Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1952, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1952, Blaðsíða 9
8AGAIM UM VEIMIIS FRÁ MILO VENUS FRÁ MILO er talin feg- ursta konumynd í heimi. Hún stendur nú í París og snýr vanga að kaldri dagsbirtu, sem fellur inn um norðurglugga. Hver er hún? Hvað er hún gömul? Enginn veit það, en hún er ávalt nefnd þessu nafni, og er kend við staðinn, þar sem hún fanst. Hvorki listfræð- ingar nje vísindamenn hafa enn getað skorið úr því hver hún er. Milo er ein af grísku eyunum. Um það leyti er saga þessi hefst, var hún undir stjórn Tyrkja. Hún er klettótt og sæbrött og þar er lít- ið þorp hvítra húsa, sem þakin eru grænum olíuviði. Tilsýndar er hún eins og fagurt ævintýraland. En hún er í eðli sínu hrjóstug og íbú- arnir þar lifa við sultarkjör. Jarð- vegur er þunnur og ófrjór. Brenn- heitir sólargeislar svíða hana dag eftir dag alt sumarið, en saltir vindar næða um hana á vetrum. Einn góðan veðurdag í apríl ár- ið 1820 voru feðgar tveir að grafa hátt upp í fjalli. Það var bóndinn Giorgios Bottonis og Antonio son- ur hans. Og sem nú Giorgios rífur þar upp gamlar trjárætur, bregður honum í brún því að þá hrynur jarðvegurinn þar niður og opnast stór hola eða hellir. Giorgios fleygði frá sjer hakanum og kall- aði á son sinn, Þeir mokuðu nú burtu moldinni umhverfis þetta op og kom þá í ljós að þarna var ofurlítill hellir gerður af mannahöndum og með máluðum veggjum. Á gólfinu lágu marmarabrot og á meðal þeirra líkneskja af forkunnar fagurri stúlku. Giorgios var enginn auli. Hann Venus írá Milo. vissi að ýmsar fornminjar höfðu fundist víðs vegar í Grikklandi, og hátt verð hafði fengist fyrir þær. Hann flýtti sjer því heim, og skýrði forystumanni vestrænnar menn- ingar þar, franska konsúlnum Brest, frá fundi sínum. Og síðan fór Brest með honum á fundar- staðinn. „Líkneskjan er nokkuð skemd“, segir í skýrslu, er Brest samdi um fundinn. „Handleggirnir eru brotn- ir af og svo er líkneskjan brostin sundur um mittið“. Samt sem áður var hann stórhrifinn af þessu meistaraverki og var staðráðinn í því að Frakkar skyldu eig^ast það. Hann tók þegar loforð af Giorgios um að hann skyldi ekki selja lík- neskjuna neinum öðrum en Frökk- um, því að Brest vissi vel að marg- ir fleiri mundu ágirnast hana. Þeir Giorgios og Antonio fóru nú að bisa við að ná líkneskjunni upp úr hellinum. Þeim tókst að ná efra hlutanum og fóru með hann heim til sín, og þar lokaði Giorgios hann inni í gripahúsi. Jafnhliða sendi Brest skýrslu um fundinn til Marquis de Riviére, sem þá var sendiherra Frakka hjá Tyrkjasoldáni. Sendiherrann varö svo hrifinn af lýsingu Brest á lík- neskjunni, að hann afrjeð að senda þegar einn af starfsmönnum sín- um frá Miklagarði til Milo til þess að semja um kaup á henni. En nú er að segja frá því, að meðan þessu fór fram, komst grísk- ur prestur í spilið. Hann hjet Oi- konomus og hefir víst bæði verið slægur og áræðinn. Hann þóttist sjá að hann mundi geta komið sjer í mjúkinn hjá tvrk- nesku stjórninni ef hann kæmi í veg fyrir að Frakkar næði í þetta listaverk. Hann fór því á fund Giorgios og skýrði honum frá því, að þar sem líkneskjan hefði fund- ist á tyrkneskri grund, þá væri hún eign tyrknesku stjórnarinnar. Ef frjettin um fundinn bærist út, mundi stjórnin að sjálfsögðu leggja hald á líkneskjuna og hverju væri Giorgios þá nær. En ef hann afhenti Frökkum listaverkið, mundi hann verða fyrir stórsekt- um. Með þessu móti hræddi prest- urinn Giorgios til þess að selja sjer /

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.