Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Síða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 127 * Hólavallarmylna. með dómi, að sitt árið skyldi hvor hafa þrætulandið. Á þessari skák hafði fyrsta tómt- húsbýhð fyrir ofan læk verið reist 1765, rétt hjá þinghúsi hreppsins, sem stóð syðst í þrætalandinu. Það var nefnt Þingholt og af því dró svo holtið nafn, en var áður einu nafni kallað Arnarhólsholt. Að vísu lagðist býli þetta niður 1771, en þremur árum seinna var annað býli reist þar litlu ofar, um það bil sem nú er Þingholtsstræti 6, og hét það líka Þingholt. — Þarna komu brátt fleiri býli og hafa líklega ver- ið 3—4 um aldamótin 1800, því að tulið er að 50 manns eigi heima í „Þingholtum" 1805. Er þá farið að hafa nafnið í fleirtölu, og svo færð- ist það yfir á holtið svo að enn í dag eru kölluð Þingholt þarna fyrir ofan. Þegar byggð var nú komin þarna í þrætulandinu liei'ur verið gerð göngubrú á lækinn rétt hjá þver- garðinum og þaðan komið stígur heim að býlunum. Það er fyrsti vísirinn að Bunkastræti. =//= NÚ var þaö arió 1834 að Knudtzon kaupmaður fékk sér útmælda lóð að neðanverðu í þrætulandinu og er í útmæhngu þeirrar lóðar kallað að hún sé í Ingólfsbrekku. Hefur það líklega verið fornt nafn og lét Rosenörn stiftamtmaður „lögfesta“ það árið 1848, þótt ekki kæmi að gagni, því að nafnið hefur lagzt niður og er það leiðinlegt. Mætti enn vekja það til lífs með því að kalla húsin frá Bankastræti suður að Bókhlöðustíg „í Ingólfsbrekku“. Væri það auk þess miklu eðlilegra heldur en telja þau til Lækjargötu, enda þótt hún sé nú orðin breið og hafi nálgazt þau meir en áður. Þessi húsaröð er alveg út af fyrir sig og með tímanum koma þarna sjálfsagt stórhýsi, og standa svo hátt að einnig þess vegna ætti þau ekki að teljast til Lækjargöru. — Ingólfsbrekka er fallegt nafn handa fallegum húsum. Þá er að víkja aftur að Knudtzon. Þarna í þrætulandinu lét hann nú byggja bökunarhús í beinni línu suður af stiftamtmannshúsinu sem hafði íengið hið veglega nafn „kon- ungsgarður“ í staðinn fyrir tukt- hús-nafnið gamla. Fyrir bakara fékk hann mann er Bernhöft hét og var ættaður frá Holstein. Þá fékk stígurinn upp frá læknum nafnið Bakarastígur. Knudtzon rak bökunarhúsið í 11 ár og malaði sjálfur kornið í vindmylnunni á Hólavelli. En 1845 keypti Bernhöft bökunarhúsið. Hygg ég að hann hafi þá keypt vindmylnuna um leið, því að kaupverðið var 8000 rdl., og það er vitað að hann átti Hólavallarmylnu um skeið. Að vísu eru til heimildir um það, að Teitur Finnbogason hafi sótt um 100 rdl. * Hollenska mylnan í Bankastræti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.