, General Foods og Qugker Oats. — Þessi firmu hafi sjálí hinar vönd- uðustu ranpsoknarstofur og þau láti ekkert frá sér fara án þess að hafa gengið ýtarlega úr skugga um að það sé heilsusamlegt. Þá nefnir hann einnig fyrirtæki eins og A. & P., sem hafi þúsundir manna stöðugt við efnarannsóknir og eftir- ht með öllum þeim fæðutegundum er það selur. ★ Þessar upplýsingar geta verið umhugsunarefni fyrir okkur. Hér er farið að flytja inn alls konar matvæli frá útlöndum, grænmeti og ávexti; og alt eftirlitslaust Hér á landi er einnig farið að nota alls konar skordýraeitur, máske ekki í stórum stíl, en þó ískyggilega Jnik- ið. Hér er notað geysimikið af er- lendum fóðurbæti handa kúm og má vera að ^ngin óholl efni sé sam- an við hann, en það veit enginn. Ekki mun mikið gert að því að nota alls konar efni í matvæli, sem fram leidd eru hér á landi. En hver veit þó um það? Hvaða eftirlit er haft með því? Vér erum hættir að flytja inn. bygggrjón og byggmjöl, en í þess stað kaupum vér cingöngu „blíkjað“ hveiti, sem blandað er óhollum efnum, til þess að gera það hvítt. Þott her sé aðeins sagt frá því hvernig efnum er blandað í mat- vaeli í Bandaríkjunum, þá er það engin sönnun þess að vér þurfum ekki að vera vel á verði gagnvart matvælum, sem flutt eru hingað frá öðrum löndum. Matvælaeftir- litið í Bandaríkjunum fylgist vel með öllu og þess vegna vitnast hvernig matvælaframleiðendur þar fara að ráði sínu. í öðrum löndum er slíkt eftirlit ekki til, og þar geta menn blandað í matinn hverjum þeim efnum sem þeim sýnist, án þess að nokkyð vitnist um þaö. ^ * % & Ilcilræði fyrir bílstjúra hAD cr gremjulcgt þegar nýmálaðir bílar rispast. Mcnn kynoka sér við því að. méla.þá að nýju, en e£ trassað er að gera við, þá.er sú hættan að ryð setjist í rispurnar og komist undir málninguna. Til að varna þessu er til einfalt og ódýrt ráð. Það er að bcra skósvertu í rispuna og nudda yfir mcð mjúkum dúk. þangað til kominn er gljái á. Þet-ta getur. haldizt þangað til timi er til kominn að mála biiinn að nýju., ^ ^ ^ U M B OÐ 5 M AD U R líftryggingarfélags fór að, finna nýgiftan mann. — Ég býst við, því að þér viljið nú liækka líftrygginguna yðar úr þyí að þér hafið fengið yður konu, sagði hann. — Nei, nei, sagði hinn. Þess þarf ekki. Svo hasttuleg er hun ekki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.