Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1952, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1952, Blaðsíða 6
490 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS efna, otí heppilegustu blöndun fæðutegunda. Skógrækt — og framtíð þjóðaritinar Eitt viðfangsefni er það, sem mér virðist að liggi beint við og geti haft mesta þýðingu, og það er áróðursmvndir til stuðnings við hina miklu starfsemi Skógræktar ríkisins. Kvikmyndin telst vera öflugasta áróðurstæki vorra daga, og í þessu tilfelli ber að nevta allra bragða til að gera hverjum einasta íslendingi það ljóst — og þá ekki sízt börnunum — hversu mikil þörf er á samstarfi allra landsmanna um að bæta framtíð lands og þjóðar. Það má gera ekki bara eina, heldur margar kvik- myndir um þetta efni, þannig að allar hafi ómetanlega þýðingu. Og það mun koma í ljós með tíman- um, að hverri einustu fjáfveitingu í þessa átt hefur vórið vel varið. Hægt er að gera kennsiumyndir til að sýna einstaklingum hentugustu hlutdeild í þessu starfi í sínu eigin landi. Hægt er að gera leikræna áróðursmynd til að vekja áhuga hjá öllum. Og það er hægt að gera barnakvikmynd, sem vekur ást barnanna strax í æsku á jurtum og trjágróðri, og fær jafnvel þau yngstu til að gera sér auðveldlega grein fyrir því; hversu mikil bless- un skógurinn er fvrir mennina. Kvikmyndir söguiegs efnis Ég ræddi áðan um nauðsyn þess að skipuleggja framleiðsluna langt fram í tímann — og að bíða þess ekki, að allt verði um seinan. Þetta gildir ekki hvað sízt um þann flokk menningarkvikmynda, sem ég mun nú gera grein fyrir, og sem hlýtur að vera sérstaklega athyglisverður fyrir íslendinga — það eru sögu- legu kvikmyndirnar. Hér úir og grúir af skemmtilegum verkefnum, sem hægt er að kvikmynda enn í dag, En eftir ein tíu ár héðan í frá kann það að verða um seinan. Með hverju árinu sem líður minnka möguleikarnir til að gera íslenzkar kvikmyndir með ómetanlegt menn- ingargildi. Og komandi kynslóðir munu fella þungan dóm yfir þessa kynslóð fyrir vanrækslusyndir hennar. Gömul íslenzk bændamenning verður, á meðan hægt er, að geym- ast eftirkomendum í lifandi mynd- um. ísiand hefur þá einstæðu að- stöðu, að hér hafa til skamms tíma verið notuð mörg hundruð ára gömul vinnubrögð — sum hafa ef til vill haldizt óbreytt í 1000 ár. Hér hefur nefnilega verið stokkið yfir mjog ..vferulegan hluta þróun- arin'nar — þið stukkuð blátt áfram fra miðoldunum inn í heim raf- orkunnar og bensínhreyfilsins. — Þess vegna er nú í Þjóðminjasafn- inu svo margt um gömul og mjög athyglisverð verkfæri og amboð. En einungis fáir öldungar kunna í dag skil á þeim. Og þegar frá líður, faum við ekki framar séð þau starf- rækt lifandi höndum. Minnisvarði um ósigrandi þjóð Þessi gömlu amboð og iðjutól eru vitnisburður um þolinmæði, þrautseigju og hugmyndaflug fá- tækrar þjóðar undir aldakúgun og arðráni. Það er hrífandi að sjá þá snilld og hugvitssemi sem leiddi til þess að allt var nýtt — allt til sauð- arvölunnar og hrosshársins. Kvik- mynd þar sem þessir hlutir væri ekki tlauðir safngripir, heldur áhöld í notkun, yrði í sjálfri sér minnisvarði um þetta ósigrandi fólk. Og slíkar kvikmyndir myndi aldrei úreldast, þær yrðu nýung hverrar kynslóðar, öld eftir öld. Þær hefðu ekki hvað sízt ómetan- legt gildi við íslandssögukennslu í skólunum. Börn hafa ekki það hug- myndaflug sem þarf til að fá áhuga fyrir hlut, sem liggur í glerkistu hjá bréfseðli. En þau hrífast af því sem þau sjá búið til. Og við rann- sóknir erlendis hefur löngu komið í ljós, að börn eru miklu fljótari að átta sig á því sem þau sjá, en því sem þau lesa eða heyra sagt frá. Að skrá fortíðina til geymslu á kvikmyndum er mikið verkefni, sem útheimtir vandlega gerða áætl- un, því viðfangsefnin eru sann- arlega mörg. Fyrst verður að gera skil þeim hlutum og starfsaðferð- um, sem enn eru við líði — þ. e. a. s. gamla íslenzka sveitabænum, lífinu í bænum, búskapnum — ræktunar- aðferðum og skepnuhirðingu. Gera mætti eftir því sem bezt liggur við smámynda samstæður um hin ein- stöku atriði, sem fyrst mætti sýna útaf fyrir sig, en síðar yrðu not- aðar samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun sem kaflar í mjög stóra kvikmynd; hún yrði að lokum al- hliða frásögn, sem gæfi stórkost- lega heildarinnsýn í líf fólksins í gamla daga. En til þess útheimtist að gerð kvikmyndarinnar sé hagað eftir vendilega gerðu handriti, sömdu í samstarfi við Þjóðminja- safnið og aðra þá aðilja, sem bezt bera skynbragð á viðfangsefnin. Þessi skipulagning, þar sem gefið er yfirlit um viðfangsefnin og ákveðið á hverju skal byrjað, er það þýðingarmesta, sem hefjast verður handa um án tafar. Síðan má taka kvikmyndirnar eftir því sem tími og efni leyfa hverju sinni — þó að sjálfsagt sé að byrja á gerð þeirra mynda, sem mest ligg- ur á. Það liggur í augum uppi, að ekki má gleyma fiskveiðunum sem þætti í þessari sömu heildarmynd, því oft og tíðum var íslenzki bóndinn jafnframt fiskimaður. Gamlar að- ferðir við fiskveiðar og fiskverkun verða að geymast, aðferðir, sem nú eru um það bil að hverfa úr sög-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.