Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 133 í þessari höfn, en mikið af öðrum vörum, svo sem innfluttum land- búnaðarverkfærum frá Bandaríkj- unum, plógum, dráttarvélum o. fl., sem standa þarna á hafnargarðin- um í löngum röðum og fylla auk þess stórar vöruskemmur og manni dettur í hug hafnargarðurinn í Piræus í Grikklandi í vor s. 1., þar sem Marshallvörurnar bárust svo ört að, að erfitt var um alla um- ferð við höfnina í lengri tíma. Bærinn Capello, sem hefur um 20.000 íbúa, er ekki ósvipaður með- al stórum spænskum bæ. Þröngí r götur og háar gangstéttir, sem eru svo mjóar, að tveir menn geta tæp- lega gengið samhliða, en betra er að stíga ekki mikið út af gang- stéttinni, ofan í opið göturæsið, eða þá út á akbrautina, því þar er fjör- ugt dýralíf. Meðal annars stórar, brúnleitar, viðbjóðslegar bjöllur, sem fara í hópum og eru afar við- bragðsfljótar, svo að varla festir auga á ef þær taka sprettinn. En að þessu kem ég síðar, því nóg er af því á Kúbu. Maður má þó ekki vera mjög gagnrýninn, því þetta er gamall bær og aðal framfarirnar sjást ekki fyrr en komið er í útjaðrana, þar sem nýtízku byggingar hafa risið upp og fólk í hvítum viðhafnar- klæðum fyllir stílhrein gistihús og skrautlegar veitingastofur, því hingað koma margir skemmtiferða- menn í sumarfríi frá Bandaríkjun- um. Eitt af því, sem Norðurlandabú- inn tekur sérstaklega eftir, þegar hann kemur til Suðurlanda, er hin mikla skriffinnska og embættis- mannafargan. Kúba er þar ekki undanskilin, en þó tekur út yfir allan þjófabálk þegar komið er til Venezuela. Við komum til Cabello þurftum við að útbúa ekki færri en 130 plögg í hendur hinna ýmsu embættismanna, til þess að full- nægja öllum fyrirmælum, en um þetta höfðum við fengið nokkra vitneskju áður, þó af tilviljun væri, svo að það kom okkur ekki algjör- lega á óvart. Síðan eru tveir varð- menn settir um borð með alvæpni, auk þess er hafnarsvæðinu tryggi- lega lokað og aðrir vopnaðir varð- menn við hliðið. í Venzuela eru þeir 6 daga að losa skipið, en það er miklu leng- ur heldur en Kúbamenn myndu hafa verið að því. Þar eru þeir rúm an sólarhring að afferma fullt skip af stykkjavöru (general cargo), en hér er líka aðeins unnið á dag- inn, engin eftir- og næturvinna. Þegar vinnu er hætt að kveldinu, er kyrrt og rólegt við bryggjuna, nema þegar einhver hundanna rek- ur upp gól, því þangað hefur safn- ast hópur hunda, sem ráfa um snuðrandi og mæna soltnum aug- um upp á skipið, óhirtir og grind- horaðir, en á því furðar sig enginn, sem þekkir viðhorf Suðurlandabúa til dýranna. En til þess að gefa þeim, sem ekki hafa kynnzt því, dálitla hugmynd um hvernig það er, ætla ég að minnast hér á smá atvik, sem skeði suður á Spáni fyr- ir mörgum árum, en mér mun þó seint líða úr minni. Ég var staddur í smábæ á suð- austur ströndinni. Það yar sól og sumar og gatan var full af glað- væru fólki. Fótalaus betlari sat á gangstéttinni og hallaði sér hálf- sofandi upp að húsveggnum með hattgarminn fyrir framan sig, en á götuhorninu sátu þrír menn og skemmtu með gítarspili og söng. Götusalarnir hrópuðu verð og gæði vöru sinnar, þar á meðal hænsna- salinn, sem bar stöng yfir öxlina, en á henni hengu lifandi hæns, bundin saman á löppunum, ein;; og fiskspyrður. Niður götuna kom skröltandi uxakerra en í kringum hana hljóp hundur, geltandi og snuðrandi, eins og þeim dýrum er eiginlegt. Nú vildi svo til að hund kvikindið varð undir einu hjóli kerrunnar, með þeim afleiðingum að hryggurinn brotnaði. Hann reir, upp á framfæturna og krafsaði sig áfram eftir götunni, dragandi aft- urhlutann, sem var máttlaus, ýlfr- andi og veinandi. Á augabragði var kominn stór hópur í kringum sær' dýrið, hlæjandi og masandi, því þetta var fjarska spaugileg sjón og hin bezta skemmtun. Jafnvel fóta- lausi betlarinn skreið fram á göt- una til þess að verða þessarar skemmtunar aðnjótandi, eins og aðrir, ungir og gamlir. Lögreglu- þjónninn á horninu kom einnig á vettvang og tók þátt í gleðskapn- um, en þegar allir voru búnir að fá nóg, tók hann í aðra afturlöpp hundsins og bar hann þannig fram

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.