Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1952, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1952, Blaðsíða 4
[ 392 LESBÓK MORGUNBLADSINS ¦p þinn engil láttu vaka yfir mér, svo eg sofi rótt. Skal nú horfið að Hómersþýð- ingum Sveinbjamar og lýst að nokkru starfi hans að þeim. Ætla má, að gríska hafi verið kennd við latínuskólana frá því um aldamótin 1600, og var þá fyrst og fremst mið- að við það að gera pilta biblíufæra í henni. Hélzt grískukennslan í svipuðu horfi í um það bil tvær aldir, en þá varð gagngerð breyting á með stofnun Bessastaðaskóla og þó einkum við komu Sveinbjarnar að skólanum. Jókhannbráttgrísku- kennsluna um allan helming og kom henni á þann grundvöll, er hún hélzt á fram yfir síðustu alda- mót. Sveinbjörn tók þegar haustið 1819 að lesa Ilíonskviðu með nem- endum sínum, og hafði hún þá ver- ið kennd örlítið áður eða fyrst árið 1810. Sveinbjörn þýddi sjálfur kviðuna og las þýðinguna fyrir nemendunum. Hafði hann vorið 1830 farið þannig yfir alls 17 bætti kviðunnar. Sneri hann sér þá að Odysseifskviðu og hafði lokið við hana 1844, en tók að því búnu aftur til við Ilíonskviðu. Sveinbjörn hlýtur brátt að h^fa fundið, að mikið hagræði mundi í því verða, ef þýðingar hans yrðu prentaðar. Þegar það var ákveðið haustið 1827, að konungur skyldi heiðraður á afmælisdegi sínum ái hvert með útgáfu rits eins á vegum skólans, mun Sveinbjörn hafa séð sér leik á borði (ef hann hefur þá sjálfur átt frumkvæðið), þar eð annað árið, sem rit þetta kom út, flutti það fyrstu 2 þættina af Odysseifskviðu eða Odysseifsdrápu, eins og Sveínbjörn kallaði hana. Var hún prentuð í Viðeyjarklaustri og kom síðan smám saman út, unz hún var öll árið 1840. Náði þýðing þessi brátt miklum og almennum vinsældum, og fengu hana færri en vildu. Varð það til þess, að stiftsyfirvöldin, þ.e. biskup og stiftamtmaður, skrifuðu Svein- birni (12. nóv. 1844) og kváðust fús að gefa þýðingu hans á Odysseifs- drápu út að nýju, en þau höfðu þá umsjón með hinni svonefndu Landsprentsmiðju í Reykjavík. — Jafnframt spurðu þau hann, hvort hann óskaði að breyta einhverju í henni, og eins, hvort hann væri fús að snúa Ilíonskviðu. Vér vitum, að Sveinbjörn féllst á að endurskoða Odysseifsdrápu, en ekki, hverju hann svaraði um Ilíonskviðu. Ég birti hér smákafla úr bréfi Sveinbjarnar til Bjarna Thorsteinssonar 4. febrúar 1845, þar sem minnzt er á þetta: Það var vel þér minntuð mig á Odysseuna. .... Annars er bráðum von á ann- arri útgáfu af henni. Stiftið skrif- aði mér til um það fyrir jólin, að það hefði í hyggju að gefa hana út í Rvíkurprentsmiðju sosem ein- hverja skemmtunarbók fyrir al- menning, sísona til húslestra. E? gat ekki, þá so var komið, undan því mælzt að endurskoða útlegg- inguna og yíirfór 4 fyrstu bækurn- ar í upplestrartímanum um jólin, varð að hreinskrifa þær sjálfur, því pappírinn á þeim bókum er slæm- ur og öll útgáfan annars svo þétt- prentuð, að ekki verður á skrifað. Einhverra hluta vegna lauk Sveinbjörn aldrei við endurskoðun Odysseifsdrápu. Höfum vér hrein- rit hans fram í upphaf 14. þáttar og nokkur drög úr því aftur í byrj ¦ un hins 16. Fundust þau drög ný- lega í Landsbókasafni, og var þeim fylgt í hinni vönduðu útgáfu Hóm- erskviðna, er þeir Kristinn Ár- mannsson og Jón Gíslason sáu um ekki alls fyrir löngu á vegum' Menningarsjóðs. Odysseifskviða (endurskoðaða þýðingin) kom, svo sem kunnugt er, aldrei út á vegum stiftsins og ekki heldur með ritum Sveinbjarn- ar eftir hans dag, þótt það stæði til. Rættist ekki úr um útgáfu hennar fyrr en árið 1912, er Sigfús Blöndal gaf hana út í Kaupmanna- höfn að frumkvæði og á kostnað sir William Paton Ker, háskóla- kennara í Lundúnum. Um Ilíonskviðu fór á aðra leið, því að Sveinbjörn sneri sér af al» efli að henni árið 1847 og lauk við fullnaðarþýðingu hennar á gamla- ársdag 1848. Hafði hann áður farið yfir rúma % hluta kviðunnar í kennslu sinni og sú yfirferð að sjálfsögðu auðveldað honum smiðs- höggið. Eru sumar eldri þýðingar Sveinbjarnar til í eigin handriti, en þó flestar með hendi nemenda hans. Eru þær að vonum fróðlegar til samanburðar við fullnaðarþýðing- una. Ekki er ljóst, hvers vegna Svein- björn hætti við Odysseifskviðu og sneri sér að Ilíonskviðu. Má vera, að stiftið hafi óskað eftir, að Ilíons- kviða yrði prentuð fyrst og Svein- björn skipt um þess vegna. En hvernig sem það hefur verið, kom stiftið hvorugri kviðunni frá sér, og raknaði ekki úr um útgáfu Uí- onskviðu fyrr en eftir daga Svein- bjarnar árið 1855. Megum vér þó vissulega þakka stiftinu fyrir íhlut- un þess, því að óvíst er, hvort vér hefðum ella endurskoðaða kaflann úr Odysseifskviðu og hina frábæru þýðingu Sveinbjarnar á Ilíons- kviðu. Eru þýðingar þær, sem nú hefur verið skýrt frá, allar í ó- bundnu máli, og skal þessu næst vikið að ljóðaþýðingum hans. Af bréfum Sveinbjarnar verður ljóst, að hann hefur snemma tekið að snúá Hómerskviðum í ljóð. Sjá- um vér það fyrst í bréfi hans til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.