Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1952, Blaðsíða 8
164
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Hekla séð af Rauðöldum 4. júlí 1947. Hvífa gufu leggur upp af nýu hraun-
unum. llöskuldsbjalli (til hægri) er a hvitur eftir snjóél úr gosmckkinum. —
(Ljósm. Guðm. Kjartansson).
aítur. Þægilegra var að þreifa fyr-
ir kolsýruyfirborðinu með logandi
blysi. Það slokknaði óðar, er því
var dýft í. Kolsýrunnar var leitað,
með blysi, um hraunin allt í kring-
um Heklu, en fannst ekki nema á
4 stöðum, öllum í Næfurholtslandi.
En á þeim slóðum rann hún neð-
anjarðar um hraunin undan hall-
anum — mjög áþekkt jarðvatni —
og streymdi út undir bert loft —
líkt eins og uppspretta — undan
hraunbrúnum og annars staðar,
þar sem staðhættir kröfðust.
Útstreymi kolsýruloftsins í Næf-
urholtshögunum hélzt allt sumar-
ið fram í byrjun októbermánaðar,
en siðan hefur þess ekki orðið vart
og engin hræ bætzt við í valinn í
dauðalágunum. En uppsprettuvatn
undan hraununum þar í grennd
hefur ekki enn orðið samt og áð-
ur. Allt ^umarið 1948 var það
mengað af kolsýrunni og fylgi-
efnum hennar, sem gerðu það
bragðvont, svo að stundum var ó-
drekkandi úr lindum, sem áður
voru ágætasta neyzluvatn. Eins
og vænta mátti, varð kolsýru-
vatnið mjög kalkborið (,,hart“) og
óhæft til þvotta. En er það var
hitað, settist kalkið úr því sem
ketilsteinn. Þessi mengun vatnsins
minnkaði nokkuð á efstu bæjunum
veturinn ’48—49 og einnig síðan.
Síðastliðið sumar fannst varla
keimur af vatninu, en efnagrein-
ingar sýna, að enn eimir verulega
eftir af menguninni. 1950 tók að
bera á sams konar mengun neyzlu-
vatns lengra frammi á Rangárvöll-
um, á Keldum í janúar og í Gunn-
arsholti í júní. Gísli Þorkelsson,
Atvinnudeild Háskólans, annast
efnafræðilegar rannsóknir þessa
fyrirbæris og hefur efnagreint
bæði kolsýruloftið og mikinn fjölda
vatnssýnishorna.
Fullyrða má, að kolsýruút-
streymið sé afleiðing af Heklugos-
inu, þó að ekki séu tök á að skýra
það hér. En fyrirbrigðið er ein-
stætt í sögu íslenzkra eldgosa.
Guðmundiur Kjartansson.
Nýja Hekluhraunið. Svæði, sem huldust hrauni fyrstu viku gossins, eru
merkt dekkst, síðari hraunfloð með stuttum strikum. Farvegur hlaupsins
norður af HekJu er merktur oddum eftir straumstefnunni og vikurgeirinu
frá fyrsta degí gossins með deplum. H—Hraungígurinn, A=Axlargígur,
T—Ipppgigur. — (Teíkning eítir Guðmund Kjartansson).