Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1952, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1952, Blaðsíða 15
LESBÓK MOKGUNELAÐSINS 171 Heimsendir MARGIU falsspámenn hal'a komið fram og boðað að jörðin muni farast að tiltekinni stundu. Þessir spádómar hafa aldrei ræst, en þeir hafa jafn- an orðið til þess að vekja ótta og skelfingu hjá auðtrúa sálum. Bryddir jafnvel á því enn í dag að menn séu hræddir við slíka spádóma og er það hið mesta óþurftarverk að útbásúna þá. Hér á landi gætir þessa ótta þráLt fyrir það að vér teljum oss með mennt- uðustu þjóðum og séum vaxnir upp úr því að trúa á hégiljur. Þegar jarð- skjálftakippúrinn varð um daginn hér um Súðúrnes, héldú ýmsir að þetta væri upphaf eða forboði heimsendis og allskonar ótrúlegustu sögur komu á gang. Það er erfiðara að kveða þessa hjá- trú niður en kynda undir lienni. Fólk heldur í hana dauðahaldi, eins og títt er um hjátrú og það þykist vita bet- ur en þeir, sem telja þetta hindurvitni. Það segir sem svo: Er ekki víða talað um heimsendir í biblíunni? Spáði ekki Jesú sjálfur að heimurinn mundi far- ast og forboði þess væri jarðskjálft- ar? Jú, en hvaða heimur var það, sem liann átti við? Heimarnir eru marg- ir, eins og sjá má í íslenzkri goðafræði. „Níu man ek heima“, segir völvan við Óðinn. Þar er talað úm goðheim, mannheim, álfheim, jötunheim, dverg- heirn, vanaheim, ljósálfaheim, hel- heim og undirheim. Stundúm eru þessi nöfn höfð í fleirtölu. Svo er talað um vindheim, sólarheim, aldaheim, ljóð- heima, munarheima o. s. frv. Títt er mönnum að segja „um alla heima og geima“, „út í heim“, „þessa heims og annars“, „milli heims og helju“, „að sýna einhverjum í tvo heimana", „vita ekki í þennan heím né annan“ o. s. frv. Þá er og til máltækið „heimur versn- andi fer“ og er þar ekki átt við jörð- iná, heldur mannfólkið, sem hana byggir. í grísku eru fjögur orð, rem ýmsir biblíuþýðendur hafa þýtt með orðinu heimUr (World á ensku), en þau eru: aion, ge, kosmos og oikoumene. En þetta er ekki nákvæm þýðing, enda er farið að nota önnur orð í seinustu biblíuþýðingujn. oLc i (í i Er fram á þroska’ ég færðist aldur oft fannst mér gremjast hugurinn, er mamma ástrík um inig spurði: Ilvert crtu’ að fara, sonur minn? Og oft mcð sárri grcmju í gcði ég gengið hef irá spurnum þeim, cr eiginkonan ástrik spurði, hvort ei ég bráðum kæmi heim. Þcir, scm mér unnu, cru ðánir og umhyggjan — lnín fór mcð þeim. Nú hvcrt ég ætli engir spyrja og engir, nær ég komi heim. JENS HEUMANNSSON Aristoteles segir svo um kosmos, að það þýði himin og jörð og allar skepn- ur, en að öðru leyti eigi það einnig við skipulag heimsins. Orðið aion eru nú sumir biblíuþýðendur farnir að þýða með „öld“, en réttari þýðing væri ald- arfar. Það á hvorki við jörðina sjálfa né neinn tíma eða tímabil, heldur á- stand, rikjandi venju eða skipulag. Þegar lærisveinarnir báðu Jesús að útskýra söguna um sáðmar.ninn, þá sagði hann: „kornskurðartíminn er endir veraldar” (Matt. 13, 40). En er hánn sat á Olíufjallinu spurðu læri- sveinarnir hvert væri tákn enda ver- aldar (Matt. 24, 3). Á báðum stöðum stendur í gríska handritinu „aion“, sem hér er þýtt með „veraldar”. (Hér er alls staðar notuð biblíuþýðing Brezk- erlenda biblíúfélágsins 1945). Hér hef- ir Jesús því ekki talað um að jörðin mundi fárast, heldur hið ríkjandi skipulag á jörðinni. Sést það og einn- ig á því, sem á eftir fer, að hann hefir ekki átt við að jörðin mundi farast, því að hahn segir um tíma endalok- anna, að „þá munu tveir vera á akri, annar er tekinn en, hinn skilinn eftir. Tvær munu mala í kvörn, önnur er tekin, hin skilin eftir“. Þetta gerist þegar þjóð rís upp gegn þjóð, kon- ungsríki gegn konungsríki, þegar menn framselja hverjir aðra og hata hverjir aðra. Mannkynið á þá við miklar hörmungar að búa, meðan það er að losa sig við hin illu öfl, en það ferst ekki, heldur kemur betra út úr hildar- leiknum. Þetta sama kemur fram í 2. bréfi Péturs postula: „Viljandi gleyma þeir því, að himnar voru til forðum og jörð til orðin af vatni og upp úr vatni fyrir guðs orð, og fyrir það gekk vatns- flóðið yfir þann heim, sem þá var, svo að hann fórst. En þeir himnar, sem nú eru og jörðin geymast eldin- um fyrir hið sama orð og varðveitast til þess dags, er óguðlegir munu dæmdir verða og tortímast” (2. Tét. 3, 7). Hér stendur í frumtextanum „kosm- os“, sem þýtt er með himin og jörð. Og eins og mannkynið lifði af Nóaflóð, svo mun það einnig lifa af Surtarloga. Hér er því ekki átt við það að jörðin muni farast, heldur muni hið illa á jörð- inni tortímast. ^ ^ ^ Húsmóðir: — Þvoðirðu nú fiskivn vel áður en þú lézt hann í pottinn? Vinnukona: — Það er óþarfi, hann hefir alla sína ævi verið í sjó.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.