Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1953, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1953, Blaðsíða 14
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS C 26 Kynþættir og erfdir VI lUannflokkar á stjörnunum, og möguleiki og nauðsyn þess, að lífið sigrist á fjar- lægðum himingeimsins. En þeirri uppgötvan er svo farið, að þar er engin þörf þeirra dýru áhalda, sem ekki verður án verið við svo margt annað vísindastarf. Það, sem við þarf í þessu efni, er hið frjálsa hug- arfar.----- Undursamlegasti atburðurinn, sem sagt er af í guðspjöllunum. er þegar Jesús tók með sér upp á fjall þrjá af lærisveinum sínum, og hann ummyndaðist að þeim ásjáandi; ásjóna hans breyttist og varð skín- andi sem sólin og jafnvel klæði hans urðu skínandi hvít. Og hjá honum sáust tvær lýsandi verur, sem lærisveinarnir hugðu vera hina frægu fyrirrennara spámanns- ins, Móses og Elías. — Ég sé ekki neina ástæðu til að efast um að atburður þessi hafi átt sér stað. Hann er í bezta samræmi við allt eðli Jesú og framkomu, eins og guðspjöllin lýsa þessu. Þarna var hámarkið, — Jesús ummyndaðist þarna fyrir áhrif frá komumönnum og verður líkari en áður fullkomn- um íbúum annarrar stjörnu. Því að þarna var um að ræða heimsókn frá annarri stjörnu, fyrirboði þess sem þarf að geta orðið algengur hátíðaviðburður á vorri jörð, ef takast á að bjarga mannkyninu frá glötun.“ ★ Stærri tíðindi er ekki hægt að hugsa sér en þau, ef vér fengjum heimsókn frá öðrum hnöttum. En mjög eru þá móttökurnar hér öðru vísi en á öðrum jarðstjörnum, ef taka ætti á móti gestum þessum mcð skothríð og flugvélaárásum. Slíkt væri þó í samræmi við þá slysaöld, er yfir jörðina gengur. 11. Í?f -a. _ . ;:i «;». Á. Ó. r ÞAÐ er ævagömul tilhneiging manna að telja sína ætt eða kvn- þátt betri heldur en nágrannanna. En það er tiltölulega ný hugmynd, að telja þessa yfirburði stafa af meðfæddum yfirburðum. — Fyrir 2000 árum voru Grikkir ekki í nein- um vafa um, að þeir væri miklu fremri barbörunum, en barbara kölluðu þeir alla þá, sem ekki voru af grískum ættum. Þeim kom þó ekki til hugar að halda því fram að barbararnir stæði sér að baki um líkamsþroska, heldur lá það fremur í því hvað þeir færi sóða- lega að mat sínum. Á 5. öld f. Kr. segir sagnfræðing- urinn Herodotus frá því í skopi, að Persar telji sig öllum þjóðum fremri, næstu þjóðir hafi lært nokkuð af sér, en mismunurinn verði æ meiri eftir því sem lengra er á milli. Svo koma Rómverjar. Það var ekki af neinum ofurmennis yfir- burðum að þeir réðu yfir mestum hluta hins menntaða heims, heldur var það stjórnarfar þeirra, róm- yjpfsk lög, rómverskur agi og róm- versk hertækni, sem aflaði þeim þess álits, að margir barbarar kusu að verða rómverskir borgarar. Múhamedsmenn telja sig öðrum fremri, en þeir hafa þó alltaf tekið fegins hendi hverjum þeim, sem vildi taka trú þeirra. Sama er að segja um kristna menn í upphafi. Þeir gerðu engan greinarmun á kynþáttum og þjóðum, en mismun manna töldu þeir stafa af mismun- andi truarbrogðuin. . ». ^ Á miðöldunum var einn af Aust- urvegsvitringunum látinn vera Negri á öllum myndum. Fyrir 250 árum flutti Pétur mikli Negradreng til Rússlands sér til gamans. Þegar piltur þessi óx upp vildi hann fá sér konu, og hann átti fullt í fangi að sannfæra tilvonandi tengdaföð- ur sinn um, að hann væri ekki af djöflinum kominn, af því að hann var svartur. Hann kvæntist svo rússneskri aðalskonu og sonarsonur hans var Alexander Pushkin, eitt- hvert mesta skáld, sem Rússar hafa átt, og stórskáld á alþjóðamæli- kvarða. Afkomendur barbaranna, sem Aristoteles lýsti svo, „að þeir væri hugaðir, en skorti mannvit,“ ætl- uðu svo seinna að leggja undir sig heiminn, vegna þess að þeir væri fremstir allra. Nazistar heldu því fram, að aðrar þjóðir stæði sér langt að baki, og það væri hreint og beint landhreinsun að drepa Slava og Júða og aðrar þær þjóðir, sem ekki væri af arísku kyni. En margt hefur breyzt síðan á dögum Alexanders mikla. Vísindin hafa komið upp síðan og sú þ?kk- ing, sem þeim fylgir. Þe'ss vegna fær slíkur áróður ekki staðizt.í — Hann er ekki í samræmi við lít'- fræðina. En hver er þá' sannieikíir- inn um sérstök þjóðkyn?. Hvað segja vísindamenn um þau? Mamiflokkar Um eitt eru allir vísindamenn sammála, að allir menn tilheyra lnmii sömu spendýrategund. Með- '

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.