Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1952, Blaðsíða 14
r
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
r 170
f rekkju af harmi og trega og steig
{ ekki á fætur eftir það. Beinagrindin
( var síðan færð í vígða mold —
( nema höndin með hringunum
( tveim, sem Ellen var áfjáð í að
{ halda eftir jarðarfarardaginn og lét
| í glerstokk til þess að varðveita
{ liar.a frá tortímingu. Á dánardægri
{ sínu fékk hún gamla þjóninum
{ stokkinn til eignar og varðveizlu.
f Nokkru eftir lát Ellenar tók
{ þjónninn að reka greiðasölu. Hann
{ haíði höndina til sýnis, og eins og
{ að líkum lætur, varð hún nokkur
{ segull og saga hennar títt umræðu-
{ efni þeirra, er krána sóttu.
f Kvöld eitt skuggalegt bar að
{ kránni ókunnan, gamlan, ljótan
{ mann, dúðaðan í yfirhöfn og með
{ hött, cr hann lét slúta langt niður
{ fyrir augu. Þrammar hann inn og
{ biður hásri röddu um eitthvað til
( að slökkva þorstann.
„í kvöld er svipað veður og þeg-
| ar eikin stóra hjá fossinum féll í
{ hvassviðrinu,“ sagði veitingamað-
{ urinn. „Já,“ anzaði einn gestanna,
{ „og þao hlýtur að hafa gert beina-
{ grindina hálfu draugalegri, þar sem
{ þeir fundu hana í miðjum rústun-
{ um.“ „Hváða beinagrind?" spurði
' ókunni maðurinn og vatt sér hvat-
{ lega við, þar sem hann stóð í
( skuggalegasta hórninu í kránni. —
f „O, það er lörtg saga að segja frá
1 því,“ svaraðí Veitingamaður. „Þú
( getur séð aðra hör.dina af beina-
{ grindinni í g’efstókkmltn þarna, og
{ ef þú kærir þig um, þá get ég síðan
{ sagt þér tiidiög bcss, að höndin er
{ geymd hér, cr þú hefur vætt ofur-
I lítið kverkarnar.“
f Veitingamaður beið svars um
{ stund. Ókunni niaðdiinn gekk að
f glerstokknurii, lidllaði séf að veggn
£ um agnöofa, stáéði á höndina og
£ endurtók í sífellu: „Blóð, blóð.“ —
£ Og viti menrt: blóð lak í dropatali
f af hendinni í glerstokkhum a upp-
f xétta fingurgóma hans. — Menn
horfðu hissa á þessa jartegn.
Nokkru síðar náði hinn ókunni
maður sér svo, að hann gat innt frá
því, að hann væri John Bodney —
og bað um að vera færður réttvís-
inni. Því næst játaði hann fyrir
sýslumanni, að hann hefði að
kveldi brúðkaupsdags Mary brotizt
inn í garðinn við húsið og haft illt
í huga. Þá er hann sá Mary eina í
herbergi hennar, læddist hann
þangað upp, læsti herberginu, hafði
hana nauðuga brott með sér niður
garðstigann, kæfði óp hennar og
hélt með hana alla leið að fossin-
um. „Þar brauzt hún svo ofsalega
um til þess að flýja, að óviljandi
sló ég henni við klett, og hrapaði
hún þá í gljúfur, gamlan árfarveg,
þar sem heita mátti, að hún væri
hulin af trjám. Greip mig þá ótti
við það, að upp um mig kæmist,
og gaf ég mér ekki tíma til að at-
huga, hvort lífsmark væri með
Mary. Ég flýði til strandar allt
hvað af tók, tók mér fari til útlanda
og hef dvalizt erlendis jafnan síð-
an, unz óstjórnleg löngun rak mig
fyrir nokkru til þess að hverfa heim
og koma aftur á staðinn, þar sem
ég framdi glæpinn.“
Eftir að John Bodney hafði játað
þetta allt, var honum varpað í
dýflizu þorpsins, þar sem liann
andaðist skömmu síðar, áður en
unnt var að ljúka að fullu rannsókn
í máli hans.
Einar Gudniundsson þýddi.
^
NÝLEGA sendi Associated Press út
fyrirspurn til allra borga í Bandaríkj-
unum um það hvaða varúðarráðstafanir
hefði verið gerðar á hverjum stað
vegna hugsanlegra kjarnorkuárása. —
Þessari fyrirspurn var útvarpað. Fáum
mínútum seinna kemúr svar frá mánni
nokkrum í Hattiesburg og var á þessa
leið:
— Við erum ekki hræddir við kjarn-
orkuarasir. Við höfum hér bæjarstjórn,
sem staðið hefur af sér allar nýungar
um 40 ára skeið.
ntaliia
i
Skólabörnunum var sagt að
skrifa eitthvað sem þau myndu
um Jón Sigurðsson, en þau
skyldu þó sleppa þjóðfundinum.
Stíllinn hans Villa var þannig:
— Einu sinni reis Jón Sigurðs-
son á fætur í þingaalnum, en það
er bezt að tala sem minnst um
það.
UNNUR litla var komin í heim-
són til nágrannakonunnar og
hún var venju fremur kyrlát og
hugsandi, svo að konan sagði:
— Um hvað ertu að hugsa,
Unnur mín.
— Hún mamma sagði mér hvað
ég ætti að segja ef þú skyldir
bjóða mér köku, en nú hefi ég
steingléymc því.
----o----
Imba litJa kom í búð og bað
kaupmanmnn að lána hálft pund
af liveiti og nokkur egg þangað
til pabbi sinn kæmi heim.
— Hversvegna kcmur hún
mamma þín ekki sjaif og biður
um þetta? spurði kaupmaðurinn.
— Hún tór í aðra búð til þess
að reyna að fá lánað þar.
----o----
— Eg ætlaði ekki að þekkja
hann pabba þinn þegar eg sá
hann í gær. Hann hefir rakað af
sér skeggið nú í þriðja sinn.
Sigga litla: — Hann gerði það
ekki sjálfur. Mamma gerði það.
Hún er að safna efni í púða.
---------------o----
Jónsi litli var að leika sér við
nokkra drengi og kom nú hlaup-
andi inn og bað mömmu að ljá
sér hamar.
— Hvað ætlarðu að gera við
hann? spurði mamma.
— Eg þarf að reka nagla í
vegginn, sagði Jónsi.
— Þá færðu hann ekki, þú ert
vís til að berja á fingurna á þér
og meiða þig.
— Engin hætta, mamma, ég
læt Sigga halda um naglann.
---------------o----
Kennari: —• Þú getur sagt mér,
Keli, hvar fílana er að finna.
Keli hikar fyrst, en segir svo:
— Fílarnir eru svo stórar
skepnur að þeir týnast aldrei.