Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1953, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1953, Blaðsíða 2
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS öldungur undir skuggsælum greinum Banjantrés. Einhver vina hans hefur komið fyrir dúfnabúri í krónu þess, og þessir boðberar friðarins flögra milli greinanna yfir höfði öldungsins. Sumir eru hvítir aðrir svartir. Tveir auðsæi- lega efnaðir borgarar nálgast gamla manninn hæversklega og færa honum gjafir, ávexti og önn- ur matvæli. Þeir setjast síðan þöglir í návist hans. Þar sitja aðr- ir fyrir. Öldungurinn rennir hlý- legum, rólegum augum til dúfn- anna, til borgaranna og til hóps hungráðra betlara, sem standa á- lengdar. Þetta er flóttafólk frá Pakistan. Hann gefur einum vina sinna bendingu um að útbýta gjöf- um hinna ríku meðal hinna snauðu. Betlararnir fjarlægja isig en öld- ungurinn og vinir hans sitja áfram. Enginn þeirra mæhr orð. Fyrst þegar við komum að Hoogli brúnni mætum við mann- hafinUi sem streymir um götur borgarinnar. Með remmu fljótsins í nösunum minnumst við gömlu lexíunnar um Indland og gengur þó furðu eríiðlega að átta okkur á því sem fyrir augu ber. ★ Þarna cftir miðri brúnni koma íararlæki, sem Vésturlandabúinn hcfur aldrei augum litið. Við könnumst vel við þennan gamal- dags strætisvagn, sem ckur fram hjá okkur troðfullur af svita- storknu ahnúgafólki í dhoti. Og við þekkjum líka þessa gljáíægðu amcrísku bifreið, sem ckur hljóð- laust fram úr slrætisvagninum. Við stýri hennar situr snyrtilega klædd nútímakona með vcstrænar poatuiínstennur og fihnbroa á vörum. En á eftir þessum fulltrúum hins nýja Indlands snýst marrandi lijól uxakerrunnar, sem notuð hefur verið í meir en sex þusund ar a landi hér. Hún er dregin af tveim ur svörtum tröllauknum uxum, sem taka höggum ökumannsins, brennandi sólarhitanum og þungu oki vagnsins, sem hvílir á særðum hálsi, með þeirri ró, sem einkennir menn og dýr, sem þolað hafa mik- ið erfiði og þjáningar og eiga sér einkis að vænta framar. Aðrir vagnar, Tela Gharriar, eru dregnir af mönnum. — Nakið næst- um svart hörund þeirra flýtur í svitalöðri. Ok þeirra er þungt. Vöðvarnir hnyklast á bognum kraftalegum herðunum, cn svipur þeirra er tómur og þeir horfa fram á veginn með sljóu augnaráði manna, sem löngu eru hættir að spyrja forsjónina um rök tilveru sinnar. Maður og dýr erfiða þannig hlið við hlið undir oki sínu innan um nýa vörubíla, sem eiga eftir að levsa hin gömlu farartæki af hólmi. Riekshaw wallah hlevpur berum fótum fýrir tvíhióluðum léttum vagni með memsaliih í sæti. Henni er vel í skinn komið og hún á erfitt með að koma tágakörfunni, sem hún hefur meðferðis til markaðs- torgsins, fvrir í vagninum. I kjölfar hans fer gharri. dreginn nf mióslegnum hesti. GulJbúin hönd dregtir gluggatjaldið eilítið til hHðar, því víðsýni cr fagurt yfir Hbogllfljót'. ★ Mannhaíið á gangstéttinni er engu síður misjafnt yfirlitum cn farartæki akbrautarinnar. Við komum fyrst auga á nokkra bænd- ur frá Bihar, þar sem sulturinn herjar cftir þurrka og uppskeru- brcst á útmánuðum síðasta vetrar, og fJóð og uppskerobrest síðasta monsúns. Þeir ganga í indverskri röð inn i borgina í leit að atvinnu mður við skipakvíarnar eða í bóm- uliarv erksnuðjuuum. í humátt á eftir þeim gengur Pathani eins og tígrisdýr eftir bráð. Hann tilheyrir okurkarlastétt borg- arinnar. Þeir eru sérstakur þjóð- flokkur, komnir frá Afganistan, þar sem náttúran er hörð og ófrjó, og þykir þeim auðveldara að ávaxta fé sitt í stórborginni en yrkja ó- frjóar lendur heimalandsins eða gæta hjarða. á fjöllum uppi. Path- aninn þekkir þessa borg og gesti hennar. Hann veit að þessir bænd- ur frá Bihar þurfa á fé að halda fyrir mat og húsaskjóli og þeir eiga sennilega landskika til að veðsetja eða a. m. k. komast þeir á föst laun í bómullarverksmiðjun- um. Ef hann lánar þeim hundrað rúpíur, heimtir hann inn tólf og hálfá á hverjum mánuði í vexti. Okurkarlar borgarinnar eru harð- ir í hom að taka. Þeir eru hávaxnir og sterklegir eins og títt er um fjallaþjóðflokka. Þéir klæðast allir þjóðbúningi sínum, og þá er að finna á hverju götuhorni. ★ Og okkur mætir fjöldi annarra manna því flest þjóðerni þessarar heimsálfu, sem kallað er Indland virðast leggja leið sína um þcssa borg; Þarna fer fágaður og virðulegur Brahmani frá Suður-Lidlandi. Hálfnakinu og villimannlegur Kohli, ættaður úr frumskógum Mið-Indlands. Stott hástéttarfólk írá Raj'pufana. Lífsglaðir lijarð- mcnn norðan frá Ilimalaya og reka á undan sér hóp aí geitum á. lcið til Maidan. Við koraum þar auga á auðugan landeigenda frá U. P. (Uniled Province) innan um hcila fylkingu smávaxinna gáfulegra Bengalu, sem eru heimamenn hér. Svcitafólk úr nágrenninu, eink- mn konur, halda til markaðstorgs- inö cg bera storar köríur fulkr af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.