Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1952, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1952, Blaðsíða 16
452 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Á IÐNSÝNINGUNNI. — Iðnsýningin, sem opnuð var hér í Reykjavík hinn G. þ. mán., er tvímælalaust stærsta og fullkomnasta sýning-, sem haldin hefur verið hér á landi. Ber margt til þess og má þar nefna stærri og betri húsakynni en áður hafa þekkzt, og að hugsað hefur verið meira um útlit sýningarinnar cn áður hefur þekkzt, meira gert tii þess að upplýsingar blasi hvarvetna við aug- um gesta, svo að í svipleiftri geti þeir litið langa og fjölþætta þróunarsögu, og mikið lagt upp úr smekkvísi í hverri sýningardeild. En það sem mestu máli skiftir þó er það, hve stórkostlega íslenzkur iðnaður hefur aukizt um fram- leiðslu og framleiðslugreinar síðan seinasta iðnsýning var haldin. — Hér er ein mvnd frá sýningunni, ekki birt vegna þess að hún gefi neina hugmynd um heildarsvip sýningarinnar, heldur vegna þess að hún sýnir viðleitni að nota vatnsafl, þar sem fallhæð er svo lítil að áður hefur ekki þótt tiltök að fram- leiða þar rafmagn. Allur iðnaður þarf orku. Vatnsaflið er nóg á íslandi og það þarf að hagnvta sem bezt. Mvndin getur því verið táknræn fyrir það hvers is- lenzkur iðnaður þarfnast mest: orku og hugkvæmni. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M ) inn af öllum íbúum Bandaríkjanna yfir fimmtugt. Gerontologi er sú fræðigrein kölluð, sem fjallar um aldur manna og orsakir til líkamshrörnunar og hver ráð sé til þess að menn deyi ekki fyrir aldur fram. Markmið hennar er þó ekki að gera menn sem elzta, heldur að sanna að menn geti haldið lífsfjöri sínu og starfsorku þrátt fyrir háan aldur. í hennar augum er það heimska að telja aldur manna i árum og segja að þeir sé orðnir óstarfhæfir þegar þeir hafa náð vissum aldri. Starfsþreki og starfs- hæfni manna er ekki lokið við neitt ákveðið æviskeið. (Þýtt). ★ ★ ★ ★ íslenzk ráðvendni. Enskur maður, Charles Forbes, ferð- aðist hér um landið fyrir tæpum hundrað árum. Hann segir, frá því að hann hafi komið seint ufff kvöld (kl. 10) að Hvítá í Borgarfirði og þurft fylgd yfir hana og upp að Reykholti. Kom hann þar að bæ, þar sem allt fólkið var önnum kafið við heyhirð- ingu, þótt liðið væri á dag, og fekk hann bóndann til að hlaupa frá hirð- ingunni og fylgja sér. Hvítá var ill yfirferðar og þeir lentu í myrkri í henni, svo að honum þótti nóg um,- Bóndinn skilaði honum þó heim að Reykholti um nóttina og höfðu þeir þá verið þrjár klukkustundir á leiðinni. Forbes segist þá hafa rétt bónda tvo ríkisdali í þóknun fyrir fylgdina, en það hafi ekki verið við komandi að bóndi tæki nema við öðrum — hann sagði að það væri nóg borgun. Þórunn tálausa í september (1737) heyrðist þjófn- aður Þórunnar Magnúsdóttur er kölluð var tálausa. Hafði hún stolið á Höfða- strönd, á Laugalandi á Bökkum og í Brimnesi í Viðvíkursveit, bæði fiski úr hjöllum og bæarhúsum, þar með smjöri og mjöli allvíða. — Sonur hennar 14 vetra, Guðmundur Guðmundsson fylgdi henni í verki þessu. Var þingað um hana í Viðvík 15. október; var henni dæmt húðlát og þar hýdd af Sigurði böðli Bjarnasyni, en hún látin hýða Gvend son sinn sjálf, fyrir þjófn- að þann og aðrar ódáðir, sem hún hafði honum kennt. (Mælif. ann.) Hnerrar Guð hjálpi mér, segja menn þegar þeir hnerra, eða Guð hjálpi þér, þegar annar hnerrar. Þessi siður er fyrst kominn upp í Svartadauða. Hann gekk í héraði einu sem annars staðar hér á landi og strádrap fólk. Loksins kom hann á einn bæ, þar sem tvö systkin voru. Þau tóku eftir því, að þeir sem dóu á bænum, fengu fyrst geisilegan hnerra, og af þessu tóku þau upp á því að biðja guð fyrir sér og hvort fyrir öðru, þegar þau fengu hnerrana. Lifðu þau tvö ein eftir í öllu héraðinu. Af þessu skal jafnan biðja Guð fyrir sér þegar maður hnerrar og deyr þá eng- inn af hnerrum. Kúfiskur hefir lengi verið hafður til beitu á Vestfjörðum. Um 1890 var byrjað að veiða hann með svonefndum „plóg“ og þessi plógur varð afkastameiri með hverju árinu sem leið, enda jókst beituþörf mjög eftir að vélbátarnir komu. Nú er sagt að kúfiskur sé ná- lega upp urinn við Djúp, en gnægð af honum enn í Önundarfirði. En hvað verður það lengi þegar farið er að veiða hann til útflutnings? Vetrarspá Það veit á góðan vetur, ef þrisvar snjóar í fjöll fyrir lok ágústmánaðar. Þeir snjóar heita „vetrarkálfar". Aðrir segja að ef snjói í fjöll í hverjum sum- armánuði, verði vetur góður. — Það þykir og góðs viti ef vötn og ár leggur á haustin án þess að bólgna upp.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.