Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1952, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1952, Blaðsíða 5
r LESBÓK MORGÚNBLAÐSINS ' 161 Flugmynd tekin austan við Heklu fyrsta morgun gossius. Svörtu taumarnir eru lör eftir aur- hlaup, en á miðri myndiimi sigur frani breið hrauntunga nicð haum síhrynjandi brúnum. eftir að opnast og gjósa lengri eða skemmri tíma og raunar með ýms- um tilbrigðum. Fylgzt var með þessum breytingum, eftir því sem tök voru á, en það var mjög erfitt vegna þess, hve sjaldan sá upp á Heklu þetta sumar fyrir dimm- viðri. Hér verður aðeins lítið til tínt af þeirri sögu. Á háfjallinu voru gosin þrálát- ust og jafnframt stórkostlegust úr Toppgígnum og Axlargígnum. Það voru sprengigos, og runnu aldrei hraun frá þeim nema í fyrstu hrinunni, heldur þyrluðu spreng- ingarnar glóandi hraunkúlum, lausagrjóti og ösku á loft upp. Af þessum efnum hlóðust gígbarm- arnir hátt upp, svo að til að sjá uxu tveir hnúkar upp úr Heklu þar sem gígarnir voru: Hátindur fjallsins, með toppgígnum, hafði með jsessu móti hækkað um h. u. b. 60 aþog nað liðlega 1500 m hæð y. s. snemma sumars 1947, en mun hafa sigið saman aftur um fáeina metra síðan. Axlargígurinn, sem stendur lægra, hlóðst engu minna upp, en hefur hrunið og lækkað meir, eftir að hann hætti að gjósa. Talsvert öskufall varð úr þessum gígum, einkum í maí og júní, og lagði öskuna nær alla vestur yfir sveitir. Um skeið virtist hún mundu spilla þar grasvexti, en svo varð þó ekki, úrkoman skoi- aði henni jafnóðum niður í gras- rótina. Á næstu jorðum spilltust bithagar um vorið, og sauðfé, sem þar gekk, sýktist mjög af gaddi. Sú veiki stafar af flúoreitrun og kemur fram í útvexti á beinum (kjálkum og leggjum) og aflögun tanngarðanna. Veturgamalt fé varð verst úti. Seinni hluta apríl og í maí urðu áköf sprengigos úr minni gígum efst í Axlarbrekkugja, fast við Axlargíginn, og einnig rann þaðan hraun um skeið ofan vesturbrekku fjallsins. Snemma í júní opnaðist enn nýr gígur fast norðan við Axl- argíg, og gaus hann síðar feikileg- um sprengigosum, sem voru áþekk gosum aðalgíganna tveggja á há- fjallinu, Toppgígs og Axlargígs, en ekki hlóðst þar upp nein gíg- keila. Eftir því sem leið fram á sum- ar urðu goshviðurnar bæði styttri og strjálli á háfjallinu, og mun sjaldan eða aldrei hafa gosið þar ösku né grjóti eftir lok ágústmán- aðar. En þykka gufubólstra lagði jafnan upp úr gígunum og mynd- uðu ský yfir því, þá sjaldan er til sást fyrir þvkkviðri. Seint í júnímánuði, er hrinurn- ar strjáluðust í háfjallinu, hófust gos í neðanverðri Axlarbrekku- gjá, þar sem áður hafði aðeins rokið upp Þar guus fjvst

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.