Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1952, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1952, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 493 .. *íí£jjjjir -c -*^^*Égj^^H ¦Sf 'mHe- .'.?'-".,', ^KS'" TREÉÍ&dfc^''^-^ 11 -•¦¦¦^*JÉ^-'- Tekið sýnishorn aí bræddu stáli til eínarannsóknar. 2500 dollara smálestin, en í því er mikið af dýrum málmum, allt að 40% chrome, nikkel, molybdinum o. íl. Þessari stáltegund er œtlað að þola sterka gufu af sýrum og háan hita, eða allt að 900 st. F., án þess að ryðga eða flagna. Þetta er óvenjulegt stál og á því er ágóði mestur, enda er meiri hætta að íara með það. Annars eru framleiddar hundrað tegundir stáls, en ég drep á þetta dæmi til að sýna hvernig verðið breytist eftir gæðum. Nú er stálsteypan send í aðrar verksmiðjur þar sem hún er hefl- uð og löguð á ýmsan hátt, þar til hún er orðin vinnandi hlutur í vél. Þeir, sem að þessu sinna, iá allríf- lega fyrir sinn snúð, og mætti segja mér að í þeim meðförum bættust önnur 300% ofan á verðið. Er því eðlilegt að varan sé orðin nokkuð dýr þegar hún kemur í hendur kaupandans. Við því er að vísu ekkert að segja, því að allir verða að fá nokkuð fyrir sinn snúð. En þá langar mig til þess að spyrja: Hvenær ætla íslendingar að njóta þessa ágóða sjálfir? Hve- nær ætla þeir að hætta að senda brotajárn úr landinu og kaupa á það vinnu útlandinga fyrir dýr- mætan og torfenginn gjaldeyri? Er ekki nær fyrir þá að spara gjald- eyririnn og nota sínar eigin hend- ur til þess að smíða úr járninu? Ný öid fer í hönd á íslandi — vélaöld. Það er farið að ræsa fram víðáttumikil nýræktarJönd með stórvirkum skurðgröfum. Svo þarf vélar til að plægja þetta land, herfa, sá í það, siá og raka. Og eftir því sem hin nýa búskaparað- ferð heppnast betur, því fleiri verða bændurnir og um leið þörf fyrir fleiri vélar. Innflutningur á velum hlýtur að aukast og marg- faldast, því að aldrei íramar verð- ur horíið að hinu gamla búskapar- lagi að notast við orf og hrííu, pál og reku. Ræktunin eykst ár frá ári og bændur . leggja meira og meira á vélar sínar. Og þá verður meira slit á vélunum, eins og eðli- legt er. Þá vantar varahluti og ný- ar vélar og æ meiri kröfur verða gerðar til innflutnings á vélum og vélahlutum, því að framleiðslan má ekki stöðvast. Hafa íslendingar gert sér grein fyrir því hvert hin nýa vélaöld leiðir þá? Hún krefst síaukins inn- flutnings, síaukins erlends gjald- eyris. Bændur verða að fá allar þær vélar, sem þeir treysta sér til að kaupa og nota með góðum árangri. Undir því er komin fram- tíð landbúnaðarins. Víkjum þá að öðru. Ég sá í „ísafold" að þið eruð að koma ykkur upp sementsverk- smiðju og er það aðkallandi fyrir- tæki. En undir eins og þið farið að hreyfa hjól, þá farið þið að slíta stáli. Sementsverksmiðjur eru frekar á stáleyðslu. Ég þekki það. Fyrst og fremst hefi ég búið til mikið af stáli handa sementsverk- smiðjum, og í öðru lagi er mér kunnur rekstur sementsverksmiðja, því á árunum 1914—1916 vann ég við eina slíka (The Canada Cem- ent). Mestur hluti sements er unninn úr hörðu grjóti og er það malað í mörgum mismunandi kvörnum og síðan sett undir mismunandi valt- ara (revolving drums), sem gera grjótmulninginn að duíti. Kvarn- irnar eru smíðaðar úr manganese- stáh, en valtararnir eru úr chrom- stáli og er hörkustig þess 500, en í venjulegu stáli er hörkustigið 150, og af því má sjá mismuninn á herslunni. Fyrsti stálbræðsluofn í Kanada. Þar byrjaði Jón.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.