Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1952, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1952, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ur treyst sínum pólitísku sam- herjum. Alls staðar er óánægja og hatur, sem getur brotist út í ljós- um loga. í Rússlandi eru töluð 17 aðal- tungumál og óteljandi mállýskur. Blöð og bækur byrfti því að gefa út á mörgum tungumálum. Á yfir- ráðasvæði Rússa eru tveir menn af hverjum fimm ekki Rússar. Þessir menn bygðu áður 14 sjáif- stæð ríki, sem Rússar hafa lagt undir sig og það er líklegt að þeir sé ekki of trúir Rússum. Þess vegna óttast Stalin fátt meira en þjóð- ernisvakningu. Hann sér því svo um, að þegnar sínir fái ekki að heyra það, sem þá langar til, að þeir dýrki ekki þá guði, sem þeir trúa á og að þeir kjósi ekki menn í neinar ábyrgðarstöður. En svo er ýmislegt annað sem veldur því að Rússland er veikt fyrir. Samgöngurnar eru langt á eftir tímanum. Bandaríkin eiga um 50 milljónir járnbrautarvagna, en Rússar ekki nema um eina miljón og flestir fólksflutningavagnarnir eru eingöngu ætlaðir stjórnarer- indrekum og kommúnistum. Járnbrautakerfið er ekki stærra en svo, að ef það væri komið til Bandaríkjanna mundi það nægja í eina tvíspora braut þvert yfir land- ið, en engar hliðarálmur yrði fyrir vestan Chicago. Líkt er um ak- vegi að segja. Námur eru dreifðar hingað og þangað um þetta víðáttumikla ríki. Olíuleiðslur þekkjast varla. Óra- vegur er á milli kola og járnnáma og þess vegna þarf að flytja hvort tveggja langar leiðir þangað sem stálverksmiðjurnar eru. Mikill hörgull er á olíu og bensíni, enda þótt miklar olíulindir sé þar. Á 30 árum hefir kommúnistum ekki tekist að auka olíuframleiðsluna til neinna muna. En um 30 ára skeið hefir alþýðu í Rússlandi verið lofað betri tím- um. Þessir betri tímar eru ekki komnir enn, og menn, sem verið hafa í Rússlandi segja, að í þess- ari „paradís“ sé fólkið dapurlegt og þögult. Stálframleiðslan er meiri en hún var áður, en stálið fer í skriðdreka, fallbyssur og önnur vopn. Meira rafmagn er nú framleitt í landinu en áður, en það fer nær eingöngu til hergagnaverksmiðjanna. Fæði er af skornum skamti og stafar það að nokkru leyti af þurkum, og einnig af landbúnaðar skipulaginu. Aðalfæðan er brauð, kartöflur og kál. Það eru aðeins hinir útvöldu sem geta veitt sér kjöt, mjólk og egg. Húsnæði verkafólksins eru ýmist bjálkahús eða hermanna- skálar í kring um verksmiðjurnar. Aðeins á stöku stað hafa verið reist sambýlishús, aðallega í þeim til- gangi að hafa þau til sýnis. Það eru ekki aðrir en „stórlaxar“, sem geta veitt sér þann munað að eiga tvenna skó. Leynilögreglan er með néfið niðri í öllu. Börnum er kennt að njósna um foreldra sína og láta leynilögregluna vita ef þau heyra eitt einasta orð í gagnrýnisátt um stjórnarfarið. Stalin þorir ekki að sýna sig opinberlega, nema á bak við lang- ar raðir af hermönnum. Hann fer í brynvörðum, skotheldum bíl milli Kreml og bústaðar síns og þá er altaf ekið í loftinu. • Talið er að Rússar eyði árlega 1400 miljónum dollara í áróður í öðrum löndum. Bandaríkin hafa nú í fyrsta sinni veitt 100 miljónir dollara til þess að vinna á móti þessum áróðri. En þá hófu foringj- ar kommúnista upp ógurlegt Rama- kvein, og það sýnir bezt hve hrædd- ir þeir eru um sig. Þeir hafa hróp- að miklu hærra um þetta, heldur en 150 þúsund miljónir dollara, sem Bandaríkin ætla að eyða í vígbún- að. Rússar vita sem er, að upp- \-, TW 443 reisnareldur er alls staðar falinn þar í landi. Stalin þorir ekki að treysta þjóð sinni, og nú hefir honum sárnað að augu annara þjóða haía opnast fyrir því hvað Rússland er veikt inn á við. (Úr „News and World Report). ★ ★ ★ ★ ^ • Veiztu þetta? LEIRKERASMÍÐ er talinn elzti iðnað- ur í heimi. <j SARDÍNUR eru kenndar við eyna Sardiníu í Miðjarðarhafi. Sardínur eru ekki sérstök fisktegund, heldur hálfvaxin síld. MUSSULIN er kennt við borgina Mosul þar sem það var fyrst ofið. REGNFLÖTUR Amazonrfljótsins er álíka stór og Bandaríkin. KAFFIPLANTAN ber ekki ávöxt fyr en hún er orðin sjö ára gömul. MAHOGNY-TRÉÐ í Honduras er ekki fullvaxið fyr en það er 200 ára gam- alt, en þá er það 100 feta hátt og 40 fet að ummáli að neðan. LLOYDS í London er kennt við mann, sem Edward Lloyd hét og rak kaffi- hús í Towerstreet á 17. öld. í RÚSSNESKA stafrófinu eru 36 stafir. ANGOLA er elzta nýlendan í Afríku. Portúgalsmenn lögðu hana undir sig árið 1482 og ráða yfir henni enn. AÐEINS fjórði hluti af yfirborði hnatt- artns er þurrt land. Þegar það getur ekki framfleytt mannkyninu lengur verður að afla fæðu úr sjónum í miklu.stærra stíl en nú er, og kemur þá svifið helzt til greina sem aðal fæðutegund. ÚT AF einum rottuhjónum geta komið 800 rottur á ári. SAGT er að lúðan hrygnj ekki fyr en hún er 11 ára gömul.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.