Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1952, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1952, Page 1
' ^ ^ Arni Olo: Heykjavíkurhöfn |ítíiriimí)laí»!0 m® Sunnudagur 27. apríl 1952 XXVII. árg. 14. tbl. Forsaga haínargerðarinnar — Lokaðar skipakvíar — Hafskipabryggjur Tillögur um að gera höfn 1 Tjörninni og á Austurvelli Reykjavíkurhöfn eins og hún er nú (séð úr loftinu). MEÐAN verslunarhúsin hér voru úti í Hólminum og Reykjavík var kölluð Hólmsins kaupstaður, var skipalegan ekki á Reykjavíkurhöfn, heldur á svonefndri Klakksvík ut- an við Hólminn. Lágu verslunar- skip þar svínbundin milli Klakks- ins og Hólmsins. Það var ekki fyr en verslunarhúsin voru flutt það- an undan sjávargangi og endur- reist í Örfirisey, að skipalegan færðist inn á Reykjavíkurhöfn. Það mun hafa verið í byrjun 18. aldar, og þar með hefst saga hafnar- innar. Reykjavíkurhöfn þótti aldrei góð. Þar voru talsverðir straumar og oft illt í sjóinn þegar brim var og ölduna leiddi inn Engeyarsund og í flasið á herini kom svo brim- ólga yfir grandann þegar hásjáv- að var. Þarna var ekkert skjól fyr- ir veðrum og þurfti því öflug legu- færi til þess að skip ræki ekki á land í stórviðrum. En oft dugðu legufærin ekki, hversu góð sem þau voru og var skipum því hætt í stórviðrum allt fram á þessa öld. Það var og mikill ókostur að skipin urðu að liggja langt frá landi og gerði það affermingu og hleðslu þeirra örðuga og stundum var ekki fært milli skipa og lands dögum saman. Þegar verslunarhúsin voru flutt inn í Reykjavík, var bátalendingin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.