Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1953, Blaðsíða 8
r
8
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
liUiai ai i viii-
verskri borg í
Silchester á Kng-
landi. Þótt þarna
sé nú akrar má
enn sjá úr lofti
hinar þráðbeinu
götur, sem verið
hafa í borginni.
hvar undirstöður allra veggja og
það mótar svo óljóst fyrir þeim í
jarðlaginu að menn sjá það ekki,
en ljósmyndin er það næmari en
augað, að hún nemur það. Ef gróið
er yfir rústirnar, og þótt sléttað
hafi verið yfir þær, koma þær samt
íram á myndunum, vegna þess að
gróðurinn hefur mismunandi svip
eftir því hvort grjóthleðsla er undir
cða ekki. Verður því að velja viss-
an árstíma til þess að taka slikar
myndir og er það bezt seinni hluta
sumars. Sézt þá glöggt, ef um akra
er að ræða, hvar mannvirki eru
undir yfirborði. Á þennan hátt
hafa fundizt ýmsar bækistöðvar
hinna fornu Rómverja í Englandi,
scm menn höfðu ckki hugmynd um
áður.
%
Ljósmyndir úr lofti hafa einnig
sýnt hvar forn mannvirki eru á
kafi í eyðimörkum, enda þótt engin
• inerki þess sjáist þar á yfirborði.
Verður þetta mjög til þess að létta
störf fornfræðinganna, þvi að nú
þurfa þeir ekki að leita fornmmj-
k arnia með ærnum kostnaði.
Oft er rætt um það að breyting-
ar muni hafa orðið á tíðarfari í
hinum ýmsu löndum síðan i íorn-
öld. Greinir visindamenn þar a eins
L og í svo morgu oðru, en þo er varla
nokkur vafi á því, að snemma á
steinöld hafi eyðimörkin í Sýrlandi
verið gróið og byggilegt land. Og
sagnir herma að fyrir 4000 árum
hafi verið tvöhundruðföld upp-
skera í Mesopotamíu, þar sem nú
eru sandauðnir. Þar er sagt að ald-
ingarðurinn Eden hafi verið, þar
sem nú heitir Kurna.
í nágrenni Babylons og Kish
hafa fundizt geisimiklir áveitu-
skurðir, sem benda til þess að
Efrat hafi þá runnið á allt öðrum
stað en nú. Arbela eða Erbil, sem
er suðaustur af Ninive, stóð einu
sinni á fljótsbakkanum, en er nú
langt frá því inni í eyðimörk.
Sá hét Uruash Zikum, sem reisti
hið mikla mánahof í Ur, turn í
mörgum hæðum, sem kallaður var
„Ziggurat". Hann heíur nú nýlega
verið grafinn upp og hefur haldið
sér furðu vel. En þetta er ekki
hinn eini „Ziggurat" því að í flest-
um borgum frá þeim tíma var slík-
ur „himnastigi“. Var þeim valinn
staður þar sem hæst bar. Nafn-
kunnastur er „Ziggurat“ í Babylon,
sem á Gyðingamáli fekk nafnið
Babelsturn, en hann er nú svo
gjörsamlega hcjrfinn að ekki sést
annað af honum en undirstöðurnar.
Nýlega var verið að grafa upp
borgina Tel Harmel skammt frá
Bagdad. Þar fundust 2400 leirtöflur
með áletrunum og er talið að þær
sé um 4600 ára gamlar. Þær sýna
að þekking hefur þá verið þar á
háu stigi. Menn hafa verið vel að
sér í landafræði, grasafræði, sagn-
fræði, læknisfræði, stærðfræði og
stjörnufræði.
Borgin Jeríkó fannst fyrir 8 ár-
um. Þar hefur fundizt margt mjög
merkilegt. — Borgin hefur verið
byggð upp hvað eftir annað. Þrjár
borgir hafa að minnsta kosti staðið
á þessum stað á undan þeirri, sem
Jósúa lagði í rústir. Og í rústum
elztu borgarinnar, niður undir
fastri klöpp, hafa fundizt örvar-
oddar og ýmis áhöld úr steini, sem
Frh. á bls. 10.
M.vnd þcssi var
tckin i suinar
scm leid og sýnir
viggirtan
Ziggurat á cyði-
mörk i írak
Saga þcssa vígis
cr að mcslu
okuiia.