Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Síða 2
126
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
mylnuvængirnir sveifluðust í hring
fyrir norðanveðrinu; þá var gaman
að lifa, en nú malar enginn Jó-
hannes.“
Þegar saga Reykjavíkur er sögð,
má því ekki ganga fram hjá vind-
mylnunum, sem settu sinn svip á
bæinn á meðan þær voru.
I =//=
j SAMI maður lét reisa báðar vind-
| mylnurnar, P. C. Knudtzon kaup-
( maður (f. 1789, d. 1864).
Það var um 1790 að G. A. Kyhn
stórkaupmaður lét reisa verzlunar-
hús á sjávarbakkanum þar sem nú
| stendur Edinborgarverzlun. Árið
{ 1815 keypti Knudtzon þessa verzl-
{ un og gerði hana að langstærstu
| verzlun hér í bæ og líklega að
stærstu verzlun landsins. Hann
brauzt í mörgu, byggði hús, keypti
( hús og seldi hús og er of lang saga
' að rekja það. En Reykjavik ber
þess enn merki að Knudtzon var
i með annan fótinn hér.
)r Nú er þess að geta að árið 1301
voru sendir hingað tveir norskir
landmælingamenn, Ohlsen og Aan-
um. Gerðu þeir merkilegan upp-
drátt af Reykjavík, þar sem sýnd
eru öll þau hús, er þá voru til í
bænum og er því ein hin bezta
heimild um Reykjavík fyrir 150
árum. Tveimur árum seinna voru
sendir hingað tveir danskir land-
mælingamenn til þess að taka við
af þeim. Hétu þeir Wettlesen og
Frisak. Þeir réðust í að reisa hér
stjörnumælingastöð (observatori-
um), til þess að mæia út hnatt-
stöðu Reykjavíkur, svo að bæjar-
menn þyrftu ekki að vera í vafa
um hvar þeir væri staddir á hnett-
inum, eins og sagt var. Völdu þeir
stað fyrir hana á háhólnum fyrir
j vestán og ofan Ilólakotsbæinn og
j létu tukthúslimi aðallega vinna að
I smíði hennar kauplaust. Var þetta
[ ómerkilegur kumbaldi og keypti
[ Einar stúdent og borgari Jónsson
(föðurbróðir og tengdafaðir Jóns
Sigurðssonar forseta) hann til nið-
urrifs árið 1817 og segir ekki meira
af þeirri „stjörnuskoðunarstöð“.*
En svo er það árið 1830 að Knudt-
zon reisir vindmylnuna einnútt þar
sem þetta hús hafði staðið. Þá flutt-
ist hingað eingöngu ómalaður rúg-
ur og höfðu menn malað korn sitt
sjálfir. Nú var þeim boðið að koma
með korn sitt tii myhrunnar og iáta
mala það þar. Mölunargjaldið hefur
þá líklega verið „fírimark“ á tunnu.
En þrátt fyrir það að þetta var ekki
hátt gjald, munu menn fremur hafa
kosið að mala heima. Þar voru
kvarnirnar til og hefur verið talið
sjálfsagt að nota þær, enda þótt
erfitt verk væri að mala í þeim. Á
hitt ber líka að líta, að þá höfðu
menn nógan tíma, en lítið af pen-
ingum. Helzt það alveg fram um
1880 að rúgur væri malaður í kvörn
um heima. Þá fór að flytjast rúg-
mjöl í verzlanir og var það ekki
dýrara en rúgurinn, og þá munu
handkvarnirnar hafa farið að
hverfa úr sögunni.
Um þær mundir er mylnan var
reist, voru öll brauð, flatbrauð og
pottbrauð, bökuð heima, því að hér
var ekkert bökunarhús. Mylnan
hafði lítið að gera og því mun
Knudtzon hafa hugkvæmzt að slá
tvær ílugur í einu höggi með því
að reisa bökunarhús. Brauðin gat
hann selt með hagnaði og mylnuna
gat hann látið mala fyrir bökunar-
húsið.
ÁRIÐ 1776 hafði risið landaþrætu-
mál milli Reykjavíkur og Arnar-
hóls. Báðar þessar jarðir höfðu ver-
ið konungseign, en 1752 var Reykja
vík fengin verksmiðjunum og um
* Tvær slikar stöðvar voru seinna reist-
ar skammt frá Skólavörðunni; annað
húsið reistú Frakkar, en Danir hitt
og stóð það þar unj aldamot.
1760 hafði Arnarhóll verið lagður
til tukthússins. Tún Arnarhóls og
Stöðlakats, sem var hjáleigaReykja
víkur, lágu saman. Var einn sam-
felldur túngarður hlaðinn úr grjóti
utan frá sjó um það bil er Klöpp
stóð seinna, fyrir ofan tún Arnar-
hóls, Stöðlakots og Skálholtskots og
náði að tjörninni þar sem nú er
Fríkirkjuvegur 11. Um það bil þar
sem Traðarkot er nú, á horni
Hverfisgötu og Traðarkotssunds,
var hlið á garðinum og þaðan lágu
traðir með háum grasi grónum
görðum til beggja hliða, niður yfir
Arnarhólstún að lækjarósnum.
Þetta var alfaravegurinn á þeim
dögum, og eftir honum urðu allir
að fara er komu landveg til Reykja-
víkur. Sér enn móta ofurlítið fyrir
þessum tröðum á Arnarhóli rétt
fyrir sunnan líkneskju Ingólfs Arn-
arsonar.
FTá tröðunum lá túngarðurinn
skáhallt þangað sem verzlunin Vís-
ir er nú, en svo kom þvergarður
þaðan beint niður að læk. Var hann
ekki á landamerkjum Arnarhóls,
því að þau áttu að vera nokkurn
veginn bein lína frá beitarhúsum
Arnarhóls, sem stóðu þar sem nú
er líkneskja Leifs heppna, í svo-
kallaða Stöðulvörðu, sem var rétt
á bak við þar sem er nú Ingólfs-
stræti 9, og þaðan í stóran stein við
lækinn „15 föðmum fyrir sunnan
þvergarðinn“.
Eilífskrókur hét um það bil þar
sem nú eru gatnamót Ingólfsstrætis
og Bankastrætis og þar iyrir neðan
kom túngarður Stöðlakots saman
við túngarð Arnarhóls. Má ætla að
ábúanda Stöðlakots haíi þótt auð-
Veldara að girða þannig, heldur en
hlaða garð á landamerkjum niður
að læk, því að sá garður hefði orðið
miklu lengri. Varð þai’na því dálítil
skák sem ráðsmaður tukthússins
taldi að Arnarhóil ætti innan garðs
í Stöðlakoti. Þræturuv lauk þannig