Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1952, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1952, Blaðsíða 11
' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 167 Magnús Þórarinsson: Seinasta ierð „Slöngunnar í framhaldi af frásögninni „Á skútu“ og tildrögin að því að Páll Matt- híasson var á landi um miðjan júní vorið lffÓO og varð þá skipstjóri á „Guðrúnu", er sú smásaga er nú skal greina: SKIP hét „Slangan“, sem nokkrir menn hér áttu, en Markús Bjarna- son skólastjóri var jafnán talinn aðaleigandi og Kristján Bjarnason bróðir Markúsar hafði oftast verið með skipið. Slangan var skonnorta fremur lítil, en nokkuð hásigld eftir stærð, gömul, fúin og veik- byggð, mun hafa verið með sviga- böndum að nokkru leyti, viðtaka- laus í báða enda og skelþunn að undirbyggingu, en hafði blýkjöl allt að 4 tómmum. Hún var því brandsiglari í smásævi eða sjóleysu en sjókæfa hin mesta. Páll Matthíasson, sem var ná- frændi Markúsar skólastjóra, fékk nú skipstjórn á Slöngunni strax og hann kom út af skólanum og tók með sér 3 skólabræður sína, þá Eyvind Eyvindsson stýrimann, en Erlend Guðmundsson og Jón Þórð- arson frá Patreksfirði, sem háseta auk annarra. Þeir lögðu út nokkru fanst,,þýðir epli. Þess vegna virð- ist sú tilgáta ekki fjarri sanni, að líkneskjan sje af verndargyðju þessarar eyar og hún beri tákn- rænt nafn eyarinnar í lófa sjer. Annars eru þetta alt saman get- gátur. Það er enn óráðin gáta af hverri þessi líkneskja sje. Hún hefir -fengið nafnið Venus vegna fegurðar sinnar. Hún verðskuldar það, og er þá ekki best að láta þar við sitja. (Úr „Everybod’ys") fyrir lokin (11. maí) og komust vestur að Snæfellsjökli, en hrepptu þar norðan öskurok með byl og frosti, hið svonefnda Fálkaveður. Lögðu þeir til, sem kallað var. — Innan skamms bilaði stórseglið og varð að taka það niður svo eigi rifnaði meira. Var þá skonnortusegl haft uppi með horni af fokku, en Slangan fór illa í sjó með þessum seglum og lagðist von bráðar á hliðina svo hásetar stóðu á súðar- þiljum í lúkarnum. Hún rétti sig þó brátt aftur og var þar blýkjölur- inn að verki. Nú bundu þeir gras- trossu við flaugið á varpakkeri og notuðu þetta í stað rekdufls. Fór nú allt vel um stund unz trossan slitnaði við akkerið. Varð nú skipið enn flatt fyrir og fór á hliðina á nýjan leik, en blýkjölurinn rétti við. Er trossan hafði verið dregin inn var tekinn trédrumbur allmik- ill, sem fyrirfannst í skipinu, settur í hann hanafótur af keðju, trossan bundin við og þetta notað sem rek- dufl, og var nú allt í lagi hvað betta snerti. En nú var skipið orðið flóðlekt og máttu hásetar varla frá dælunni ganga, en hún í ólagi öðru hvoru vegna salts, kplamola og annarra óþrifa, sem í hana sóttu, þar sem allt var í graut í skipinu vegna hliðarfallanna. — Rörið af eldavélinni höfðu þeir misst í sjó- inn svo ekki varð eldur upptekinn né kaffi hitað, sem er þó bezti rétt- ur skútukarla, einkum í miklu volki. Loks eftir 4 sólarhringa lægði veðrið. Var þá fyrst mögulegt að gera við stórseglið. Var nú tjaldað þeim seglum er til voru og siglt heim á leið. Fyrsta landkenning var Granitéri, yzta sker í Eldeyjar skerjagarðinum. Braut þar víða á skerjum og hálf ömurlegt, segir sögumaður minn, að yera á flóð- leku og lélegu skipi rétt við sker og boða úti á regin hafi. En áfram var slagað og Slangan öslaði sjó- inn eins og ólmur hestur í aurgötu, en það sögðu þeir, sem við stýrij stóðu eða horfðu fram eftir skipinu, að vel hefði mátt sjá hvernig húnl sneri upp á sig og ofan af sér eftir því sem hún rann upp á sjóina eða ofan af þeim, svo var hún veik- byggð. Er að Garðskaga kom voru þar margir kútterar á heimleið, sumir laskaðir eftir veðrið. Slagani hljóp þá alla af sér og kom á undan þeim til Reykjavíkur. Þar fengu skipverjar hinar beztu viðtökur og þóttu úr helju heimtir. Sendu út- gerðarmenn strax um borð glaðn- ing í mat og drykk handa hrökturrt skipverjum. Næst var svo hafizt handa um að gera við það, sem mest var af- laga og eitthvað var föndrað við lekann. Að því búnu var lagt út í annað sinn. Komst þá Slangan eitt- hvað vestur í flóann, en þá var snúið við til Reykjavíkur aftur vegna óstöðvandi leka. Skyldi nú setja skipið á land til viðgerðar, en svo slysalega tókst til að hún datt í fjörunni og lagðist saman eða hneig niður í hrúgu að sagt var. Þetta virðist mér þó ofmælt, því að ég skoðaði Slönguna fyrir forvitms sakir, þar sem hún stóð á réttum kili skorðuð á kambinum austan við Brydes húsin (nú O. Johnson & Kaaber). Sáust þá lítil eða engin missmíði á skipinu fljótt á litið að utan. En hitt er víst að Slangan fór aldrei á flot framar og mun hafa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.