Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Síða 12
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
{ 136
60.441 smál. — 1949: heildarafli 337.322
smál. þar af síld 71.407 smál.) Af
þorskafla síðasta árs höfðu togarar
fengið 185 þús. smál., en bátar 100
þús. smál. Allur fyrra árs afli hafði
verið seldur í þessum mánuði, og voru
söluhorfur góðar á þessa árs fram-
leiðálu.
Vcrkfait á togurum hófst 22. febr.
eftir árangtrrslausar samningaumleit-
anir. Náði það til togara í Reykjavík,
Hafnarfirði, Keflavík, Patreksfirði, ísa-
firði, Siglufirði og Akureyri. í Nes-
kaupstað og Eskifirði höfðu sjómenn
ekki sagt upp samningum. 1 Vest-
mannaeyjum höfðu þeir sagt upp samn-
ingum, en ekki viljað verkfall. — Sátta-
umleitan hófst 27. febr. en ekki hafði
gengið saman um mánaðamót. En þá
höfðu tveir togarar stöðvast.
BRUNAR
í öndverðum mánuðinum kom upp
eldur í nýu íbúðarhúsi í Botni í Mjóa-
firði vestra. Brann efri hæð og loft al-
veg, en neðri hæðinni bjargaði stein-
steypt loft. _
Óviti kveikti í gluggatjöldum í Höfða
> borg 103 í Reykjavík, meðan móðirin
brá sér frá. Þegar hún kom aftur var
eldur orðinn allmagnaður en henni
tókst með aðstoð aðkomufólks að
slökkva og þótti það rösklega af sér
vikið.
Aðfaranótt 13. kom eldur upp i hrað-
frystihúsi í Þorkötlustaðahverfi í
Grindavík og urðu á því nokkrar
skemdir. Menn gátu haldið eldinum
í skefjum með snjó þangað til náðist
í vatn.
fc Aðfaranótt 19. kom eldur upp í íbúð-
* arskála í Laugarneshverfi og brann
í hann allur að innan og varð engu
\ bjargað. Tvær konur og tvö börn, sem
? í skálanum voru, björguðust nauðu-
í SLYSFARIR
Skipverji á Brúarfossi lenti í um-
1 ferðarslysi í Rotterdam í Hollandi og
missti annan fótinn.
^ 6. varð það slys í viðgerðarstöð Oliu-
I félagsins á flugvellinum í Reykjavík,
^ að maður brendist til bana og annar
^ hlaut mikil brunasár.
? Sama dag fórst vélskipið Eyfirðing-
r ur frá Akureyri hjá Æðey í Orkneyum
og fórust allir mennirnir, sjö að
tölu. ,
™ ru/g^.od r íjí
£fc Þennan dag fell drengur á 2. ári út
um glugga á annari hæð á húsi í
Reykjavík, en kom niður í snjóskafl
og sakaði ekki.
í stórhríðinni hinn 7. varð Stefán
bóndi Benediktsson á Þorvaldsstöðum
í Vopnafirði úti í túninu heima hjá
sér.
13. fannst lík í höfninnni í Hafnar-
firði og reyndist vera af manni, sem
hvarf þar 12. nóv. og hafði verið skip-
verji á s.s. Fagrakletti.
Aðfaranótt 21. varð verkamaður hjá
Sogsstöðinni undir grjótskriðu og var
skriðan 8 metra þykk ofan á honum.
Eftir mikið erfiði náðist hann og var
þá lítt skemmdur og þótti það ganga
kraftaverki næst.
Það slys varð 20. á togaranum Agli
rauða, er þá var að veiðum, að maður
lenti með höfuðið milli vírkeflis og
járnslár og beið bana.
27. beið maður bana í grjótnámi
Reykjavíkur hjá Elliðaárvogi.
25. féll fullorðin kona í Reykjavík
niður stiga og beið bana.
29. brendist starfsmaður hjá Mjólk-
ursamlaginu á Sauðárkróki allmikið á
gufu.
S. d. Maður, sem var að smíða í
nýu húsi í Reykjavík féll niður stiga
og beið bana.
ÍÞRÓTTIR
1. febr. tóku 4 íslendingar þátt í
Holmenkollenmótinu í Osló. Kepp-
endur voru 50 og urðu íslendingarnir
14., 21., 28. og 34. í röðinni.
Skjaldarglíma Ármanns var þreytt
10. febr. Sigurvegari varð Rúnar Guð-
mundsson.
Skautamót íslands fór fram í Reykja
vík og lauk 12. Kristján Árnason varð
íslandsmeistari.
Stórhríðarmótið (hið árlega skíða-
mót á Akureyri) fór fram í annari viku
febr. Þar vann K. A. Morgunblaðsbik-
arinn í 5. sinn og nú til eignar.
Vetrarkeppni Olympíuleikanna lauk
í Ósló 25. Nokkrir íslenzkir skíðamenn
höfðu keppt, en sóttu engan sigur
þgngað.
HEILBRIGBISMÁL
Stúdentafélag Akureyrar hóf bar-
áttu fyrir því að fullgera fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri. Á fundi 7.
febr. gaf það 5000 kr. í þessu skyni
og fóru þá margir að dæmi þess og
næstu daga streymdu að gjafir, er
námu um 50.000 króna. Seinna í man-
uðinum undirbjó félagið allsherjar
fjársofnun.
10. afhenti Kvenfélag Keflavíkur
sjúkrahúsinu þar v.önduð röntgentæki
og 44.000 kr. í peningum. Þetta sjúkra-
hús er eigi tekið til starfa enn.
13. var bannað að flytja inn erlent
verkafólk á þessu ári vegna ótta við
að með því mundi geta borizt gin- og
klaufaveiki til landsins. Búnaðarfélagi
var falið að ógilda gerðar vistráðning-
ar.
14. afhenti Krabbameinsfélagið
Röntgendeild Landspítalans að gjöf
fullkomin gcislalækningatæki, er kost-
að höfðu 250.000 króna.
FLUGMÁL
I byrjun febrúar var flugleiðum inn-
an lands skift milli flugfélaganna
tveggja, er haldið hafa uppi samgöng-
um í lofti. Loftleiðir töldu sig bera
skarðan hlut frá borði og tilkynnti að
það gæti ekki haldið uppi áætlunar-
ferðum. Ráðuneytið fól þá Flugfélagi
íslands að halda uppi áætlunarferðum
á þeim flugleiðum, er Loftleiðum voru
ætlaðar. Seinna í mánuðinum seldu
Loftleiðir flugvélina Helgafell til
Spánar. Hafði hún áður aðallega verið
í forum milli Reykjavíkur og Vest-
mannaeya.
, ► ... *
TRYGGINGAR
Brunabótafélag íslands bauð Akur-
eyrarbæ að lækka vátryggingariðgjöld
húsa þar um allt að 20% ef bærinn
kæmi á hjá sér fullkomnum bruna-
vörnum. Auk þess bauðst félagið til
að lána bænum Vt milljón króna í
þessu skyni.
Rafha í Hafnarfirði stofnaði vá-
tryggingu fyrir öll rafmagnsáhöld frá
sér. Seinna stofnuðu svo rafvirkja-
meistarar i Reykjavík aðra vátrygg-
ingu fyrir alls konar rafmagnsáhöld.
ÚTHLUTUN STYRKJA
Úthlutað var fjárstyrk listamanna
kr. 609.200, sem skiftist í 101 stað.
Alls höfðu borizt 180 umsóknir um
styrk.
Menntamálaráð úthlutaði 720.000 kr.
í námsstyrki. Voru það framhalds-
styrkir til 88 námsmanna og nýir styrk-
ir til 56 námsmanna. Auk þess gerði
Menntamálaráð tillögur um að veita
45 námsmönnum námslán, samtals
192.500 kr.