Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Page 11
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS % 135 Hvað gerðist í febrúar? MINNING ÞJÓÐHÖFÐINGJA Útför forseta fslands, herra Sveins Björnssonar, fór fram 2. febr. með mikilli viðhöfn. Húskveðja var fyrst að Bessastöðum og: talaði þar Bjarni Jónsson vígslubiskup. Síðan var kveðjuathöfn í Alþingishúsinu og töl- uðu þeir þar forsætisráðherrann og for- seti sameinaðs Alþingis. Þá var haldið í dómkirkjuna og var þar mikill söng- ur og biskupinn yfir íslandi las ritn- ingarkafla. Síðasti þátturinn fór fram í kapellunni í Fossvogi, þar sem Bjarni Jónsson vígslubiksup kastaði rekum á kistuna áður en hún var á bál borin. Líkfylgdin var afar fjöimenn og gekk á undan henni fjölmeijnt fánalið og lögreglusveit. Fleira stórmenni var við þessa jarðarför en nokkra aðra, full- truar erlendra þjóðhöfðingja, sendi- herrar, ræðismenn, ráðherrar, alþing- ismenn og embættismenn, svo og full- trúar hinna ýmsu stétta þjóðfélagsins. Minningarguðsþjónusta um Georg VI. Bretakonung, er lézt hinn 6. febrú- ar, fór fram í dómkirkjunni í Reykja- vík á útfarardegi hans 15. febrúar. Voru þar viðstaddir ráðherrar, sendiherrar erlendra ríkja og sendifulltrúar og helztu embættismenn íslenzkir. MANNALÁX Á bæarstjórnaríundi hinn 7. febr. var Guðmundur Ásbjörnsson kosinn forseti Guðmundur Ásbjörnsson. bæarstjórnar í 27. sinn. En viku seinna andaðist hann af heilablóðfalli, 72 ára að aldri. Hann hafði setið í bæarstjórn óslitið síðan 1918 og hafði haft heilla- drjúg áhrif á öll bæarmál um 34 ára skeið og kunnugri þeim en flestir aðr- ir. Bæarstjórn hélt sérstakan fund til þess að minnast hans hinn 21. febr. Daginn eftir var svo útför hans gerð með mikilli viðhöfn. Sigurjón Helgason bóndi að Geld- ingaholti í Skagafirði, d. 16. febr. 75 ára. Alexander Valentínusson smiður frá Ólafsvík, d. 19. febr. áttræður. Ingunn Stefánsdóttir, ekkja Einars Jónssonar alþingismanns að Geldinga- læk, d. 20. febr. María Salome Kjartansdóttir, kona Páls Sigurðssonar tryggingalæknis, d. 20. fébr. 'í . • . Þórður Ólafsson útgerðarmaðub í Reykjavík, d. 22. febr. sextugur. VEÐRÁTTA í byrjun mánaðarins teptust allir vegir hér sunnanlands vegna snjóa og gekk erfiðlega að opna þá aftur. Mjólk- urflutningar til Reykjavíkur trufluðust mjög og varð að taka upp skömmtun á mjólk. Hér í bænum var færð afar ill fyrstu daga mánaðarins og lentu 50 bílar í árekstrum fyrstu vikuna. Ilundruð manna stóðu í snjómokstri og þurfti að ryðja snjódyngjum af þök- um margra húsa, vegna þess að mann- hætta var af snjóhruni. Hinn 4. febr. féll snjóskriða af þaki Landsbankans niður á útbyggingu, fór þar í gegn um glugga og kom með miklu kasti yfir reiknivél, sem stúlka vann við, en stúlkuna sakaði þó ekki. Margar fleiri snjóskriður féllu af þökum, en ollu þó ekki tjóni. Þessa daga tafðist sorp- hreinsun mjög í bænum, vegna þess að ekki var hægt að komast að sorp- ílátunum. Aðfaranótt 1. febr. gekk hríð og stórviðri yfir norðurland og olli miklu tjóni í Siglufirði. Reif veðrið þök af húsum, þar á meðal hluta af þaki tunnuverksmiðjunnar. Rafleiðslur og símalínuf slitnuðu svo að rafmagns- laust varð í bænum og símasamband rofna,fei. Þessa sömu nótt braut ofviðr- ið 70 símastaura á 4 km leið í Axar- firði. 3. febr. ætluðu nokkrir starfsmenn Sogsvirkjunar austur yfir Hellisheiði í snjóbíl. Var þá versta veður og bilaði bíllinn á heiðinni svo að senda varð leiðangur frá Reykjavík fólkinu til hjálpar. Viku af mánuðinum mátti svo heita að vegir væri orðnir slarkfærir hér syðra. 6.—7. febr. gekk stórviðri yfir aust- urland og norðurland. Urðu þá tals- verðar skemmdir í Austfjörðum, reif veðrið þök af húsum, sleit rafmagns- línur og gerði ýmsan annan óskunda. I Skagafirði var svo mikil fannkoma að hesta fenti. Asahláku og stórrigningu gerði hinn 17. víða um land og hélzt það veður í 3 daga. Snjór var víðast mikill fyrir og urðu því miklir vatnavextir víða, svo sem í Þykkvabæ, Borgarfirði, Kiósinni, Króksfirði, Svínadal í Húnavatnssýslu, Eyafirði og víðar. Varð af nokkurt tjón. Svo mjög tók upp snjó í þessum leysjngum að hinn 21. komust lang- ferðabílár frá Reykjavík til Akureyrar í fyrsta skiftí á bessu ári og höfðu ekki verið nema tvo daga á leiðinni. Hellisheiðarvegur hafði verið ófær vegna snjóa síðan 22. des., en hinn 26. var byrjað að ryðia snjónum af hon- um. Voru skaflarnir þá enn tveggja metra djúpir sums staðar. Skíðaskálinn í Hveradölum hafði þá verið lokaður frá áramótum vegna snjóþyngsla, því að allan þann tíma var bílum ófært þangað. Hellisheiðarvegurinn var opn- aður 28. febr. AFLABRÖGÐ Fyrra hluta mánaðarins voru slæm- ar gæftir og afli tregur. Markaður var þá lélegur í Englandi, en hækkaði heldur þegar á leið mánuðinn. Fyrstu vikuna í febr. seldu 14 togarar þar fyrir 4.7 millj. króna, en seinustu vik- una seldu 10 togarar fyrir 3,9 milij. kr. AUs voru farnar 34 söluferðir til Englands í mánuðinum og nam salan samtals 15.6 millj. króna. — Seinna hluta mánaðarins glæddist afli á dúpmiðum og bátar, sem þang- að gátu sótt, fengu góðan afla. Birt var skýrsla um fiskaflann árið sem leið og var hann alls 370.655 smá- lestir, þar af síld 84.617 smál. (1950: heildarafli 323.027 smál., þar af sild

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.