Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1952, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1952, Blaðsíða 1
38. tbl. JttoYgtuiMatoiiiff Sunnudagur 12. október 1952. b®k XXVII. árg. Gunnar Robert Hansen: Heimildarkvikmyndir HEIMILDARKVIKMYND er orð, sem er tengt þýðing^rmikilli grein nútíma kvikmyndagerðar. Á vor- um dögum hefur heimildarkvik- myndin þróazt að slíku marki, að hún er ekki einungis orðin sjálf- stæður menningarliður; hún hefur einnig haft gjörbreytingar áhrif á kvikmyndalistina í heild. Og hver er svo merking orðsins „heimildarkvikmynd"? Með heim- ildarkvikmynd er átt við kvikmynd af fólki, atburðum eða kringum- stæðum, sem byggjast á bláköldum veruleikanum, án nokkurrar teg- undar skáldskapar — á sama hátt og sagnfræðingurinn byggir vís- indalegar kenningar á óvéfengjan- legum heimildum. Sjálft heitið heimildarkvikmynd — documentary' film — er upp fundið af helzta leiðtoga listgrein- arinnar, Englendingnum John Gri- erson. Máttur Griersons liggur í hæfileikum hans til að sjá mikil- fengleikann í fari almúgamannsins, hvar sem hann lifir. Sá skilningur hans, að almúgamaðurinn, sem af samvizkusemi gerir skyldu sína í þjóðfélaginu, sé hetja. Gunnar K. Hansen. Fyrsta kvikmynd Griersons hét „Drifters" — togarar — og fjallar um áhöfn eins fiskiskips. — Við sjáum fiskimennina á heimilum þeirra, í fiskimannabænum, og fylgjum þeim síðan til starfans á sjónum. Og þetta er honum nóg efni til úrvinnslu. Hann þarfnast einkis leikaraskapar með ást og kvöl. Hann hefur ekki áhuga fyrir einkalífi fiskimannanna. Fyrir hon- um eru þeir eingöngu hetjur í starfi sínu og dirfsku, og þetta starf er nógu „spennandi" bara vegna vandamálanna, sem upp rísa á skip- inu, og viðbrögðum hinna dug- miklu manna, sem leysa úr þeim. Það lá hendi nærri að marka nýa stefnu með kvikmynd um fiski- mennina, enda tölum við oft um „hetjur hafsins". En frá þeim er ekki langt skref til annarra stétta. Hvers vegna ekki að gera líka kvik- mynd um hetjur kolanámunnar? Eða hetjur járnbrautanna? Eða um hetju eldhússins? Um þreklund hennar, ráðsnilld og dugnað, sem við eigum allir meira eða minna að þakka — ekki hvað sízt á tím- um dýrtíðar og vöruskömmtunar. í mörgum löndum hafa um árabil verið gerðar kvikmyndir um hetj- ur hversdagslífsins. Og enn er verið að gera margar slíkar myndir. Skerfur sá, er Grierson lagði til heimildarkvikmyndarinnar varð byrjun á upphefð enskrar kvik- myndalistar —¦ sem haf ði á margan hátt annan verið mjög skammt á veg kominn. England tók algjör- lega forustuna á sviði heimildar- kvikmynda. Grierson hafði nefni- lega ekki aðeins hæfileika til að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.