Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1952, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1952, Blaðsíða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS [ 160 3 millj. rúmm., en undir Rangár- brúna hjá Hellu, 65 km neðar, runnu um 2 millj. rúmm. Mismun- urinn seig niður í hraun eða staðn- aði í pollum á leiðinni. Ætla má, að mestur hluti þessa flóðs hafi verið leysingarvatn úr snjókufli Heklu. En það svæði í norðurhlíð hennar, sem gosið sjálft náði til að bræða snjó af fyrir þann tíma, er hlaupið varð, virðist of lítið, til að allt vatnið geti verið af því runnið. Eitthvað af hlaup- vatninu hlýtur að hafa komið upp með gosinu, og að öllum líkindum var sá hluti þess svo mikill, að um munaði. Hlaupvatnið í heild var volgt, en hitastig þess þó mis- jafnt, frá 0° til 100° á ýmsum köfl- um og í ýmsum álum hlaupsins. Ylsins gætti jafnvel í Rangárflóð- inu langt niðri í byggð . Þetta var því furðulegra, sem öll leið hlaupsins ofan fjallshlíðina og drjúgan spöl burt frá fjallsrótun- um var þakin djúpum vetrarsnjó og lá auk þess yfir jökla og sí- snævi. Hlaupið hlaut því að hafa flutt einhvern hitagjafa með sér yfir þenna snjóuga kafla. Nú er ljóst orðið, hver sá hitagjafi var: Frá upptökum sínum á háfjall- inu hefur hlaupið haft með sér kynstur af hvítglóandi hraunkúl- um. Víðáttumiklar dreifar af þeim liggja enn til sýnis í farveginum neðan við fjallsræturnar. Þær eru af sérkennilegri gerð, (..hlaupkúl- ur“), og mjpg brothæítar, en þó flestar heiíar. Þær hljóta enn að hafa verið glóheitar og seigar af hitanum, er þær strönduðu þarna, eíla hefðu þær molazt í fossaföll- unum í fjallshlíðinni. Þær kúlur, sem bárust í vatninu lengra en fá- eina. kílómetra frá fjallsrótum, kólnuðu, urðu stökkar og muldust niður, en um leið tók vatnið við hita þeirra, og því hélzt það volgt langar leiðir. Vatnsflaumurinn beljaði ofan skriðjöklana í norður- hlíð Heklu og þakti þá víðast aur og leðju, en gróf sums staðar djúp gil í ísinn. Þaðan bárust vikur- blandnir jakar. Hinir stærstu (allt að 80 rúmm.) strönduðu og lágu eftir neðan við fjallsræturnar, en þeir.sem lengra bárust, hafa bráðn- að upp í volgu hlaupvatninu. Nú eru strönduðu jakarnir orðnir að ljósleitum, keilulaga vikurhólum, og mun enn leynast ískjarni í sum- um. Hóiar af sömu gerð voru þar fyrir, en sópuðust flestir burt í hlaupinu. Myndun þeirra var áð- ur gáta, en nú er hún ljós: Þeir eru eftir jökulhlaup í Heklugosinu 1845, hinu næsta á undan þessu. Það hlaup var einnig talið volgt eða heitt af sjónarvottum langt niður með Rangá. Sú staðhæfing þótti mér ótrúleg, þangað til skýr- ingin fékkst með þessu hlaupi. Ætla má, að þegar, er gossprung- an opnaðist, laust fyrir kl. 7, hafi hraun tekið að renna frá henni. Allur háhryggur fjallsins þaktist hrauni á fyrstu klukkustundum gossins eða enn styttri tíma nema Fremri-Öxlin og Axlarbrekka, sem enn eru hraunlausar. En ekki sást neitt til rennandi hrauns fyrr en í flugferðinni, sem farin var í könnunarskyni um kl. 10. Þá sá á enda tveggja hraunstrauma við rætur Heklu að austan, og gengu þeir hratt fram með háum brún- um. Síðar um daginn, er óskumistr- inu létti nokkuð í vesturbrekku. fjallsins, sáust einnig þar hraun- kvíslar á leið niður. Mest þeirra var sú, er kom úr suðvesturenda gossprungunnar, þar sem síðar myndaðist hinn afkastamikli Axl- argígur, og rann ofan Löngufönn. Þessi hraunkvísl rann 5 km veg á einum sólarhring, en iengdist ó- verulega eftir það. Aðeins framan af fyrsta gosdeg- inum gaus eldgjá Heklu óslitið að endilöngu. Brátt tók röð gosstólp- anna að gisna, og mynduðust að- greindir gígar: Austurgígarnir (nokkrir þétt saman innst á sprung unni), Toppgígurinn á háfjallinu og Axlargígurinn, sem fyrr var nefndur. En um kvöldið kom í ljós, að sprungan var orðin lengri en sá kafli sem gosið hafði um morg- uninn. í framlengingu af henni til suðvesturs var komin ferleg gjá langt ofan eftir Axlarbrekku. Vegg- ir hennar glóðu í myrkrinu um kvöldið, en ekkert gos var þar að; sjá. Var hún síðar nefnd Axlar- brekkugjá. Annan dag gossins hagaði líkt til og síðari hluta hins fvrsta. Gekk á með stórkostlegum sprengingum í Toppgíg og Axlargíg, en hraun- rennsli var aðallega úr báðum end- um gossprungunnar. Enn þá bar það til tíðinda að nýr gígur opnað- ist því nær í framlengingu Axlar- brekkugjár niðri við brekkurætui’, og var þó óbrotin spöng á milli. Hann var framvegis kallaður hraungígurinn og ekki að ástæðu- lausu, því að þar var síðan stöðug hraunsuppspretta 13 mánuði sam- fleytt. Austurgígarnir gusu aðeins fá- eina daga, en mikla gufu lagði upp af þeim lengi síðan. Hraunið, sem frá þeim rann til austurs yfir eintóm öræfi og var í fyrstu hið stærsta af nýju hraununum, var orðið algerlega hreyfingarlaust áð- ur en vika var liðin. Talsvert lát varð á gosinu um bænadagana, 3. og 4. apríl, en það jókst aftur um páskana. Þegar Austurgígarnir voru hætt- ir var gosið orðið furðu stöðugt. Má heita, að úr því gysi hver gíg- ur með sínum sérstaka hætti um vorið og lengi sumars. Þó voru dagaskipti að ofsa þeirra og stund- um lágu gosin niðri dögum sam- an, og enn áttu nokkrir nýir gígar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.