Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1953, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1953, Síða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hvorki kennt þreytu né mæði á meðan vígahugurinn var í honum. Gekk hann nú upp á sjávarbakk- ann og lagðist þar til hvíldar og leit yfir valinn. Og" nú fyrst gaf hann sér tíma til að kasta tölu á hvalina. Þeir voru 67, og hann einn hafði ráðið niðurlögum þeirra allra. Fjaran var öll blóði drifin og víkin öll eins og blóðhaf að sjá. En þarna í fjörunni lágu sextíu og sjö gljásvartir skrokkarnir, 17—23 fet á lengd. Fyrir rúmum tveimur klukkustundum höfðu þeir allir verið bráðlifandi og á sundi þarna í víkinni. Nú lágu þeir dauðir á þurru landi. Það var bærileg morg- unveiði eins manns. ★ Sumarliða varð brátt ljóst að honum var ekki til setunnar boðið. Það var ekki nóg að hafa banað hvölunum. Eftir var að bjarga veiðinni, og það gat hann ekki gert einn. Hann varð að fá menn til að- stoðar við að festa hvölunum og skera þá. Veður var að breytast, var að ganga upp á norðvestan og farið að brima úti fyrir. Það varð að festa hvölunum áður en flæddi og brimaði, annars var hætt við að sjórinn tæki fenginn frá honum aftur. Sumarliði reis nú á fætur og lagði á stað til Rekavíkur. Er þang- að um 20 mínútna gangur. Kom hann þangað um hádegi og hitti Sigmund Guðnason bónda úti við fjárhús. Brá Sigmundi mjög er hann sá gestinn og sýndist Sumar- liða sem hann mundi helzt vilja forða sér inn í húsin. Þótti honum það undarlegt, því að sjálfur hafði hann alls ekki gert sér grein fyrir því hve ógurlegur hann var ásýnd- um, blautur og alblóðugur frá hvirfli til ilja, með sandslettum hér og hvai, sem tolldu í blóðinu. Kast- aði Sumarliði nú kveðju á bónda og er bóndi þekkti röddina varð honum hughægra, sneri sér að honum og mælti: — Hvað er að sjá þig maður? Hefurðu drepið eitthvað, eða hef- urðu stórslasað þig? Sumarliði sagði honum þá upp alla sögu, að hann hefði banað 67 hvalfiskum og þyrfti nú á hjálp að halda til þess að bjarga þeim undan sjó. Ekki virtist honum Sigmundur leggja mikinn trúnað á þetta, held- ur sagði hann að bezt væri fyrir Sumarliða að koma heim með sér og þvo sér. Þegar heim kom brá öllum í brún að sjá Sumarliða, en er fólkið vissi að hann var ómeidd- ur, fór kvenfólkið að skellihlæja, því að svo ótútlegan mann þóttist það aldrei hafa séð á ævi sinni. Og það lá við að Sumarliða hnykkti sjálfum við, er hann leit sig í spegli, því að sannast að segja var engin mannsmynd á honum. Varð hann því feginn að skola andlit og hendui, en um útganginn á fötun- um varð ekki bætt. Sagði hann fólkinu nú aftur alla söguna um það hvernig hann hefði banað hval- fiskunum og þóttust menn vita að eitthvað væri hæft í því, sem hann sagði, enda þótt þeir teldi hvala- töluna ýkjur. Fyr má nú rota en dauðrota! Vildi þó hvert manns- barn á heimilinu fara með honum heim í Höfn til þess að fá að sjá veiðina. Lagði svo allur hópurinn á stað þangað og verður ekki lýst undrun fólksins er það sá hvala- kösina með eigin augum. Það hafði alls ekki getað gert sér grein fyrir því fvr hvert afrek einn maður hafði hér unnið. ★ Nokkru seinna komu Hornmenn þangað á báti. Voru þá komnir þar alls 8 verkfærir karlmenn og var nú byrjað á því að skera hvalinn. Skáru þeir tvo eða þrjá, en þá var svo komið að nauðsyn var á að festa hinum svo að sjór tæki þá ekki út. Komu nú kúfiskveiðarfæri Sumarliða í góðar þarfir, því að strengina notuðu þeir til þess að binda saman hvalina og tjóðra þá. Tvö eða þrjú akkeri átti Sumarliði líka þarna niður við sjóinn. Voru þau grafin niður ofan við hákamb- inn og strengirnir bundnir í þau. Var komið myrkur áður en þessu öllu væri lokið og talsvert farið að brima. Hvalirnir voru svo þungir, að ekki var viðlit að hreyfa þá neitt á meðan þeir lágu á þurru, en þegar flæddi undir þá og þeir flutu upp, voru þeir laufléttir og voru þá dregnir eins hátt og unnt var. Var svo ekki hægt að gera meira þá um kvöldið og gengu menn til náða, hvíldinni fegnir. Með birtingu að morgni var aft- ur haldið niður að sjó. Þá var há- flóð og er þeir köstuðu tölu á hval- ina, vantaði tvo. Hafði þá tekið út um nóttina, þrátt fyrir umbúnað- inn. Sumarliði náði sér nú í sjón- auka og tók að skyggnast um eftir þeim. Sá hann þá brátt annan þeirra á floti út á víkinni og barst hann nær og nær landi. Eftir all- langa hríð sá hann einhverja svarta þúst á sjónum lengra austur á vík- inni, um miðja vegu milli Hafnar og Horns. Reyndist það vera hinn hvalurinn. Báða hvali þessa rak á land um daginn, svo að allir náð- ust þeir. ★ Nú var hvalskurðurinn hafinn fyrir alvöru og stóðu 8 menn í því verki í fjóra daga. Sumarliði fékk leyfi til þess að bræða spikið af hvölunum í stöðinni á Hesteyri gegn því að hann hreinsaði stöðina á eftir. Þar var þá Sölvi bróðir hans við bræðsl -una. Síðan fekk Sumarliði vélbát- inn „Gunnbjörn“ frá ísafirði til þess að flytja spikið frá Höfn til Hesteyrar. Fengust þar úr því 40 föt af lýsi. En Sumarliði sá eftir því seinna að hann skyldi ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.