Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1952, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1952, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 489 að frumteikningar voru gerðar að mannvirkjunum og til smiðshöggs- ins. Skipulagning nauðsynleg Áður en ég held lengra verð ég að vekja athygli á nauðsyn þess, að kvikmyndaframleiðslan sé ná- kvæmlega skipulögð með tilliti til framtíðarinnar, og það mjög langt fram í tímann, vilji menn ekki eiga á hættu að missa tækifæri. Danir eru t. d. byrjaðir á vinnu við kvik- myndir, sem eru þess eðlis að myndatakan verður framkvæmd á 10 árum eða jafnvel lengri tíma. Ég nefni sem dæmi myndina um sandmýrina á Norður-Jótlandi, sem fjallar um ræktun eins af síðustu hrjóstursvæðum Danmerkur. Séu álíka fyrirætlanir á döfinni eða framkvæmdar hérlendis, yrði fyrir- huguð kvikmynd um þær að skipu- leggjast eða hefjast hið allra fyrsta. Einungis með því að fylgja starfinu eftir frá einu stigi framvindunnar til annars er hægt að gefa ljósa mynd af því, í hverju hin sífellda breyting til hins nýa íslands er falin. Nú er það orðið um seinan að gera fullkomna mynd um raf- orkuverið við Sogið, sem olli bylt- ingu í iðnaði landsins. Þó má enn gera mjög athyglisverða kvikmynd um það efni, því að hinar nýu við- bætur við orkuverið sýna að það er í stöðugum vexti. Á hinn bóginn má svo gera menningarlega verðmætar kvik- myndir um framkvæmdir, sem fyrir löngu eru komnar í fulla starfrækslu. Kannske verðið þið hissa á því að ég sting upp á heilli mynd um íslenzku síldarverksmiðj- urnar. Þið segið kannske: „Það er ekkert fallegt við síldarverk- smiðjur!“ En ég segi: „Ó jú! Allt, sem stuðlar að þjóðfélagslegri vel- ferð, er fallegt!“ Og síldarverk- smiðjurnar eru mjög athyglisverð- ar — menn vita það bara ekki, því flestir þekkja ekki annað til þeirra en óþefinn. En ef þeir þekktu betur til þeirra, myndi fýlan meira að segja ef til vill verða þeim til gleði, því hún er tákn þess, að verið er að framleiða verðmæti fyrir alla þjóð- ina. Og öllum ber að gera sér ljóst í hverju þessi verðmæti eru fólgin. Menn eiga að fá að sjá alla starf- semina frá því að síldin veiðist til þess að hreint lýsið er komið í geymana, og þeir ættu að sjá hvað má gera úr lýsinu — og hvað fæst flutt inn til landsins fyrir andvirði þess. í útlöndum hafa kvikmyndir um jafn óskáldleg efni og sements- verksmiðjur og skipasmíðastöðvar vakið mikla athygli. Flugvél ög skip Ég minnist þess þegar ég sá í fyrsta sinn eina af hinum stóru, glæsilegu flugvélum íslendinga á Kastrupflugvelli. Mér hnykkti við er ég gerði mér grein fyrir hvílíkar feikna framfarir hefðu orðið á ís- landi, síðan ég heimsótti það land síðast, árið 1935. í flestum löndum hafa verið gerðar „spennandi" kvik -myndir um nútíma flug, þar sem fylgzt er með á langri ferð, og lýst af nákvæmni ekki bara störfum áhafnarinnar heldur fjölda annarra manna, þúsundir kílómetra í burtu, útsendingu veðurfregna og undir- búningi á flugvöllum og þess hátt- ar. Og skipin! — eru þau ekki þjóð- arstolt, bæði togarar og farþega- skip? Englendingar ruddu á sínum tíma brautina með kvikmyndinni „Drifters“ — um síldveiðar á At- lantshafi, og Danir hafa gerf svip- aða mynd. En íslenzku togararnir eru langtum fullkomnari og ný- tízkulegri skip — þeir ættu að fá sína eigin kvikmynd. Og „Gullfoss“! — hvílíka kvik- mynd mætti ekki gera um þá skeið! Að sýna hversu slíkt farþegaskip er heimur út af fyrir sig, þar sem hver einasti maður, frá skipstjóra til matsveins, gegnir sínu mikils- verða starfi. Ekki mætti láta við það sitja að sýna snotrar myndir úr sölum og klefum, heldur einmitt allt það, sem farþegarnir veita ekki eftirtekt. Farið skyldi með áhorf- endurnar í hvert einasta rými skipsins, sýna allt sem skeður frá brottförinni og þar til komið er í nýa höfn — við verðum að sjá allt fólkið sem vinnur að því að gera ferðalagið eins þægilegt og öruggt fyrir farþegana og mögulegt er. Ferðalagið verður áhorfandanum til tvöfaldrar gleði næst þegar hann fer með skipinu — þegar hann gerir sér ljósa grein fyrir því, hvað för um úfið haf útheimtir í dugnaði og árvekni hjá hverjum einasta manni um borð. Bæði þessi kvikmynd og sú fyrr- nefnda yrðu verðmætar á margan hátt, bæði fyrir nútíð og framtíð. Og ekki kæmu þær sízt að notum sem kennslukvikmyndir, þar sem þær eru einfaldlega myndirnar um „Nýtízku flugvél“ — „Nýtízku far- þegaskip“ o. s. frv. u Áróðursmyndir Þriðji flokkur heimildarkvik- mynda, sem er mjög útbreiddur, er áróðursmyndirnar. Þær kenna mönnum hvað þeir eiga að gera í dagfari sínu, og fyrst og fremst hvað þeir eiga ekki að gera, ef þeir vilja komast hjá að vinna sjálfum sér og öðrum tjón. —• Um þessar myndir er ógerlegt fyrir ókunnug- an að segja hvar þörfin er mest. Framleiðslunni yrði að haga eftir tilvísan Slysavarnafélagsins, land- læknisembættisins og slíkra stofn- ana. Efni myndanna getur verið margs konar — smátt og stórt —• frá hættunni við að fikta við raf- magnsleiðslur, með eftirfarandi húsbruna, til matreiðslu með til- sjón af beztri nýtingu næringar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.