Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1952, Page 13
S? LESEÓK MORGUNBLAÐSINS r 137 44 íslendingar hlutu styrk úr Sátt- málsjóði, samt. 26.900 d. kr. TOGARAR SELDIR Tveir gamlir togarar, Haukanes og Baldur, voru seldir til Belgíu, sem brotajárn. Þýzkur dráttarbátur Harle var sendur hingað til að sækja togar- ana. Djúpt af Vestmannaeyum bilaði stýri hans, en varðskipið Ægir kom honum til hjálpar og dró hann til hafn- ar þar sem hann fékk viðgerð. Lagði hann svo á stað með togarana í éftir- dragi hinn 28. og voru þeir báðir hlaðn- ir brotajárni. Hallgrímur Benediktsson stórkaup- maður var kosinn forseti bæarstjórn- ar Reykjavíkur í stað Guðmundar heit. Ásbjörnssonar. Fjársöfnun Rauða krossins handa fólki á flóðasvæðinu í Pódalnum á Ítalíu var nú lokið. Höfðu safnast 260.000 kr. í peningum og mikið af fatnaði. ' Almennings þvottahús tók til starfa í Reykjavík. Eru þar 18 þvottavélar, tvær stórvirkar vindur og þurkvél, sem konur geta fengið til afnota. Þjóðminjasafnið nýa var formlega afhent ríkisstjórninni hinn 22. Húsið hefir kostað 7.2 milljónir króna og verið 6 ár í smíðum. Þessa atburðar minntist háskólaráð og heimspekideild háskólans með því að kjósa heiðurs- doktora þá Matthías Þórðarson fyrv. þjóðminjavörð og Haakon Shetelig pró- fessor í Bergen í viðurkenningarskyni fyrir ómetanleg störf þeirra í þágu íslenzkra þjóðfræða. Skógræktarfélag Eyfirðinga hélt að- alfund sinn 17. Það starfar í 9 deild- um. Árið sem leið hafði það látið gróð- ursetja 44.000 plöntur. Nýr barnaskóli var vígður í Kefla- vik. Er það mikið hús og hefir verið rúm 3 ár í smíðum og kostað 7 millj. króna. Nýyrði. Menntamálaráð fól stjórn íslenzku orðabókarinnar (þeim há- skólaprófessorunum Alexander Jó- hannessyni, Þorkeli Jóhannessyni og Einari Ól. Sveinssyni) að hafa umsjón með skráningu og út- gáfu nýyrða, og skulu þau gefin út í bók á sumri komanda. Eyólfur Jóhannsson var skipaður forstjóri Innkaupastofnunar ríkisins. Vélstjóraskólanum barst að gjöf vönduð diesel-kennsluvél frá verk- smiðju þeirri, sem smíðaði diesel-vél- arnar í nýu togarana. Heimdallur, Félag ungra Sjálfstæð- ismanna, hélt hátíðlegt 25 ára afmæli sitt hinn 16. Var þá gefið út veglegt minningarrit og samsæti haldið í Sjálf- stæðishúsinu. Framfærslukostnaður í Reykjavík reyndist 155 stig, miðað við 100 st. reyndist 155 st. Kaupgjaldsvísitala fyrir Nýung í símamálum. Hinn ll. varð sú nýung í símamálum að talsímanot- endur í Reykjávík geta hringt - beint á miðstöðina í Borgarnesi og fengið ^ samband við menn þar, án þess að • langlínumiðstöðin komi til skjalanpa. Gefist þetta vel, er ráðgert að koma á beinu talsímásambandi Vvið fleiri staði, svo sem Akranes, Selfoss og Keflavík. Bæarútgerðin. Kaupgreiðslur henn- ar til sjómanna á árinu sem leið, urðu 9% milljónir króna. Viffskiftasamningur var gerður við Finnland til jafnlengdar næsta ár. Gert er ráð fyrir að íslendingar selji Finnum síld, síldar- og fiskimjöi, lýsi o. fl. fyrir 750 þús. sterlingspunda, en kaupi af Finnum trjávið, byggingar- efni, pappír o. fl. fyrir 830 þús. sterlings punda. Samsýning á höggmyndum, vatnslita myndum og málverkum norrænna á- •hugamanna var opnuð í Reykjavik 23. febr. Voru þar 128 verk til sýnis. Nýr söngvari, Ketill Jensson, hélt fyrstu söngskemmtun sína í Reykja- vík 5. febr. og fékk ágætar viðtökur. Fyrir 3 árum var hann sjómaður á togara, en hefir að undanförnu stund- að söngnám í Milano á ftalíu. Kemur að skuldadögum. íslending- ur nokkur, er kom með skipi frá Sví- þjóð 16. febr. var handtekinn af lög- reglunni í Reykjavík við heimkom- una og játaði á sig að hafa gert ofbeld- isárás á mann hér í bænum í maí 1950. Síðan hefir hann verið erlendis. Hollensk bóndahjón voru á leið vest- ur um haf með flugvél. Á meðan flug- vélin stóð við á Keflavíkurflugvelli i/ió J'OóAÍnn I faðmi vors blómskrýdda fagra lands, hjá fossinum tigna við sátum. Seiðandi þrá var í söngvunum hans, og sólargeislarnir stigu dans í kristalsbylgjunum kátum. Ef til vill stendur álfabær inn undir fossinum háa, og hrífandi fögur huldumær hörpustrengina gullnu slær, bak við straumfallið bláa. Ótal sagnir og ævintýr, innst í hug mínum vakna. Álfamey yfir angri býr, ást hennar mennski sveinninn flýr, ein má hún syngja og sakna. ODDFRÍÐUR SÆMUNDSDÓTTIR. varð konan léttari og ól stúlkubarn. v Frestaðist því för þeirra. Litla stúlkan var látin heita María Fransisca ísa- fold Meeks, svo að hún er kennd bæði við landið og flugvöllinn. Henni bár- ust miklar gjafir frá starfsfólki flug- vallarins. Atvinnuleysisskráning. Samkvæmt skráningu atvinnulausra í byrjun mán- aðarins, voru tölurnar þessar í fjöl- mennustu kaupstöðunum: Hafnarfirði 72 (þar af 40 einhleypir), á Akureyri 131 og í Reykjavík 718 (þar af 49 konur). Hraðfrystistöð og beinamjölsverk- smiðja tóku til starfa í Höfn í Horna- firði í byrjun mánaðarins. Lánadeild fyrir smáíbúðarhús í kaup stöðum og kauptúnum tók til starfa í þessum mánuði samkvæmt lögum frá seinasta Alþingi. Ganga fyrir um lán barnafjölskyldur, ung hjón er stofna heimili og fólk sem býr í heilsuspill- andi íbúðum. Lánstími er 15 ár, vextir 5 ¥2%. Lán eru veitt gegn 2. veðrétti í húsunum og mega ekki vera hærri en 30 þús. á hverja íbúð. Bílar töldust samtals 10.634 á öllu landinu, fólksbílar 6420, vörubílar 4214. Auk þess voru 294 bifhjöl. Viðskiftajöfnuður við útlönd var óhagstæður um 5,9 millj. kr. í jjessum , mánuði. ^ '~‘"i 1 —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.