Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 621 upp. En þegar vindur stendur af landi, þeytir hann mjallarstrokun- um langt út á fjörð svo að ekkert sést. Hásléttan er marflöt og víð', en dalirnir eru djúpir og í hlíðum þeirra og klettum má líta milljón ára gömul jarðlög, hvert ofan á öðru. Víða eru skriður í hlíðunum, en upp úr þeim og milli þeirra rísa klettaborgir likastar austurlenzk- um musterum og hofum. I suðri byrgir hið mikla Nordenskjölds- fjall fyrir útsýn. Það gnæfir yfir Longyearjökulinn, sem nær niður í skarðið hjá Fardal. í vestri örlar á bækistöð upp úr snjónum. Þarna eru nokkrir Svíar að bora eftir kolum. Náman, sem þarna var, var til þurrðar gengin þannig að kolalögin voru ekki orð- in annað en flísar og því þurfti að leita fyrir sér annars staðar. En austan megin í Longyeardalnum virðist vera gnægð kola, alla leið niður undir sjó. Rétt áður en ég legg á skarðið á leið niður að sýslumanns bústaðn- um þar sem ég dvelst, flýgur rjúpna f lokkur upp undan fótum mér. Þær eru snjóhvítar, svo að ég greindi þær ekki frá snjónum. Þær taka strykið beint upp í Advent-fjallið, þykjast víst öruggari þar. Áður voru rjúpur mjög spakar hér, en nú hafa þær víst komizt að raun um að manninum er ekki að treysta. Nýgiftu hjónin höfðu boðið til sín gestum og unga frúin hafði matreitt sjálf. Hún bar á borð steiktar rjúpur. Gestirnir töldu sér skylt að hrósa matnum, og enginn var þó jafn hrif- inn og húsbóndinn. — Þetta er svo góður matur að ég get ekki lýst því með orðum, sagði hann. Elskan min, með hvaða sælgæti hefirðu fyllt fuglana? — Fyllt fuglana? endurtók hún vandræðalega. Ég skil ekki. Eru þeir holir innan? YMISLEGT UM BAÐSTOFUR Baðlif á miðöldum M E N N hafa snemma tekið upp þann sið að hafa baðstofur, eða baðherbergi í húsum sínum. Fyrir skömmu hafa menn fundið bað- herbergi í rústum borgar nok.k- urrar austur a Indlandi og er það talið 5—6000 ára gamalt. Og einn af konungum Egypta lét gera bað- stofur í sambandi við ibúðarskála verkamanna þeirra, er unnu að því að byggja höll hans, og síðan eru nú liðin 3500 ár. Seinna urðu þessi baðhús að bað- höLlum hjá Grikkjum og Rómverj- um, þar sem menn fengu sér eigi aðeins bað, heidur réðu þar ráðum sínum og dvöldust þar langdvöl- um. Baðhúsin voru þá jafnframt orðin samkomustaðir. =D= Á miðöldunum risu opinber bað- hus upp í öllum borgum, og þang- að sótti rikisfólk og höfðingjar. Þá fóru þar fram veitingar á mat og drykk. Menn sátu i stórum staíkei- um, tveir og tveir og á milli þeirra var fjöl lögð yfir kerið og þar iram reiddur matur og drykkjarföng. — Þarna gátu menn setið eins lengi og þá lysti. Auk þess voru í hús- um þessum stórar laugar, með svölum í kring, þar sem áhorf end-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.