Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1952, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1952, Blaðsíða 16
500 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fornaldarminjar í Þýzkalandi SNEMMA á þessu ári var þýzkur verkamaður að grafa skamt frá Salz- gitter í Neðra-Saxlandi, og rakst þá á minjar frá steinaldarmönnum. Hefir fomleifafundur þessi vakið athygli fornfræðinga um allan heim, vegna þess hve merkilegur hann þykir. Byrjað var þegar að rannsnka stað- inn og hafa þar fundist um 700 hlutir, þar á meðal mammútstennur (er vega um 10 pund), steinaldarvopn, þirking- aráhöld, bein, horn, plöntur, skeljar og fiskbein. Fornfræðingar, sem hafa rannsakað staðinn, segja að það sé auglióst að þarna hafi verið sumar-veiðistaður fyrir svo mörgum öldum, að þá hafi menn ekki átt sér aðra bústaði en hella. Og vegna þess hve mikið er þarna af allskonar beinum, hafa þýzk- ir fornfraeðingar gizkað á, að þarna hafi þá verið vatn eða á, sem fiskar hafi lifað í, en landdýr sótt þangað til þess að fá sér að drekka. Fyrst í stað gizkuðu menn á að þessar fornleifar mundu vera um 200.000 ára gamlar, en nú er talið að aldur þeirra sé um 120.000 ár. Sýnishorn af steinum, beinum, jurt- um og upplýsingar um jarðlagið, sem þetta fannst í, hefir verið sent til jarðfræðinga, dýrafræðinga, jurtafræð- inga og fornfræðinga í Bandarikjum, Englandi og Frakklandi. Telia allir að þetta sé einstakur fornleifafundur, og ber margt til bess. HHitirnir fundiist i óhreyfðum leir um 16 metra undir yfirborði jarðar og höfðu haldið sér svo vel, að beinin eru ekki orðin steind. Og áreiðanlega er þetta frá veiðistöð — hinni elztu sem menn hafa fundið. Prófessor Tode, sem hefir fornleifa- rannsóknir fyrir þjóðminjasafnið í Brunswick, segir um þenna fund: „Hér er um að ræða hinar elstu minjar mannabygða, einhvern tíma frá því snemma á seinustu ísöld. Þarna hafa fundist merkileg verkfæri og vopn ásamt dvalarstrð og minium um að þ?r hafi verið k"eikt bál. MSrC hnndr- uð e^piuð áhöld o" \opn úr ste'ni hafa fund'st þarna. F"riy- i?>rðfræð'r><'s hef- ir þessi fundur þá srrstaka WílH#n, að nú er hægt ?ð draga á'vktanir um framþróun dýra og manna eftir BLÓMARÓSIR — BLÓMADKOTTNING — Á mánudaginn var lauk Garð- yrkjusýningunni með því að valin var blómadrottning ársins. Átta blómarósir kepptu um titilinn og sjást þær allar hér á myndinni, og þótti það ærið vandaverk að pera upp á milli þeirra. Sú, sem fyrir valinu varð, heitir Heba Jónsdóttir og stendur lengst til hægri á myndinni. Hún er 19 ára að aldri, dóttir Jóns heitins Jakobssonar prests á Bíldudal. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) jarðlaginu, sem þetta fannst i. Af dýraleifum eru þarna mammútstennur, horn af bisonuxa, bein úr villihestum, hreindýrum og nashyrningum og hefir því dýrafræðin líka mikið á þessu að græða. Af jurtaleifum sést að hér hafa þá verið freðmýrar. Allt þetta gefur upplýsingar um löngu liðna tíma". Sumt af vopnunum er þó þannig gert, að þau benda til meiri tækni en talið er að verið hafi á þeirri öld, og menn eru í vafa um hvernig á að skýra þetta. Sumir segja að þetta beri vott um upphaf menningartímabils, þegar sögu hellisbúanna var að verða lokið og hugvitsmaðurinn kemur á sjónarsvið- ið. Það þykir líklegt að þessir menn hafi veitt hin stærri veiðidýr í gildr- ur, svo sem mammúta, hreindýr og bisonuxa og þá gátu þeir ráðið nið- urlögum þeirra með þeim vopnum, er þoir höfðu. Mö-gum ö'dum síðar drápu hermenn Hannibals fíla sína á þann hátt, að þeir settu oddhvassan stein á svæfingarholuna á þeim og börðu svo á með óðrum steini. En það er áreiðanlest að þessir menn í Saxlandi hafa verið uppi þúsundum ára áður en hinir, sem máluðu hellamyndirnar í Frakklandi, Spáni og Júgóslafíu. Eldstæði hafa glögglega sést þarna, svartir blettir í leirnum. Er líklegt talið að menn hafi ekki hafst þarna við nema þrjú eða fjögur sumur. Þar á milli hefir flætt þarna yfir í vor- leysingum og askan sigið niður í blaut- an leirinn. Þess vegna eru þessir svörtu blettir í honum. (Úr „Star Weekly" í Toronto). *•**• ^jriaoraPoh Jón Þorkelsson rektor leit altaf á hitamælinn, þegar hann kom inn í bekkinn, því að hann var mjög kulvís. Einu sinni héldum við hitamælinum niðri í fötu með ísvatni í fimm mínútur rétt áður en rektr.r kom inn. Jafnframt kappkyntum við ofninn, svo að funheitt var í bekkn- um. Þegar rektor kom, leit hann á hitamælinn og sagði „Skelfing er nú kalt hjá okkur í dag, piltar mínir". Rektor trúði betur hitamælinum en sjálfum sér. (Dr. Jón Stefánsson).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.