Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1952, Blaðsíða 6
162
hraunkúlum og hálfstorknuin
slettum og voru þau gos mjög stöð-
ug, en smá í samanburði við gos-
in í háfjallinu. Síðar komu þar við
og við upp öskugusur, svo að lítils
háttar aska féll niðri í byggð. í
október tók að gjósa þarna þunnri
hraunkviku í mjög stöðugum strók-
um svo að minnti á vatnsgos í hver.
Þessi gos skoðuðu margir. og tekn-
ar hafa verið af þeim ágætar kvik-
myndir, því að auðvelt og hættu-
lítið var að koma nærri þeim. Er
það skemmst frá að segja, að þessi
gos héldust með litlum eða engum
hléum langt fram á vetur, en færðu
sig stundum til innan gjárinnar.
Um miðjan marz 1948 hættu þau
með öllu og var hvergi eiginlegt
gos í Heklu eftir það, en hraun
streymdi út undan henni enn um
skeið.
Hraungígurinn, sem óðujr var
getið, við rætur Axlarbrekku og .
skammt norður frá Höskuldsbjalla,
var langstöðugastur við sína iðju
af öllum gosopunum. í fyrstu var
hann eins og bás inn í brekkuna,
og rann hraunið þaðan í hægum,
jöfnum straumi líkt og á. Fyrsta
spölinn, venjulega nokkra kíló-
metra, rann hraunáin í nokkurn
veginn föstum farvegi vikum. sam-
an, unz hún kvíslaðist út í hraun-
hafið, sem sífellt breiddist út neð-
an við fjallsræturnar. En er þang-
að kom, fór rennslið fram með
ýmsu móti, ýmist á yíirborði eða
í álum undir storkuþaki, og yrði
of langt mál að lýsa því að npkkru
gagni. Þó má geta þess, að hraun
sem virtist harðstorkið mjaþaðist
enn áfram. Það kom bezt í ljós, er
beinar línur \oru dregnar yfir
hraunið (með livífri málningu) og
þær bognuðu á nokkrum dögum.
Fram að Jónsmessu rann mesí-
allt hraunið úr hraungígnum
skemmstu leið vestur af undirhlíð-
um Heklu í átt til næstu bæja,
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Næfurholts og Hóla. Fremsta tota
þess var þá komin 7 km frá upp-
tökum og átti ófarna 314 km að
bæjunum. Síðasta spölinn hafði
það lengzt heilan kílómetra á sól-
arhring, svo að horfurnar voru
næsta jskyggilegar. En þá hafði
hraunáin hlaðið svo undir sig
skammt fyrir neðan hraungíg, að
hún flæddi upp og tók suðlægari
stefnu. Næstu tvo mánuði breidd-
ist hraunið mest um hálendi suð-
vestur af Heklu og fossaði í breyti-
legum taumum fram af norðvest-
urbrún þess báðum megin við
Rauðölduhnúk. Nálægt 10. júlí
varð allmikið umrót við hraungíg-
inn. Uppsprettan hafði til þessa
verið sem hjarta að lögun, en
varð nú sporöskju^qguð. Nýja
hraunið neðan við hann hafði
hækkað verulega,, og kvísl tók að
renna, úr hraunánni suður um
skarðið milli Axlarbrekku og
Höskuldsbjalla. Þar fyllti það
stóran og fallegan gíg frá gosinn
1766—’68, og bjallinn varð nokkru
síðar alveg umkringdur nýju
hrauni. Eftir það valt á ýmsu um
það, hvoru megin hraunið rann
við Höskuldsbjalla, en oftast klofn-
aði það um hann í tvær kvíslar.
Uppsprettan í hraungígnum var
ekki hin eiginlegu upptök hrauns-
ins, sem þaðan rann. Þau voru inn-
ar og hærra í fjailinu, í Axlar-
brekkugjá og ef til vill enn ofar.
Hraungosin í gjánni höfðu lengi
ekkert sýnilegt frárennsli, og
hlýtur hún því að hafa tæmzt um
undirgöng í hraungíginn. Milli jóla
og nýárs var hraun tekið að renna
ofanjarðar úr neðri enda Axlar-
brekkugjár, og var hraungígurinn
þá horfinn og svæðið, þar sem hann
hafði verið, mjög hækkað.
Um haustið hætti hraunið að
mestu að breiðast út, en hélt áfram
að þykkna, og er á veturinn leið,
mest ofan til. Rennsli þess varð
þá óreglulegra en áður. Kvikan
rann í mörgum smáum álum og
víða um hella undir harðstorkn-
uðu þaki, sem ganga mátti yfir,
eða um æðar, sem ekkert sá fynr
á yfirborðinu nema hér og hvar
litlar vakir með streymandi kviku.
Ein slík æð varð að helli þeim, er
síðar var nefndur Karelshellir eft-
ir finnandanum. Hellirinn er mjó
göng 133 m að lengd, 3—4 m að
hæð undir hvelfingu og með flötu
gólfi, þar sem síðustu leifar hraun-
árinnar hafa storknað. Aðeins eitt
lítið op er á honum, á miðju þaki,
og hafði áður verið vök, meðan
kvikustraumurinn fyllti út í göng-
in. Þetta er eini stóri hellirinn, sem
menn vita um í nokkru Heklu-
hráuni.
Um áramót ’47—’48 var hraun-
kvikan í álum og vökum orðin svo
lin, að lítið átak þurfti til að reka
staf á kaf í hana, og var svo æ síð-
an, meðan hún rann. En framan af
gosinu var hún miklu fastari fyrir,
eins og þeir fengu að reyna, sem
ætluðu að steypa úr henni eða
móta hana.
Með þessu móti hélt hraun á-
fram að renna allan síðari hluta
vetrarins fram undir 1 ok rpríl-
mánaðar. Að kvöldi hins 26. marz
1948 sást síðast glóðarblettur í
hrauninu. En hann glóði ekki dag-
inn eftir, er að var komið. Verður
eðlilegast að telja gosinu þar með
lokið.
Flatarmál allra nýju hraunanna
er um 40 ferkm., og rúmmálið er
áætlað 1 rúmkm, þ. e. 1000.000.000
rúmm. Næstyngsta Hekluhraunið
frá 1845—46, er eitthvað um helm-
ingi minna, enda rann það um
helmingi skemur. En í næsta gosi
þar á undan, 1766—’68, rann nokkr-
um sinnum meira hraun en í síð-
asta gosi.
Fyrstu vikurnar, eftir að hraun
hætti að renna, rauk lítið úr Heklu.