Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1953, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1953, Síða 7
' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7 HORFISIAR BORGIR FIMIMAST A MYNDUM TEKNUM ÚR LOFTI SÍÐAST LIÐIN 100 ár hafa rann- sóknir fornfræðinga aukið mjög þekkingu mannkynsins. Þeir hafa grafið úr jörð upplýsingar um horfnar þjóðir og menningu, sem kulnað hefur út fyrir langa löngu. Fornminjarnar eru áreiðanlegri heimildir heldur en jafnvel skráð- ar frásagnir, oft og tíðum. Vér höf- um sagnir um ýmsa atburði, sem gerðust löngu áður en menn fundu upp leturgerð. Þessar sagnir bárust mann fram af manni, kynslóð fram af kynslóð, þangað til ein- hver tók sér fyrir hendur að skrá þær. Má jafnvel kalla furðulegt hvað hin munnlega arfsögn hefur reynzt traust, hvernig menn fyr ,á tímum hafa kappkostað að segjá rétt frá. Og það eru fornleifarann- sóknirnar, sem staðfesta þessar sögur. Aftur á móti hefur það þrá- Nimrod í írak. Hér höfðu Assyríukonungar aðsetur á 9. öld f. Kr. Þústin í neðra horninu t. v. er leifar af Ziggurat. faldlega komið fyrir, að fornfræð- ingar hafa getað skygnzt óravegu aftur í aldir og kynnzt menningu þjóða, sem engar sögur fara af. Má þar meðal annars nefna Zimbabve- bygginguna miklu í Mið-Afríku og hinar tröllslegu mannamyndir á Páskaeynni í Kyrrahafi. Enginn veit ínn 'lívaða þjóðir þar hafa verið að verki. Margar fornar borgir og mann- virki hefur kæft í sand, einkum í íran, Mesopotamíu og Arabíu, þess- um fornu menningarlöndum. Önn- ur mannvirki hafa sokkið í jörð þannig, að jarðvegur hefur hlaðizt ofan á þau og hulið þau með öllu. Þannig er um mörg mannvirki Rómverja á Englandi, t. d. er nú 25—30 feta þykkt jarðlag ofan á herbúðum Rómverja er stóðu þar sem nú er London. TiTviljun ein hefur oft ráðið því að gömul mannvirki hafa fundizt, en þó hafa stundum fundizt merki- legar fornleifar vegna þess, að menn treystu því að sögusagnir væri réttar um það hvar þessi og þessi staður hefði verið. Þannig var það um Babylon, Trójuborg, Ur í Kaldeu (þar sem Abraham átti heima) og Tel-el-Amarna. Á eng- um þessara staða sáust nein merki um handaverk manna fyr en farið var að grafa þar. Nú hafa menn komizt að því, að ljósmyndir teknar úr lofti, sýna oft furðulega vel hvar forn mann- virki eru fólgin í jörð. Þetta stafar af því, að enda þótt fornar borgir sé horfnar í jörð, standa víðast Hadhr í írak, fannst fyrst t _ 1886 í eyði- mörkinni milli lEbt'i&sS Efrat og Tígris. Saga þess er ^ ókunn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.