Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1952, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1952, Blaðsíða 2
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS { 153 'r dagsins íyrir pálmasunnudag, 29. r marz 1947. Það kom fyrirvaralaust að kalla, en engan veginn á óvænt. 102 ár voru liðin frá uppliafi næsta goss á undan úr Heklutindi, og var það le«gra hlé en nokkru sinni áð- ur á milli Heklugosa eftir „Heklu- eld hinn fyrsta“ sem annálar geta, árið 1104. í nágrenni oldfjallsins hafði engin sú breyting orðið, er \ gæfi í skyn, að það væri út kulnað. ( Á hinn bóginn hafði þar oftar en | einu sinni á undanförnum árum { orðið vart staðbundinna jarð- skjálftakippa, og vottur af jarðhita hafði fundizt í hátindi fjallsins að vetrarlagi. Ofsi gossins var langsamlega mestur þegar í byrjun, eina eða tvær fyrstu klukkustundirnar, sama hvort hann er metinn eftir hæð eða hraða gosmökksins, af- köstum við flutning efnis og orku neðan úr djúpinu eða stórfengleika á að sjá. Gosstrókurinn braust upp úr hátindi Heklu eða lítið citt aust- an við hann kl. 6.4Ö. Kl. 7 var hann orðinn 26 km hár og fór enn hækkandi. En kl. 3 hafSi hanii lækkað niður í 10 km og liélzt í þeirri hæð eða svipaðri frain vfir kl. 10, lækkaði enri síðdhgis íúður í 5—6 km og var hæð hans þá fyrst orðin sambærileg því setn hún varð yfirleltt í síðari göshrin- um. Fyrstu 10 mínúturnár höfst mökkurinn sem beinn stólpi upþ af fjallstindinum, svartur að sjá á \ björtum grunni austurhiminsíns. Um kl. 6.50 færðist gosið í auk- ana, og urðu þá niargir atbtirðir því nær samtímis. Einh var sá, að jarðskjálftakíppur með upþtök í ^ Heklu gekk yfir suðurland og | fannst allt til Faxaflóa. Vægari | lippur fannst nokkrum mínútum I síðar sumstaðar í nærsveitum f Heklu. Hvorugur olli tjóni að heit- ( ið gæti, en við fyrri kippinn vakn- ^ aði fiest fólk í Rangárvallasýslu og Árnessýslu og sá, hvað um var að vera. Margir þeir, sem áður voru vaknaðir, höfðu þegar heyrt kynlegan undirgang eða fundið smátitring, sumir jafnvel nokkrum klukkustundum áður en gosið hófst. í sama mund opnaðist gjá, um 4 km löng, eftir háhrygg Heklu innan frá norðausturrótum og fram ýfir háfjallið, og ruddi hún upp úr sér gosmekki að endi- löngu svo að sá, er fyrir var, breikkaði stórum. Þá tóku að ber- ast ægilegar dunur frá fjallinu. Þær heyrðust um mikinn hluta lands, en í næstu sveitum nötruðu gluggarúður og hurðir í dýrum af loftsveiflunum. Um þetta leyti, litlu fyrir kl. 7, heltust vatnsflóð og aurskriður ofan hlíðar Heklu allt í kring, en langmest norö- ur af. Þegar mökkurinn náði mestri hæð, rétt eftir kl. 7, var hann tek- inn að skekkjast undan vindáttinni og breiðast út til súðurs. Norður- mörk háhs vófu ehn skörp og nokkúrn veginn lóðrétt, en ókyrr og smábreytileg til að sjá, þar sem biksvártír bólstrár ultu upþ hver á eftir öðrum. Mokkuririn fal nu allt háfjallið og suðurhl-ðar þess, og áfram til súðhrs lagðí svartan bákkd, samfclldáh og nærri jafn- hádn sjálfum gosmekkinum. Úr bákkáúúm righdi vikri og ösku, og er slóð hans (vikurgeirinn) enn mörkuð þeirh efnúm, þar sem hún líggur yfir lahd. Eh svö vel vildi til, að öskúhiökkinn lagði skemmstu leið á háf út, cg sú leið liggúr mest um óbyggð og öræfi. EfStu bæir við Eystri-Rangá og öll Inn-Fljótshlíð lentu þó innan vikurgeirans, og varð vikurlagið þar 8—10 cm þykkt, nýfallið á jafnsléttu, sömuleiðis Eyjafjöll, én þar var vikurfallið orðið miklu minna. Enn meir hafði dregið úr því í Vestmannaeyjum, nájægt vesturtakmörkum geirans. Aska féll á skip langt undan landi og hárfínt dust úr Heklu barst allt austur í Finnland. Vikurfallið stóð um tvær stund- ir. Á meðan var myrkur, og há- vaðinn var ægilegur, er grjótélið buldi á bárujárnsþökum, unz þau voru alhulin. Fyrsti vikurinn sem féll var ljósgrár og mjög grófur, en snögglega skipti um og rigndx síðan svörtum vikrí, nokkru smá- gcrvari, og svartri ösku. Litarmun- urinn stafar af mísmun í efnásam- setningu, ljósi vikurinn er kísil- sýrubornari. Þar sem miður vikurgeirinn liggur yfir Eystri-Rangá, 15 km suður frá Heklu, var jafnfallinn vikur um 30 cm djúpur og stærstu vikurflikkin á stærð við mannshöf- uð. í sömu fjarlægð vcstur frá Ileklu er komið niður í byggð. Af þessu má nokkuð marka, hvílík hætta vofir yfir byggðinni í Heklu- gosurn og hve mikið veltur á vind- áttinni. Ef vindurinn hefði blásið að austan þenna morgun og vikur- geirann lagt vestur vfir sveitir, hefðu næstu jarðir breytzt í gróð- urlausa vikra, hús brotnað niður eða brunnið og menn og skepnur slasazt eða farizt. Enn fremur hefðu þá eitthvað um 40 byggðar jarðir orðið verr úti en þær, sem mest létu á sjá af vikurfallinu við Eystri-Rangá og í Fljótshlíð. Vikurinn olli miklu minni skemmdum á graslendi en flestum þótti á horfast fyrst í stað, og rná að nokkru leyti þakka það því, hve sumarið, sem í hönd fór, var vot- viðrasamt. Samt stórspilltist af- réttur Rangvellinga og ein jörð, Rauðnefsstáðir á Rangárvöllum, eyddist af vikri. Mörg góð tún varð að plægja upp og sá að nýju. Flest vatns- og aurhlaupin, sem komu úr Heklu um leið og fjalls-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.